22.8.2007 | 00:37
Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssand'og hvergi skjól að fá...
...það er yfirgefinn bíll út'í vegakant'o hvergi hræðu neinsstaðar að sjáááá....
Frábær dagur á enda, var alveg að fíla rigningarskömmina í tætlur þó ég hafi ákveðið í gær að fara í berjamó í dag. Hugsaði bara að í næsta þurrk verður rykið búið að skolast af berjunum og þau orðin sætari, stærri og safaríkari, þá fer ég!
Í gær byrjaði ég að lesa Leyndarmálið, jahérnameginn þó ég sé ekki komin langt með hana þá er þetta stórmerkileg bók sem ég trúi að eigi eftir að hafa áhrif á hugsanir mínar, ég er meira að segja byrjuð að spyrja mig þrisvar á dag"hvernig líður mér?".
Þið sem ekki hafa lesið hana getið fengið hana lánaða hjá mér þegar ég er búin...með því skilyrði að skila strax að lestri loknum. Það er í lagi að koma þessari tilkynningu á framfæri af því ég er búin að læsa síðunni, aðeins fáir útvaldir vinir.
Skólasetning hjá krökkunum á morgun Ívar Bjarki að fara í 7.bekk og Helga Guðrún að hefja sitt þriðja ár í framhaldsskóla, vá hvað þetta líður hratt. Júlía Katrín fer í 1. bekk þarnæsta haust.
Helga Guðrún byrjuð á Subway, verður þar með skólanum.
Júlía Katrín komin á Ugludeild. Er að fíla það í ræmur að vera með eldri krökkunum, saknar samt besta vinar síns sem fór á Hulduheima eftir sumarfrí hans Arnars Daða. Hún heldur samt áfram að byðja Guð að passa hann eins og svo marga(Pál Óskar og jólasveinana)eftir faðirvorið.
Lalli litli kom heim frá Grænlandi í kvöld, er búin að vera þar frá því á föstudag. Ferðin heppnaðist í alla staði vel og hann kom heim með fullan poka af vacumpökkuðum hreindýrastórsteikum, vona að kjötið sé betra en hann kom með í fyrra, mér fannst það bara ekki bragðgott!
Minnti mig svolítið á hrefnukjötsógeðið sem við systkinin vorum stundum plötuð til að smakka...mamma sagði alltaf nautasteik!!!ég held að ég hafi aldrei borðað meir en þennan eina smakkbita í hvert skipti.
Elsku kallin minn kom líka hlaðinn gjöfum eins og vanalega þegar hann kemur að utan, ég vona að Greenpeace sé ekki á landinu, hann keypti æðislega sætan jakka úr selskinni og hálsmen með rostungstönn handa JKL, 2 hálsmen handa ÍBL annað með bjarnarkló og hitt með rostungstönn, hreindýraskinns pennaveski handa HGÞ og selskinnstösku og mjÚÚÚkan selabangsa handa mér
Hann var í bæ sem heitir ?Nassac? þar er bara ein búð sem selur svona túristadót og punktur!
Reyndar fékk hann að fara í fríhöfnina á Rvk.flugvelli og kaupa nammi og bjórkassa.
Velkominn heim ástin mín og til hamingju með afmælið í dag
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Fólk
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
Myndaalbúm
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með kallinn Og til hamingju með að vera byrjuð að lesa þessa stórmerkilegu bók sem mun breyta lífi þínu!
Josiha, 22.8.2007 kl. 00:58
Fékk hann ekki neitt? hann á þó afmælið. Til hamingju og kv. mamma.
Helga R. Einarsdóttir, 22.8.2007 kl. 15:33
Til hamingju með kallinn. Og ég verð að lesa þessa bók, sé talað um hana ALLSSTAÐAR!
Ninna (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 22:08
Ég vona það Lalla vegna að hann hafi ekki séð það sama og ég í Nassak.. það fyrsta sem ég sá var grænlendingur á stuttbuxum á 10 gira DBS hjóli.. það gjöreyðilagði mína ímynd á grænlendingnum í íshúsinu í hreindýra jakkanum og selskinnsskónum. Bölvaður bömmer það verð ég að segja.. En.. Vonandi smakkast Rúdolf vel..þ.e hreindýrið.. og til hamingju með daginn Lalli.. þú lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en ....uuu ...i samanburði við jólaveinana og grýlu ...ertu ungur kallinn..
Erla Björg og Vilberg (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.