Árás og eyru...

Fór í bæinn með báðar stelpurnar mínar um hádegi í dag til að fara með Júlíu Kartínu í eyrna-eftirskoðun. Undir Ingólfsfjalli tókum við eftir því að okkur var veitt eftirför. 

 Mér datt fyrst í hug að þetta væri frambjóðandi vinstri grænna-suðurkjördæmis, sem legði það á sig að keyra þá kjósendur sem sýndu á sér farasnið til frambúðar, útaf, og tefja för þeirra með því um tvo daga. Þegar bifreiðin nálgaðist meir og fór að blikka ljósunum og hazardinu var ég alveg viss! þetta var X- D,B,S,V eða F. (D.B.S.VotttheFokk)Ég svitnaði og gaf örítið í , hann jók líka hraðann.

Í miðjum Kömbum gaf hann allt í botn, lítill grænn skítugur Skódi læddist frammúr mér og jós yfir mig svörtum reyk...alveg að skíta á sig. Ég leit varlega til vinstri og sá þar litla konu með derhúfu í farþegaframsætinu...hún vinkaði mér eins og brjálæðinur. Ég leit snöggt fram á veginn aftur og þóttist ekki hafa séð hana.

 Alla leiðina þvingaði Skódinn mig að komast ekki framúr, var þetta Sturla Böðvars? eða Eyþór Arnalds? Í Hveradalabrekkunni rann Skódinn frekar hratt niður, fór alveg í rúmlega 93 km.klst...Við ostaskerann í Svínhrauninu gaus upp þessi svaðalega prumpulykt...og litla konan með derhúfuna stakk út hausnum..."baunir" hugsaði ég.

 Þegar kom að Rauðavatni var ég fljót að beygja inná Breiðholtsbrautina þegar ég sá brjálaða fretfólkið á græna Skódanum taka stefnuna á borgina.

 

 Fórum í IKEA, fundum þar Örn og Emil skælandi í matsalnum,þeir voru búnir að gera nokkrar tilraunir að komast útúr IKEA án þess að þræða alla búðina.

Fórum á Salatbarinn og fengum gott að borða.

Kíktum á Lalla í Álftamýri.

Helga pissaði á bensínstöð...nei ekki Á hana!

Fórum svo til Einars Thor. Júlía Katrín er enn heyrnardauf vegna vökva á hægra, hann vill bíða fram á haust að gera eitthvað...við vonum að hún nái þessu úr sér sjálf í sumar.Hann teiknaði mynd handa henni af rostungi á skeri og kanínu á baksundi.

Fórum heim og elduðum sænskar kjötbollur með tittesylte, brúnni og karpellum.

Horfðum á Júró...mér fannst Eiki fínn.

Ég held að þessi frá Mold...avíu vinni AF ÞVÍ hún var í nælon-nærbrók upp að nafla og það vantaði leður í brækurnar sökum fátæktar í Mold...avíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hey! Skódinn er ekkert svo skítugur! Og "litla" konan var ekkert með derhúfu, heldur mega kúl baker-boy-hat!

Leiðinlegt að heyra að JKL sé enn með vökva. En sumarið læknar öll mein, ekki satt?

Josiha, 11.5.2007 kl. 01:42

2 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

HAHAHAHA ég hló mig máttlausa af þessu bloggi, alveg með eindemum fyndið hvernig þér tekst að segja frá hlutunum

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 11.5.2007 kl. 12:46

3 identicon

Já.. ætlaði nú bara að kvitta fyrir mig... mig langar í kjötbollur...  

Ninna (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

32 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband