Færsluflokkur: Bloggar
17.4.2007 | 23:37
Svipt auganu
- Júlía Katrín er með notendanafnið "svipt auganu" í Íslendingabók, hvað fær umsjónarmenn vefsins til að senda 3 ára barni slíkan viðbjóð.
- Annars er ég farin að þrá tölvuna mína aftur,er frekar ómöguleg að geta ekki verið með myndirnar mínar nálægt. Júlli er að skoða þetta mál og ath. hvort það sé hægt að skipta um þetta. Annars fæ ég bara nýja.
- Toggi sem vinnur hjá Lalla hrundi niður af þaki í morgun(3 hæða hús), hann var heppinn að vera í öryggislínu (já virkilega)...þarna hékk hann utaná húsinu eins og könguló í vef, á hvolfi og horfði inn um gluggann á konu í íbúð 304 bora í nefið. Henni brá svo við það að sjá hann að hún datt á andlitið(skýringarmynd hér að ofan)
- Á morgunn ætla ég að þvo rúður að utan og taka til í garðinum.
- Setta granni á ammæli í dag,
- Svala granni á ammæli á morgun,
- Guðmundur granni á ammæli hinn .
- Ég missti af Nóatúni í kvöld, ætlaði að byrja á lobbu á mig...þess vegna er ég að gera ...ekkert
- Sofið rótt í alla nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2007 | 16:33
Til eru fræ.
Var að sá oregano,timian,basiliku og steinselju...gott á grillið í sumar .
Set það hér inn aðallega til að muna dagsetninguna.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2007 | 21:16
Við...
...Lalli fengum okkur eitt páskaegg nr.5 saman og tókum það með í Úthlíðina, þar sem við vorum alla páskana. Reyndar kom það heilt heim og áður en við opnuðum það tileinkuðum við Leynigarði málsháttinn. Það var eiginlega ótrúlega fyndið hvernig hann hljómaði í eyrum:
Betra er að róa en láta undan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2007 | 12:10
ÉG
Vogin
Árstími Vogarinnar er haustið, þegar litir eru sterkir í náttúrunni og sumarið og uppskeruvinnan er að baki. Veður eru enn ágæt og því góður tími til að sinna félagslífi. Fyrsti mánuður haustsins er rómantískur og það fólk sem fæðist í Vogarmerkinu þykir ljúft, listrænt og félagslynt.
Jafnvægi og réttlæti
Til að skilja Vogina þarf að horfa á 'tákn' merkisins, vogina sem hefur það hlutverk að vega og meta (uppskeruna). Enda er það oft svo að fólk sem fæðist í þessu merki hefur sterka réttlætiskennd. Það er alltaf að leita að jafnvægi og því sem stillir vogina af. En þetta er hægara sagt en gert, og því geta Vogir sveiflast til. Ef of mikið er sett á aðra skálina þá hallar vogin. Fyrir vikið er Vogarfólkið stundum eftirgefanlegt, stundum hart, stundum ljúft, stundum ákveðið. Þetta er leit að jafnvægi, að 'balance'. Sumar Vogir eru vel stilltar, aðrar sveiflast frá einum pól til annars og eru 'brokkgengar' eins og einn ágætur maður sagði.
Samvinna og sjálfstæði
Það sem einkennir framkomu Vogarinnar, eða það sem hún reynir að birta útávið, er ljúfleiki. Öðrum megin á skálinni er ég og hinu megin við. Þetta er spurning um jafnvægi á milli mín og þín. Jafnvægi á milli sjálfstæðis og samvinnu er eitt af því sem Vogin leitar eftir. Til að samvinna gangi vel reynir hún að koma vel fram við aðra og notar þá ljúfleika, bros og sannfæringarmátt orðanna. En þær Vogir eru einnig til sem færast of mikið í átt til ég-sins og þá er valtað yfir umhverfið. Einnig er talað um hina 'ljúfu frekju', eða þá Vog sem stendur sterk bæði í ég-inu og samvinnunni. En vissulega vilja og reyna flestar Vogir að vera fágaðar, kurteisar og yfirvegaðar.
Félagsmálamaður og pælari
Stjórnandi Vogarinnar er Venus og 'frumþátturinn' er loft. Venus er pláneta fegurðar og samvinnu, og loftið er táknrænt fyrir rökhugsun. Vogir eru því oft félagsmálamenn, listamenn, pælarar og pólitíkusar sem berjast fyrir réttlætismálum eða boða ákveðna heimssýn og kenningar. Stundum sameinast þetta allt í einum og sama manninum.
Það sem örvar Vogina
Til að endurnýja og viðhalda lífsorku sinni, þarf Vogin að dvelja í félagslega og hugmyndalega lifandi umhverfi. Það þýðir að hún þarf að hitta fólk sem örvar hugsun hennar. Hún þrífst illa í einangrun og andlegu tómarúmi. Hún tapar orku við slíkar aðstæður. Vogin þarf á fólki, félagslífi og samvinnu að halda. Það á reyndar við um flest fólk, en þetta skiptir öllu máli fyrir Vogina og varðar það að næra lífskraftinn.
Þegar talað er um 'Vogina' og 'Vog', er átt við þá sem fæddust þegar Sólin var í Vogarmerkinu. Þeir einstaklingar sem fæddust á þeim árstíma hafa 'hjartað' í þessu merki, eða grunneðlið og lífsorkuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2007 | 20:59
Krossum putta...
...og sendum Sigrúnu Völu baráttukveðjur norður,gangi þér vel sæta .
3. sæti Suðurnes fékk einkunnina 5 hjá mér
2. sæti Ármúlí fékk einkunnina 6 *piff*
1. sæti v.m.a. fékk 9 ... ok flott hjá þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2007 | 01:48
Föstudagurinn 13di
Átti tíma hjá tannsa í dag í rvk. var að spá í að afpanta bara út af dagsetningunni en hætti við að hætta við Keyrði yfir heiðina í slagveðri,vá hvað það er mikið af flutninga og vörubílum e.h. í og úr rvk! Varð illilega vör við það . Lagði mig svo hjá tannsa á meðan hann skoðaði og myndaði ...engin hola. Kom við í Stangarholti og fékk kaffi hjá Lalla mínum og kíkti aðeins í Kringluna...dreif mig svo austur í Rauðholtið ,þar sem minnsta undrið mitt nam lýtalækningar hjá ömmu sinni. Eftir kvöldmat komu Helga, Anna karen og Fribbi, sá síðastnefndi hélt hér stórtónleika með rafmagnsgítarspili...lúmskt góður gaurinn þó eigi eigi hann gítar (eða skítar) eins og ÍBL sagði þegar hann var lítill .
Það sem ég græddi föstudaginn 13 apríl 2007 var aukatími með Lallanum kjóll,skór,bónaðar og glansandi tennur og einkatónleikar.
Vá hvað klukkan er orðin margt!
Þetta var ekta dagbókarrit
P.s. Halli í Króki vinnur í Enn Einum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2007 | 23:13
Flagbjarnarholt
Sumarið 1983 var ég send í sveit þá var ég á fimmtánda ári,þá var þessi svipur víst alsráðandi í R9 hjá minni:
Ég var fullkomnlega ósátt við þessa ákvörðun foreldra minna.
Það var tekið á móti mér með skítköldu súpukjöti og ofsoðnum kartöflum.
Ég fingurbrotnaði á fokkjúputtanum,sló honum í snúrustaur.
Ég brákaði fótinn í fjósinu festist milli rimla í flórnum,var borinn í hús í kóngastól hágrenjandi.
Ég fékk að keyra bíl á túninu,Subaru station.
Ég fékk að rýja rollur,sumar fengu blóðnasir á bakið.
Ég var sett ofaní súrheysturn með heykvísl og maurasýru.
Ég var ráðskona í viku og eyðilagði meðal annars ofninn með maregnsbakstri.
Þarna var farandverkamaður sem reykti hass.
Ég fór ríðandi á Hellu á hestamannamót.
Ég fékk sendingar frá mömmu með mjólkurbílnum,allt mögulegt m.a. útrunnið nammi úr Fossnesti mmmmm.... (heilu dunkana).
Ég fékk bréf frá mömmu með lífsreglunum.
Ég sat hest í söðli.
Ég kynntist mörgum skemmtilegum krökkum.
Við fórum í "foodfight" þegar ég var ráðskonan.
Við fengum alla neðri hæðina fyrir okkur og hvert okkar mátti bara fara í sturtu 2svar í viku.
Við Hófí klipptum sína hvora hliðina á Hödda.
Ég fór einu sinni á ball á Hvoli þetta sumar.
Ég fór einu sinni í fjósið,en aðfarirnar við spenaþvott urðu til þess að ég var vinsamlega beðin um að halda mig frá fjósinu.
Þarna voru gæsir reyttar í neðanjarðarbyrgi.
Ég sundreið yfir Þjórsá.
Ég fór á ótemju sem henti mér af baki öllum viðstöddum til ánægju.
Ég fékk 8000.kr. í lok sumars sem var rosa mikið!
Þetta var frááábært sumar!
Takk mamma og pabbi að hafa verið svona vond.
Þessi ljóshærða í rauða kjólnum er flott!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2007 | 16:48
Síminn...
...hringdi...Júlía Katrín svaraði:pabbi síminn, þegar símtalinu lauk tjáði hann mér að hann hefði sest ofan á tölvuna MÍNA sem lá á sófanum "ala ÍBL"og brotið skjáinn .
Það eru þrjár vikur síðan hann keypti sér tölvu og þessi varð MÍN heittelskaða óskipta. Aumingja kallinn minn fór allveg í rusl yfir þessu og var duglegur að minna mig á ónýtu tölvuna mína allt gærkvöldið .
Skildi vera hægt að fá nýjan skjá á tölvu?
Þarf að sjá nýju myndina með herra Baun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.4.2007 | 23:42
Hundsvit
Lalli segir mér oft frá vinnudeginum eins og heilbrigðu hjónabandi sæmir. Alltaf finnst mér skemmtilegastar sögurnar þegar MAX á í hlut. Um daginn voru Lalli og co. að brjóta þakkant í Stangarholti OG MAX bundinn við vinnuskúrinn í ca. 5 metra línu,eitthvað leiddist honum og tók þá upp á því að stríða einhverjum vinnuflokk sem var að vinna þarna við handmokstur... sko,þegar þeir sáu ekki til laumaðist hann og stal skóflunum þeirra,svona gekk þetta allan daginn.
Og í dag aftur í Stangarholti byrjaði hann að urra og gelta,sem hann gerir bara þegar hann sér skrítið fólk...öðruvísi fólk en hann sér vanalega(hann þekkir nebbla ekki skrítið fólk!)Lalli reyndi að sussa á hann en ekkert gekk...hann urraði bara,þá fór Lalli að spá hvaða stælar þetta væru og leit í áttina sem MAX horfði í, þar uppi á svölum gekk kall fram og til baka með göngugrind og skíðagleraugu.
Nú erum við að kenna honum að"vera sætur"þá situr hann með frammloppurnar upp við bringu.Hann er bara svo mikill hlunkur að hann á erfitt með að halda jafnvægi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.3.2007 | 22:30
Sko hann!
Gáta:
Þegar Birgir kemur til Paradísar sér hann að þar eru allir allsnaktir. Hann þekkir engann fyrr en hann kemur auga á karl og konu út í horni og flýtir sér til þeirra. Komið þið sæl Adam og Eva, segir hann. Ég hef aldrei hitt ykkur en ég sé þó greinilega að þetta eruð þið. Hvernig gat hann séð það?
Adam...va slags eple er detta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Myndaalbúm
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar