5.5.2007 | 01:04
Ætla að safna...
...gullkornum frá JKL hér,þau hrannast upp í tonnatali þessa dagana.
Í morgun hringdi síminn,ég bað Júlíu Katrínu að svara þar sem ég var með fullt fang af þvotti að raða í Helgu skáp(nema hvað)...hún svaraði og ég heyrði hana segja : "nei hún er sofandi inní Helgu skáp" ég hljóp auðvitað af stað, greip tólið eins og get er í boðhlaupsskiptingum áður en hún skellti á,þetta var meðtengill úr bekknum hans Ívars Bjarka .
Í kvöld sátum við öll að snæðingi nema fyrirvinnan og gæddum okkur á kjúlla, ég fer að spyrja Helgu hvort vinkona hennar sem er að koma úr námi að utan eftir nokkrar vikur hafi enn áhuga á gæjanum sem hún skildi við áður en hún fór fyrir ári,
Helga svaraði því:"ojj nei heldur þú að hún sé þroskaheft?!" Þá byrjar minnsta undrið að syngja ofurfallega : ég er þroskaheft, ég er þroskaheft...ég er þroskaheft...os.frv. Ég bað Helgu vinsamlega að gæta orða sinna í framtíðinni!
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha - SNILLD! Hún er svo mikið yndi
Josiha, 5.5.2007 kl. 11:19
Hahahaha þetta eru svo miklir snillingar sem þú átt
Þau eru svo yndisleg á þessum aldri og eru farin að éta ALLT upp eftir manni.
Verðum nú að láta skotturnar okkar hittast, kanski maður stefni á 3 tilraun til að koma í heimsókn næst þegar ég kíki í sveitina
Aðalheiður M Steindórsdóttir, 7.5.2007 kl. 12:36
Ég sagði það líka hjá GKS. Ég held að þið skrifið ekki nýja færslu fyrr en ég er búin að líta á og kvitta fyrir þá síðustu. það er góð hugmynd að skrifa upp spakmælin hennar Jílíu, ég vildi að ég hefði haft rænu á því. Gaman að sjá Millí í fjölskyldunni.kv.
Helga R. Einarsdóttir, 8.5.2007 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.