Færsluflokkur: Bloggar
5.5.2007 | 01:04
Ætla að safna...
...gullkornum frá JKL hér,þau hrannast upp í tonnatali þessa dagana.
Í morgun hringdi síminn,ég bað Júlíu Katrínu að svara þar sem ég var með fullt fang af þvotti að raða í Helgu skáp(nema hvað)...hún svaraði og ég heyrði hana segja : "nei hún er sofandi inní Helgu skáp" ég hljóp auðvitað af stað, greip tólið eins og get er í boðhlaupsskiptingum áður en hún skellti á,þetta var meðtengill úr bekknum hans Ívars Bjarka .
Í kvöld sátum við öll að snæðingi nema fyrirvinnan og gæddum okkur á kjúlla, ég fer að spyrja Helgu hvort vinkona hennar sem er að koma úr námi að utan eftir nokkrar vikur hafi enn áhuga á gæjanum sem hún skildi við áður en hún fór fyrir ári,
Helga svaraði því:"ojj nei heldur þú að hún sé þroskaheft?!" Þá byrjar minnsta undrið að syngja ofurfallega : ég er þroskaheft, ég er þroskaheft...ég er þroskaheft...os.frv. Ég bað Helgu vinsamlega að gæta orða sinna í framtíðinni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2007 | 00:15
Springa ,sprunginn ,sprunkt ...
Fór í kvöld með gömlum bekkjarsystrum á Hafið bláa meðal annars til að eta sjávarfang, fékk mér 3rennu sem samanstóð af humri,skötusel og rauðsprettu mmmmmm... og eplaköku í eftirrétt. Við erum fimm sem vorum í hittingsnefnd 2003 og ákváðum að halda hópinn og hittast reglulega. Erum allar með stór og smá börn samtals 17 stykki frá tveggja til tuttugu og eins þannig að við náum vel saman...Ég fékk nú samt smá áhyggjuhnút í magann þegar umræða um æðarhnúta, háræðaslit og svuntuaðgerðir braust út. En ég þaggaði bara niður í þeim með því að sýna þeim tattoo-ið mitt.Þetta eru allt dásamlegar stelpur og alltaf gaman að hitta þær. Ætlum að hittast í haust og hrista nýju nefndina saman, því næsta bekkjamót er næsta vor á fertugasta árinu okkar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2007 | 00:09
Svona gerum við er við þvoum okkar þvott...
Ég trúi á Guð og að Hann hafi skapað heiminn, en ég trúi ekki á þann sem skapaði þvottavélina, hún er ekki vinkona strórra heimila sem eru að drukkna í allskonar efnisgerðum...tromlan þarf að vera 3x stærri!
Ég hefði samt ekki boðið í það sem amma mín gerði, að þvo þvottinn úti við hver með þvottabretti, þá væri ég þar allann sólarhringinn í tjaldi og börnin mín myndu þjást af næringarskorti og einmannaleik.
Þvotturinn á þessu heimili tekur aldrei enda , stundum langar mig að henda öllum fötunum útí heitapott og láta hann svamla þar í sólarhring ásamt Ariel ultra ...leyfa naríum og táfýlusokkum að synda baksund og bringu í sátt og samlyndi í góða veðrinu. Strengja svo línu milli 4hjólanna og hengja allann þvottinn þar á milli . Keyra svo um bæinn ... Lalli og ég hlið við hlið hjólandi um bæinn,verst að það þyrfti að vera km. á milli hjólanna og við að spjalla saman í g.s.m. vegna þvottarmagns. Ekki væri hægt að þurrka í Stokkseyrarfjörunni, þá þyrfti annað hjólið að vera 12 sjómílur frá landi þannig að snúran héldist strekkt...sokkarnir myndu bara fyllast af sandi og flóm.
Stundum fær Helga hreinan þvott í herbergið, ef það er í miklu magni læt ég hana brjóta saman annars geng ég frá því í skápinn, hann er oftast kominn aftur í körfuna x 4 þarnæsta dag. Hér er til of mikið af fötum. Júlía Katrín á 34 nærur og 24 pör af sokkum, helling af buxum og peysum...mér ferst að versla svona mikið í útlöndum.
Góði Guð gefðu mér ráð .
Þetta er nú bara svona bullpæling hjá mér í miðri þvottaönn.
Við Helga Guðrún fórum á Dekkjalagerinn að láta umfelga Flugu í dag, þá gerðist svona "had to be there" atvik:
Helga er að keyra uppá lyftuna en fer það hægt að hún spólar fyrir neðan og upp lyftuna á framhjóladrifnu Flugunni,þegar hún er loksins komin upp tekur hún snarpa hægri beygju og er nærri dottinn út af lyftunni, ég og dekkjakallinn stóðum sveitt og horfðum á þessa snilldartakta...yndislegust
Sunnlenska var að koma inn um lúguna og Max sótti blaðið fyrir mig rosa duglegur fékk harðfiskbita í verðlaun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.5.2007 | 00:25
Ja..ef mig dreymir ekki tré þá ét ég hund...
Það hefur mikið gengið á í Hveramýri 2 (Leynigarði) um helgina og ekkert lát á því. Við erum búin að saga helling af risatrjám og henda á haugana, grafa upp rætur, grafa niður lagnir og færa tré, sem sagt allt á fullu. Inn á milli hamfaranna hef ég hoppað á nýja trampolíninu og það er ekki laust við það að einhverjir vöðvar hafi vaknað úr löngum dvala .
Í dag var 20° hiti á Flúðum (í forsælu!) sól og logn kl 3. æðislegt veður.
Gullkorn - Við Júlía Katrín fórum í Húsasmiðjuna í morgun,allt í einu hrópar Júlía: "mamma ! þarna er kallinn hans pabba" og framhjá okkur gekk Sverrir og heilsaði brosandi (hann hefur verið að vinna stundum hjá Lalla)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2007 | 23:42
"Hún lekur"
Björk lekur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 16:14
Spá dagsins.
Vinnufélagi þinn er leynilega skotinn í þér. Og það er ekki í fyrsta skipti sem þú átt aðdáenda. Farðu silkihönskum um þessa vitneskju, þroskuð ást er viðkvæm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2007 | 11:54
Leikræn tjáning
Þetta litla undur sýndi í gær leikræn tilþrif ,tilkomin frá stóra bró. Sýningin hófst á því að reka magann örlítið harkalega í borðbrúnina, halda um magann í keng og segja aftur og aftur: ahhh...! pungurinn...!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2007 | 16:10
Erilsöm nótt í Tíbet.
Skrapp til Tíbet í nótt með Bjarna Harðar.og Loga Bergmann, tilgangur ferðarinnar var að leita að Sigurði, týndum elsta syni Bjarna.
Eftir nokkuð langa keyrslu á gráum jeppa komum við að fjalli í Tíbet sem var gult og fundum Sigurð þar rennandi sér á rassinum niður brekkuna þetta voru einhverskonar "stönt-æfingar"hjá honum.
Við fórum svo öll í bílinn og með í för var lítil eðla sem klóraði göt á hnakkapúða aftursætisins.
Komum svo á Selfoss eftir ótrúlega stuttann akstur frá Tíbet, stoppuðum aðeins fyrir utan "sænska húsið"þar sem Ragna var að moka snjó.
Tíbet að tíbetskum tíma í nótt
Annars er það helst að frétta af mér að ég setti hárbursta inní ísskáp á sunnudaginn og banana í elhúsáhaldaskúffuna í gær .
Ég er líka byrjuð á annari lobbu .
Húsið angar af djúsí skúffuköku .
Vinnuferð framundan í Leynigarð (garðvinna). Ekki að það sé leiðilegt gæti bara verið smíði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
20.4.2007 | 13:58
Eins gott..
... að hún haldi heilsu.
Rússneskur auðjöfur greiðir JLo 130 milljónir króna fyrir tónleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2007 | 00:02
Ó happy day...
Gleðilegt sumar
Til hamingju með afmælið Guðmundur Karl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar