26.10.2007 | 15:41
Fyrir Gumma Kalla:
26.10.2007 | 00:17
Myndir dagsins:
25.10.2007 | 01:03
Námskeiðskvöld 2.
Nú var farið í ýmsar brellur og tækni í sambandi við myndatökuna sjálfa og líka farið yfir nánari stillingar á hverri vél. Enduðum svo á að fara í studíoið hans Pálma og spreyta okkur í portret-tökum. Svo skemmtilega vildi til að Hjalti minn fyrrverandi tengdasonur bauð sig fram eftir mikið suð í kellunum sem módel...afbragðsmódel get ég sagt, Siv Friðleifs þurfti að víkja sæti fyrir honum . ATH þessar eru alveg óunnar,ekkert crop eða þannig ...beint úr kúnni.
Ég tjúnnaði hann upp með þessum hatti.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2007 | 00:18
Ljósmyndaranámskeiðið hafið...
...fyrsta kvöld af þremur var í gær. Fer svo á morgun og hinn.
Þetta er mjög lærdómsríkt námskeið, allavega lærði ég helling í gær. Hann fór inná allar helstu stillingar á vélinni sem ég kunni náttl. ekkert á enda með vikugamla vél. Svo rauk ég auðvitað beint út eftir hádegi að taka myndir...æfa mig .
Við Hellisskóg, þarna tek ég á sem minnstum hraða
til að fá mýkt í vatnsfallið án þrífóts.
Brúsi frændi, held að ég hafi
gleymt að setja hann aftur á sinn stað
Lalla fannst þetta undarlegir tómatar .
Þreyttar hjólbörur .
Í gróðurhúsinu í R9.
Þessir pósuðu svo flott .
Og hvað er þetta? .
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
19.10.2007 | 00:14
Prag já...
...var frábær!
Ofsalega falleg borg með stórbrotnum byggingum í öllum stílum. Fórum í göngutúr með Pavel í 3 tíma og hann sagði okkur allt og sýndi. Sumar byggingarnar voru með holur eftir byssukúlur(púður). Við skoðuðum gamla bæinn, hluta af þeim nýja, gyðingahverfið þar sem eitt húsið er með feigum bekk...það er, enginn má setjast í hann nema hann óski sér dauða innan árs. Við settumst ekki! Þessi ganga var ótrúleg og algjör hálsrígur!
Ég mæli sko með þessari borg hún er sú fallegasta sem ég hef séð...og maturinn allgjört slef!.
Nú stikla ég á STÓRU um ferðina...annars er það eiginlega"what goes on in Prag stay´s in Prag":
Ég fékk kúlu á hausinn í Keflavík.
Flugvélin lenti mjöööög harkalega á Tékklandinu.
Simmi rak sig í glugga og datt út um hann.
Það var hlegið.
Ég tók Chaplin hopp út úr búðunum.
Pavel lét mig borða 1kg. af djúpsteiktum osti.
Það var grenjað úr hlátri.
Strákarnir(4)drukku 28 bjóra+gin á meðan við Vigdís villtumst í mollinu.
Lalli rataði útum allt.
Og allir eltu hann.
Í Prag var mikið af ófríðu fólki.
Og mjög lítið af lituðu fólki.
Við borðuðum í helli.
Lalli fór með okkur Vigdísi eitt kvöldið í rómantíska 4 tíma siglingu upp og niður Moldá.
Á meðan var Simmi heima með steinsmugu.
Þegar við komum í bátinn fylltumst við skelfingu...eins og sardínur í dós.
Reyndum að kasta okkur útbirgðis.
En áin var of gróðursæl.
Maturinn var óætt buffet...við fengum okkur bara ostasneiðar á 1 disk þrjú saman.
En þar var til gin og tonic.
Í stuttan tíma.
Lalli kallaði okkur "first and second wife"
Það var hlegið.
Svo hittum við Simma kúk og fórum út að borða.
"Við erum vinkonur jahá."
Við fórum of langann rúnt í Metro.
Ég kenndi þjóni að segja... ljótt.... mamma.
Við fórum rúnt í hestvagni.
Orri sótti okkur á flugvélinni sinni og kom okkur til rétts lands...Takk Orri!
Nú þarf ég að fara að sofa!
Lalli reyndi að ná Simma upp.
Vigdís Lalli Simmi Siggi Kristinn Helga og Eva.
Lítill krúttkastali, vantaði bara skvísuna með löngu fléttuna útí glugga.
Hestvagninn okkar og ekillinn bak við þessa rauðu.
Útsýnið á Moldánni.
Lalli and second wife uppá dekki.
Gellur á Resturant BAROCK.
Veitingastaðurinn í hellinum.
Þarna er Vigdís búin að vigta töskurnar og komast að því að hún á 5 kg laus...hún rauk út úr flugstöðinni í búðirnar um miðja nótt af því fluginu seinkaði um 1 klst......NEI
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar