16.10.2007 | 23:48
Núna eru akkúrat 4 ár...
...síðan við Lalli fórum á sjúkrahúsið að koma Júlíu Katrínu í heiminn.
Þetta gerðum við líka þegar Ívar fæddist, ég fór alveg verkjalaus á spítalann sem var frekar skrítið. Að setja börnin í pössun af því maður ætlar að eiga barn næsta sólarhringinn. Komum svo við á ESSO og keyptum appelsín og nammi eins og við værum að fara að horfa á video...
...en, við vorum komnar 16 daga framyfir og gangsetning það eina í stöðunni, við lögðum okkur þar yfir nóttina, klukkan 8.00 fékk ég fyrstu hríðir og hún fæddist 9.19, 15 merkur og 53 cm. heilbrigð, hraust og gullfalleg og ekki skemmdi fyrir þreyttri mömmunni að sjá á undan öllum að hún var stúlka...ást við fyrstu sýn. Mér finnst frábært að hafa aldrei vitað kynið á krökkunum í bumbunni og líka að hafa aldrei þurft verkjalyf, æðislegt að vera með fulla fimm frá fyrstu kynnum.
Hér koma fimm myndir teknar af henni kringum afmælin hennar.
8 tíma gömul með Pabba og Ívari Bjarka á sjúkrahúsinu.
Eins árs + 2 vikna í myndatöku.
Tveggja ára hjálparhella.
Þriggja ára í Leynigarði.
Afmælisstelpan
4 ára lestrarhestur sem kemur sér vel fyrir hvar sem er með bók.
Til hamingju með 4 ára afmælið elsku Júlía Katrín, dagurinn verður þinn!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.10.2007 | 17:50
Farin til Prag...
...verið stillt á meðan .
7.10.2007 | 22:17
Fórum...
...í Leynigarð í dag og tókum aðeins til úti, svona fyrir vetur tiltekt. Þar á meðal pökkuðum við saman trampólíninu. Lékum okkur líka á því og í fótbolta í góða veðrinu.
Ívar Bjarki á kantinum.
Júlía Katrín að hoppa.
Lalli og Max í fótbolta.
Max bíður eftir boltanum.
Sáum þennan furðufugl inni í Hveramýri sem breiddi úr vængjunum til að fela sig fyrir okkur.
Þekkir einhver tegundina?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.10.2007 | 23:37
Gestir og gæsir...
Dagurinn er búinn að vera ánægjulegur, byrjaði á að fá Brynju í morgunkaffi, svo komu Bára og Hilmar í vöfflukaffi, svo kom Ragna og svo Simmi, Vigdís, Þorsteinn Már og Þoka. Enduðum svo í Þrastarlundi með þeim síðastnefndu í kvöldverði.(ekki lesa öll þessi SVO!)
Lalli vildi endilega fara í Leynigarð seinnipartinn og vera yfir nótt, ég sagði honum að ég nennti ekki að hanga þar ein af því hann yrði sofnaður kl. 22.00. Það stóð heima hann lyggur sofandi hér við hliðina á mér...sofnaði klukkan 22.00 nákvæmlega! Hann fór reyndar í gæsapartý kl. 5 í morgun og er því ekki manns gaman að loknum löngum degi.
Helga Guðrún er í bústað í Úthlíð ásamt Túttunum sínum og fleiri táfílum...held að þau séu 12-14 stk. þess má vænta að náttúruhljóðin aukist allavega um nokkur desibil í sveitinni, veit að það átti að vígja nýja túttu með tilfæringum og tilheyrandi prófum, þrautum og ógeðsdrykkjum.
Nú fer að líða að Prag ferðinni förum með JKL til ömmu Báru á miðvikudagskvöld og gistum á hóteli í Kef.
Fljúgum út kl 8 á fimmt. morgun og komum heim um kl. 4 á mánudagsmorgni.
Nú ætla ég að halda áfram að láta mér leiðast...ekkert í sjónvarpinu...btw...náði síðustu mínútunum af Laugardagslögunum...djö....var Ragnhildur Steinunn í flottum galla!.
...Ég ætla að hringja í Helgu...
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.10.2007 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2007 | 15:29
Takk fyrir góðar kveðjur í gær elsku dritvinir:)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar