26.5.2007 | 23:52
Hvað eru margar kartöflur í þessu driti?
Fékk áminningu frá móður minni um álkulega flugfreyju á síðunni...færum hana niður.
Nú í dag gerðist sitt hvað áhugavert.
Ég fór í Bónus, Ríkið, Húsasmiðjuna og ENNEINN,
svo fórum í Leynigarð.
Lalli og Geiri kláruðu að setja niður þakjárnið,
ég tók límmiða af 130 grindverksspítum og er byrjuð að bera á þær fúavörn,
ég setti niður jarðepli bak við Leynigarð,
foreldrar mínir settu niður kartöflur.
Ég sá Tinnu og Tóta raka sinu í Miðgarði, Ellý var líka þar.
Erla og Vilberg + baun kíktu við eftir sína kartöfluniðursetningu,
Ívar og Hilmar fóru í Flúðalaug,
Amma kíkti,
og Haddi,
Júlía Katrín heimsótti ömmu og afa í Gamlagarði,
ég sá Ödda og Hrönn,
Örn og Marit litu við.
Max var óþekkur í dag og reyndi að taka upp jarðeplin sem ég setti niður,
Júlía Katrín fékk nýtt teppi handa Siggu (dúkku) hjá ömmu Helgu,
Haddi setti skúrinn sinn fyrir framan byrgið klukkan 18.35,
ég grillaði svínakótilettur, hamborgara, kjúkling og kartöflur handa 6 einstaklingum,
meðlætið var kartöflusalat, kartöflustrá og sósa. Drykkjarföng samanstóðu af Eglis appelsíni(hæ Jóhanna), pepsí Max og Lite léttöli.
tjaldsvæðið á Flúðum var smekkfullt af felli-og hjólhýsum.
Við Júlía Katrín fórum á fjórhjólið, Max óþekki kom með og fékk sér sundsprett og sprett þvert yfir kartöflugarð foreldra minna.
Við komum heim klukkan 20.30 þreytt og sæl eftir notalegan dag í Mýrinni.
Helga Guðrún fór á Sauðárkrók í gærkvöldi með Katrínu að hitta Sunnu sem var að eignast lítinn gaur, þær komu aftur heim í kvöld og eru farnar á "djammið"
Góða Nótt ZZZZzzzz
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Myndaalbúm
332 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Gugga Ég þóttist ekki sjá þetta, hehe. Ég var sko rosa dugleg í dag. Fór í útskriftarveislu og drakk bara vatn! Pældu í því! Þetta er ekkert mál. Þegar mig langar geðveikt mikið í ískalt og svalandi appelsín, þá hugsa ég bara um heitt appelsín. Og þegar maður er búinn að drekka alltof mikið af því og tennurnar allar í sykurleðju. Þá langar mig bara ekkert í appelsín! Þetta virkar. Ahh ég er svo dugleg
En Max fyndinn að grafa upp jarðeplin. Ætli hann sé svona óþolinmóður að geta ekki beðið til síðsumars? Hehehe.
Love jú hon
Josiha, 27.5.2007 kl. 00:17
Hahaha þetta var líka goslaust og heitt appelsín...næstumþví ...
Þú ert sko ógó dugleg .
Max er EKKI fyndinn!
lov jú 2 .
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 27.5.2007 kl. 00:22
Já, ætlaði bara að kvitta fyrir komuna
Gott að þið áttuð góða helgi!
Ninna (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 20:31
Til hamingju með byggingaleyfið. LOKSINS! Þá fer Bubbi bara að byggja.
Ragna Björk (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 23:27
Ég var hér - en ekki þar...
GK, 30.5.2007 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.