Færsluflokkur: Bloggar
6.10.2006 | 23:48
Smákríli sem gleðja...
Þetta krútt kom fyrst í heimsókn og við lásum og sungum,ég held að hún sé að fatta að ég er besta frænka;).Þarna er hún að chilla eftir allt fjörið.
Hún er ekkert smá yndisleg með fallegu augun sín,ég rannsakaði hárið á henni(þetta nýjasta)og ég lofa að éta lifur ef hún verður ekki ljóshærð!
Takk fyrir komuna skottan mín og þú líka auvita Jóhanna!
Næstur var hann Magni litli,ægilega sætur 7 vikna hnoðri sem Helga Skúla og Addi voru að fá sér.Hann kannaði húsið,lagðist svo niður og steinsofnaði á meðan ég gaf Helgu nokkur tips um hvolpauppeldi.
Takk fyrir komuna Helga og Magni.
Bloggar | Breytt 8.10.2006 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.10.2006 | 00:09
Nýjar myndir ...
...loksins komnar á heimasíðu Júlíu Katrínar,a.t.h. ágúst og sept albúm eru ný ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.9.2006 | 23:29
Vín og vitleysingar
Var að horfa á 40 ára afmæli sjónvarpsins,það var skemmtileg upprifjun.Sáuð þið Heiðu í Unun!hún var með Strútshreiður undir höndunum og var ekkert að fela það *ojjjojjoj*
Nú er ég að bíða eftir Nýdönsk og sinfó sem er á miðnætti,heyrði eitt lag með þeim í fyrra,sem hönkurinn á ljótu skónum söng,man bara ekkert hvað það heitir,reyni að komast að því á eftir og tilkynni það.Það er næstum því besta lag í heimi...ég hef heyrt það 2svar og veit ekki hvað það heitir :S.
TYLKYNNING!
Það heitir s.s. SÖKUDÓLGUR ÓSKAST sko lagið...namm hvað það er flott!
Vill einhver skír'út hvað er að gerast ,hvað er að eiga sér stað...lalalala...
Það er brunalykt úti!
Við Lalli drukkum áðan hvítvínið í tilefni þess að Glámur og Skrámur birtust á skjánum hann fékk það í afmælisgjöf fyrir rúmum mánuði frá Rauðholti,og var alveg að renna út,það var bragðgott"Rosemount estate"rosa passlega sætt með smá smjörbraði,lyngi,kanil og anis...haha ég kann ekkert svona.
Nú ætla ég að horfa á Engla alheims,þegar kleppararnir panta sér mat á Grillinu...snilldin eina :)Óli:Fyfyrst ég veverð næsti foforseti mmá ég þá bara eeeki fá bíbílinn núnúna?
Bloggar | Breytt 1.10.2006 kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.9.2006 | 16:11
Júlía Katrín og Dakkdakk(MAX)
Skelli hér inn einni týpískri af Júlíu Katrínu og Max,hann er alltaf svo góður við hana og þorir ekkert að hreyfa sig hvað sem hún gerir,hann er líka "litli bróðir" hennar,verður 15 mán. á fimmtudaginn,en hún verður 3 ára 17 okt.Henni finnst mjög gaman að toga í skottið hans,þá horfir hann bara á okkur og bíður eftir því að við segjum henni að hætta.Hann á það nú samt til að stela mat úr hendinni hennar.Þau verða örugglega bestu vinir þegar þau verða eldri ;)
Nú erum við JKL að bíða eftir Karíusi og Baktusi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.9.2006 | 01:06
Paradísin mín...
Sveitin ,sveitin ,sveitin...púfff,ég er farin að þrá það að fara í bústað með kakó og kleinur,hjúfra mig með teppi og bók og hlusta á þögnina.Ég á svo æðislegar minningar úr sveitinni,þær eru ennþá eitthvað svo ljóslifandi.
Ég man eftir hafragrautnum hennar ömmu,þegar ég fór með restina í hænsnakofann sem var inn af skúrnum.Einu sinni lokaðist ég inní kofanum og var þar drykklanga stund allavega það langa að ég var farin að hugsa um það að hænurnar myndu örugglega éta mig.Mér tókst að lokum að frelsa mig með því að toga í rafmagnssnúru sem lá undir hurðinni og við það opnaðist hún.
Ég man eftir bláa moskanum hans afa.
Ég man eftir lítilli kók og ilmandi eplum á jólunum,jólaböllunum í félagsheimilinu og hvað það var góð lykt af jólanammipokanum frá sveinka.
Ég man þegar ég vaknaði í Haddaherbergi við stígvélahljóðið þegar afi var að hefja vinnudag kl.7. tveim tímum síðar vakti amma mig með vatnssopa úr vökvunarkönnunni.
Ég man þegar Hringur dó og var jarðaður bak við pökkunarhús,við barnabörnin fengum að skrifa á legsteininn hans stafina H R I N G U R.
Ég man þegar ég lenti í kríugargi þegar ég var rétt hjá Högnastöðum,Kata kom og bjargaði mér og við urðum bestu vinkonur.
Ég man þegar við Kata tvímenntum í réttirnar á Apollo og komum í fréttunum.
Ég man eftir öllum hornsílaveiðiferðunum með sigti og fötu,sílin voru annaðhvort alin á haframjöli eða soðin í hverunum.
Ég man þegar ég faldi mig undir vaskborðinu,þegar Gaui vinnumaður var að pissa.
Ég man þegar Einar afi var jarðaður,ég þá 16 ára...hvað ég var rosalega sorgmædd,og fann mikið til með ömmu :(
Ég man hvað það var gaman að keyra Zetorinn.
Ég man eftir vondu lyktinni þegar afi úðaði púrrulaukinn með kúahlandi,og góðu lyktinni af dillinu.
Ég man eftir vermireitunum og að grisja gulræturnar,skera kál og tína tómata,pakka sellerýi og öllu hinu.
Ég man eftir endalausu grænmetisáti.
Ég man þegar ég þurfti að fara yfir ána,þá héldu afi eða Siggi á Hverabakka á mér yfir.
Ég man eftir því þegar afi fór alltaf með okkur í Mikkelsen í Hveragerði á Þollák og gaf okkur pening eða gjöf,eitt skiptið var ég veik,með hlaupabólu eða mislinga,þá kom hann með plötuna um "Litlu ljót"ég tók það frekar mikið nærri mér.
Ég man eftir gestaganginum í Garði,afi með gítarinn og ég með nefið í hurðargáttinni.
Ég man eftir öllu vinnufólkinu,sem var meiripart íslenskt,ferðunum í heita pottinn sem var eins og risastórt baðkar,var áður notað fyrir ostagerð.
Ég man þegar ég fór í bíó og labbaði heim með vasaljós í myrkrinu,mætti þá vinnumanni af næsta bæ,sem var helmingi stærri en ég...mér brá rosalega!
Ég man hvað sveitin mín var falleg,allt svo vel hirt og snyrtilegt...ekki lengur :(
Jæja...nú er ég búin að svífa yfir svæðið í 1/2 tíma að tína upp minningarnar,en þær eru sko miklu fleiri.Það er rosalega gaman að rifja þetta upp,ég átti svo frábæra æsku í sveitinni og amma og afi voru alltaf svo góð við mig(amma er það nú enn sko)
Þó engin nenni að lesa þetta er þetta nú samt það skemmtilegasta sem ég hef sett í dritgerð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.9.2006 | 00:08
Toppmamma!
Fréttablaðið, 24. September 2006 04:45
Móðir lét taka bíl af syninum
Móðir nokkur tók afar ábyrga afstöðu gagnvart glannalegum akstri sonar síns að mati lögreglunnar á Húsavík. Sonurinn var tekinn á 160 kílómetra hraða á fimmtudaginn í umdæmi lögreglunnar á Húsavík og verður sviptur ökuréttindum í kjölfarið.
Daginn eftir hringdi móðirin í lögregluna og bað hana að taka bílinn, sem er skráður á hennar nafn, af syni hennar. Þakkaði hún lögreglunni fyrir og sagðist styðja það heilshugar að sonurinn verði sviptur ökuréttindum.
Vonandi feta fleiri foreldrar í þessari aðstöðu,í hennar fótspor(FFFF)
Flautum á fantana!(FFFF)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2006 | 00:00
Surf & turf
Þá er þessi helgi að renna út.
Byrjaði reyndar á fimmtudagskvöld með því að fara með 4 bekkjasystrum í sveitabúðina Sóleyju og svo á Rauða í naut+humar+heita súkkulaðiköku :P *sleeef*,við ákváðum það eftir að vera svona skemmtilegar í bekkjanefndinni 2003 að hittast reglulega,mjög hressar stelpur.
Á föstudagskvöldið hittumst við svo 10 stelpur sem erum saman í rauðvínsklúbb,rugluðum til kl. 2 heima hjá Önnu og fórum svo í PAKK!húsið,það er nú ljóta búllan!
Gærdagurinn fór svo aðallega í Ibufenát,vegna.......hávaða í PAKK!húsinu?erþaggi?Horfði reyndar á geimverur reyna að yfirtaka jörðina,en vitið hvað? þeim tókst það ekki.Ótrúlega ófyrirsjáanlegur endir*not!*EinarÖrn:Til hamingju með afmælið!Benni og Finola:Til hamingju með giftinguna you Irish people;)
Í dag fórum við svo í sveitina og náðum í dót í Leynigarði sem má ekki frjósa.Við ætlum að gefa þessum nefndum allavega ár í viðbót,til að gefa okkur grænt ljós.Komum svo við á grænmetispallinum góða á Melum og keypum okkur fullt af grænmeti.Bjó svo til blómkálsgratín í kveldmat,uppáhaldið hans Lalla.
Ég hef svo séð það í fréttunum um helgina að ýmsir hafa notað helgina í hraðakstur s.s. stofnað lífum okkar og þeirra sem við þekkjum mjög vel ,ekki svo vel og ekkert, í hættu,sem er alveg furðulegt...er ekki verið að safna undirskriftum?*KALDHÆÐNI* he**í*is rugl.(sorry mamma)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.9.2006 | 23:10
Árborgarar...
...Flottir í nýjum búningum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.9.2006 | 23:18
Lömbin þagna.
Ég verð alltaf gríðarlega sorgmædd þegar ég sé lambaflutningabílana,keyra í gegnum bæinn á þessum árstíma.
Stútfullur bíll af litlum sætum lömbum,sem troða sínum ósviðnu kjömmum á milli rimla tengivagnsins í sinni hinstu ferð,draga þau íslenska haustloftið ofan í litlu lungun sín,og nálgast endastöðina óðfluga.Hvað hugsa litlu greyin þegar þau fara yfir Ölfusárbrú?-kannski-"vá ...þetta er ekki eins erfitt og hjá geitunum þremur,þær þurftu að eiga við risann,nú komumst við í grasið græna handann brúarinnar án þess að hafa neitt fyrir því ...gimmí fæf"
Þessar litlu gærur sem okkar ungviði fékk að kyssa og strjúka í vor,áður en þau voru send til fjalla í fitun eins og Hans og Gréta forðum.
Ohhh...ég held ég hafi kjötsúpu á morgun:Þ
Og á meðan ég man...hver er ykkar uppáhalds lambaréttur?
Sá í gærkvöld þátt um 40 ára sögu sjónvarpsins...
...þar voru sýndir bútar úr gömlum barnaleikritum...
...af hverju sýnir sjónvarpið ekki Karíus og Baktus,Hálsaskóginn og Kardimommubæinn á 5 ára fresti?þarna voru líka fleiri verk sem gaman væri að sjá,JKL var dolfallin yfir þessu þó að í smábútum væri(ég líka).
Hafið það gott lömbin mín ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2006 | 22:47
Afsakið hlé
Hleðslutækið ónýtt,þannig að ég er á síðustu mínútum í tölvunni í bili,nýtt tæki í panti frá úklöndum(kannski fæ ég Helgu tölvu ef ég bið fallega)hennar tæki passar ekki í okkar ...bless í bili lestarkrúttin mín :*
p.s. Notið nú tækifærið og skrifið í gestabókina,þið sem kíkið reglulega ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar