Færsluflokkur: Bloggar

Hundfúl nótt

Það er búin að vera þung flugumferð geitunga hér innandyra s.l. daga,það liggur við að andrúmsloftið sé eins og á hárgreiðslustofu,stríðsáhaldið hefur nebbla verið hairspreySaklaus

Í nótt dreymdi mig að geitungur hefði stungið mig í neðri vörina...það var bara ekkert vont!

 

Ég var mannlaus í nótt þar sem L.H.bauð strákunum í vinnunni á Argentínu og djamm,auðvitað kom eitthvað uppá!Max (HUNDURINN HANS LALLA!)stakk af í miðnæturútipissinu"$%...arg...#&...fyrst fór ég einn labbirúnt að leita í greeenjandi rigningu,svo fór Helga einn bílrúnt,kom við á löggustöðinni og tilkynnti hund á flótta,en...enginn Max fannst í nótt.Ég var andvaka að hlusta eftir gelti til 3.Óþekktarormurinn gelti svo hér fyrir utan kl. 6.30 í morgun,hann var voða glaður þegar ég skammaði hann!Hann sefur núna eftir ævintýri næturinnar?Nú fer ég að setja næturleyfisbann á Lárus.


Ökuníðingar og greidd atkvæði

Jæja fundur hjá skipulagsfulltrúa á Laugarvatni á morgun,krossa putta allir sem vita um hvað málið snýst...Þögull sem gröfin

 agust_2_o6_015.jpg

Ég fór sjálf á foreldrafund í morgun,góður fundur með nýjum kennara Ívars Bjarka.Hún lofar góðu enda hef ég öruggar heimildir fyrir því að hún er afbragðs kennari.Það var 50 % mæting foreldra sem mér finnst frekar slappt.Ég bauð mig fram sem tengil í bekknum í vetur og óskaði eftir því að allir meðtækju Beggó (Simmasystur) sem starfsystur mína,hún gat ekki mætt og því ekki andmælt og var hún ráðin með öllum greiddum atkvæðumGlottandi.Ég hringdi svo í hana í dag og sagði henni að fólk hefði krafist þess að hún yrði tengill...þá varð hún voða glöð.Við ætlum að eyða heilli helgi saman í oktober,einhverstaðar í Sælingsdal??held ég það heiti,fáum okkur þá rauðvín í langt í burtanistan og ákveðum hvað börnin geri sér til skemmtunar í vetur,það verður fróðlegt.Meir um það síðar.

 

Ég leitaði þvílíkt mikið að debetkortinu mínu á mánudaginn,fann það á endanum úti í ruslatunnu,innan um sunnudagspurusteikarafganga og Júllaafmælisafganga *æl*hafði varla lyst á að kaupa í matinn með því...jú auðvitað þvoði ég það og mig!

 

Jóhanna og Dýrleif Nanna komu í heimsókn í hádeginu,það er hægt að horfa á þetta barn endalaust,beautyqueenKossTakk fyrir komuna stelpur og Lush-ið Glottandi

 

250 bílar mældir á mælum vegagerðarinnar í ágúst á yfir 150 km. hraða,bara á kjalarnesvegi!Hvað er að fólki!!!Ég verð brjáluð þegar ég heyri svona.

Viðtalið við strákinn og foreldrana sem var í kastljósi í kvöld, ætti að sýna í öllum bíósölum borgarinnar fyrir mynd, í staðinn fyrir kók-auglýsingu og hana nú!

Það hlustar enginn á einhverja umferðarráðskellingu sem kemur með sömu áherslur og Óli Þórðar. gerði í 50 ár.Ef þið skiljið ekkert í þessum pirring í mér horfið þá á Kastljós kvöldsins á netinu.

*Andvarp*ég sem hélt að ég hefði ekki frá neinu að segja,ætlaði bara að segja:hæKoss

 

Allir svo að taka þátt í átakinu "Magna heim"ég vona að hann verði ekki Súpernóvi,allt og góður fyrir þá.

 

 

 


Cityfjord east :)

Hvaðan eru keppendurnir 5 sem eftir eru í Rockstar S.N.?

Tékkið á þessu...Skömmustulegur

http://boards.live.com/Rockstarboards/thread.aspx?ThreadID=76214&BoardsParam=PostID%3D1212845


Sætar borðtuskur

Í dag fékk ég óstjórnlega löngun,að fara út í grenjandi rigningunaUllandiÞannig að ég klæddi mig eftir veðri og rauk bak við hús með 2 stórar skálar í hendinni,í hamagangi reytti ég 4 kg.af rifsberjum af runnunum...aaaallt of mikið...sagði mamma.Eftir kvöldmat(ýsu í raspi) fór ég svo í Nóatún með Lalla og JKL þar sem við keyptum sykur,tómar krukkur,sótthreinsivökva sigti,bláber og hleypi.Svo fór ég að hleypa 1 ltr. af bláberja-rifs hlaupi,1 ltr. rifs-chili hlaupi og 1/2 ltr.af rifshlaupi,krukkurnar búnar!HissaSko...það er meira en helmingurinn eftir af berjum!þannig að rifsber fást gefins á E 38 gegn því að vera sótt á morgun.Þetta hlýtur að bragðast vel því heimilisfólkið sá um að þrífa eldhúsið með því að sleikja allt frá veggjum til sleifa.Meira að segja hundurinn stal borðtuskunum úr þvottakörfunni og var að japla á þeimÖskrandiþvílík græðgi!Nú er þetta allt að kólna og verður smakkað með ostum og kexi annaðkvöld...verið því þolinmóð í biðröðinniGlottandi

 

 

 


Gæsir og glæpamenn

Jæja kallinn kominn heim,svaka þreyttur eftir 8 tíma akstur að norðan.Veiðin gekk ekki vel,aðeins 10 gæsir.Þeir voru með hátíðarkvöldverð eftir kvöldflugið í gær(miðnætti)Lalli bjó til sveppasósu úr ónýtum sveppum,hún endaði í ruslinu.Þá fór hann í fýlu og skellti sér í pottinn á meðan Sverrir grillaði lærið.Þegar hann kom uppúr lá Sverrir í reykmökk steinsofandi og það sem var læri var nú lítill svartur sætur köggull.Það var semsagt enginn,enginn matur í gærkvöldi,geri ráð fyrir að Lalli hafi sníkt handfylli af hundamat hjá MAX,Royal canin,ekki ónýtt það.

Helgin gekk annars vel hjá restinni af fjölskyldunni,fórum á Gretti í gær og Kenny í kvöldmat.Jóhanna mágkona hélt svo lífi í mér til kl.01.00 á msn-i-takk fyrir það ljúfust;)

Einhvern tíma í nótt þegar ég var sofnuð komu óprúttnir glæpamenn inní garðinn minn og stálu bensínlokinu af fjórhjólinu,sem stóð undir svefnh.glugganum.Líklega hafa þeir sprænt í tankinn, allavega ætlum við ekki að taka áhættuna á að komast langt á pissi og stefnum því á það að tappa af því bensíninu eða hverju því sem tankurinn inniheldur.Það er alltaf gaman á Engjaveginum, 24-7 ,þá vil ég sérstaklega þakka þeim sem ganga ofurhægt framhjá glugganum mínum á milli 00.30-04.30 og syngja svooo "fallega"og enda svo lagið á því að brjóta flösku.

Ekki má gleyma að þakka drengnum sem reyndi að setja vélsleðann minn í gang síðast þegar ég var ein heima,fyrst kl. 00.15 og svo á heimleið kl. 05.00.Ég böstaði hann í bæði skiptin með því að rjúka á gluggann og banka,og senda honum mitt illilega frk.Grimmhildur look :P Þá nótt fékk ég hjartsláttartruflanir af stressi,og varð lítið svefnsamt.

Það er bara alltaf eitthvað sem kemur uppá þegar Lalli litli er ekki heima.Nóttina sem seinni skjálftinn kom,var það ekki 2000? þá var hann ekki heima t.d.Ég ætti kannski að fá mér svona ameríska lögregluvernd,þegar ég er "ein"heima?

Í dag fórum við svo í sund,ísrúnt og í Rauðholtið,þar var Sandvíkurfjölskyldan litla og fékk ég að knúsast aðeins í guðdóttur minni,hún er alltaf jafn dýrleg,svo bjó ég til tortillur með heimal.guacamole:P,grjónum,salsa,baunum,kjúkling,sýrðum og ruccola salati,ég er einnþá södd:P.Lalli svæfði svo (sig og JKL)og ég fór út og málaði eina hurð...

                         THE WEEKEND ;)


Mannlaus með hamar...

Jæja best að skella inn einu fyrir háttinn,Spurning samt hvenær ég sofna...karlmannslaus er ég alla helgina og verð líklega andvaka fram eftir nóttu,þar til stúlkukindurnar koma sér heim af busaballi.Anna Karen,Vígdísar og Simmadóttir er í pössun hérna,og sú ábyrgð sett á mínar axlir að hún sofni á sínum kodda í þessu húsi,spurning hvort ég ætti að finna koddann núna,hann er líklega týndur eftir fellibylinn inni hjá Helgu árið 2004.Veit ekki hvernig ég á eftir að standa mig með tvær 17 ára því samtals eru þær 34 ára,og þvi orðnar samtals lögráða???Ok ég þarf þá ekkert að hugsa um þær:)

Annars að öðru ...Lalli og Max fóru sem sagt í veiðiferð norður að Mývatni,í slagtogi með öðru pari(manni og hundi)því þeir höfðu af því fregnir að aðal gæsapartýið yrði þar,spurning um að sækja matinn yfir ána,eða fæðið yfir fljótið,tutu norður.

Vegna einsemdar minnar á þessum síðsumarkvöldum fór ég í dag og keypti mér tvo blómvendi,það geri ég alltaf þegar ég er mannlaus...haha mannlaus...þetta eru svona verðlaun til mín frá mér fyrir að vera svona dugleg að vera "ein" heima.Svo tek ég alltaf þvííílíkt vel til,þvæ tíu þvottavélar os.f.v. og nýt svo helgarinnar með JKL og ÍBL,við eldum ekkert!förum bara í bíó, borðum ruslfæði og dinglum okkur.Þannig að þegar upp er staðið,er bara allt í lagi að vera einmanna stundum,þó mér finnist alltaf jafn leiðinlegt þegar Lalli er í burtu :(Við erum svo miklar klessur.

Á meðan Lalli er í burtu,hangir karlmaður utan á húsinu mínu...nebbla málarinn ...já, það er verið að mála slotið.Þið piparjónkur!kíkið endilega í kaffi og skoðið gripinn,því ég veit að hann er piparjón,hann verður líka örugglega ógó ríkur þegar hann er búinn ;)

Jæja best að hætta núna og fara að negla fyrir allt með gleri...ég er sko þvílíkt þjófahrædd sonna "ein"heima,hamarinn gæti ég svo haft á náttborðinu,bara sonna just in case.


Sniff,sniff...

Það er splúnkuný lykt af Dagskránni!

Krullaðir strumpar.

Þegar ég var að koma úr búðinni í dag og keyrði austur Engjaveginn,sá ég að á móti mér stefndi skrúðganga.Þetta var tónlistaskólinn á leið í nýtt húsnæði.Þar sem marseringin var stödd við húsið mitt,ákvað ég að fara Seljaveg-Mánaveg- Sigtún...ég stoppaði aðeins á Engjavegshorninu og horfði á móttökurnar,lít til hliðar og sé konu með 2 stráka labba á undan mér(á móti göngunni).

Þennan bakhluta kannaðist ég heldur betur við,mikið krullað hár í allar áttir og húfa sem stóð uppúr flóðinu.Ég skaut hausnum útum gluggann og æpti með svona Mr. Bean rödd:Hæ strumpur! :) Hún leit við og horfði á mig með undrunarsvip...þetta var allt önnur kona!!!"úpps...fyrirgefðu...ég hélt þú værir Guðfinna"aulaði ég útúr mér,vá hvað ég varð samlituð bílnum ,RÚSTrauð!

Ooohhh ég hefði átt að stútera botninn á henni betur ,eða bara göngulagið!kommon það hefur enginn sama göngulag og krullan mín.

Ég bara vona að þessi lögreglumannsfrú sem varð fyrir þessu andlega ofbeldi,fyrirgefi mér.

Og Krulla mín sjáðu bara hvað ég sakna þín :(


Asskakið...fljúgandi diskur.

Ég er komin með botox í efri vörina.Við JKL vorum að kasta plastdisk á milli í morgun og æfa okkur að grípa þegar diskurinn flaug af þvílíku afli í smettið á mér.Mamman fékk tvö göt á vörina,með tilheyrandi blóði og bólgum,JKL fór alveg í kerfi knúsaði bara mömmu sína í kaf og sagði "asskakið"um 30 sinnum.Nú er ég eins og sílikonprinsessa eftir misheppnaða aðgerð!

 

Við HGÞ áttum í viðræðum í gær,eitt sem þar kom fram:

Helga: mamma fær maður ný númer,ef það er klippt af bílnum?

Ég: nei,nei.

Helga: hvað þá gert?

Ég: þau eru bara geymd á löggustöðinni,og svo sækir þú þau.

Helga: En þau eru ónýt.

Ég: nei þau eru skrúfuð af Helga mín.

Helga: Óóóóó...haha ókey.

barnslegt gullkorn frá minni annars gáfuðu 17 ára dóttur :)


Hann býr í Kopavoji

Ís-prinsessan meikar það í x-factor

http://www.youtube.com/watch?v=H5n9iFD3ICU


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

31 dagur til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband