Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Yfirlit og yfirheyrsla...

Sit hér á L.kveldi og á með eldri dóttur minni "vellukkaða leiðindastund" eins og presturinn sagði.

Við Ívar Bjarki fórum og horfðum á flugeldana hans Kjartans áðan, það var tilkomumikið.

 Í dag fórum við Lalli með litla barnið á mótorhjólasýningu og í Landbúnaðarbíó, tókum ömmuna áður með í Tryggvaskála þar sem amman keypti fjóra tombólumiða handa JKL til styrktar Björgunarsveitinni, JKL fékk fjögur tréskilti eða "trédrasl" eins og hún kallaði það. Styrkveitingin yljaði samt ömmunni um hjartarætur.

 Nú er Lalli litli á Players að hitta fólkið sem hann umgekkst fyrir tuttugu árum á Hlíðardalsskóla, hann ætlar að sofa úr sér í Sæluhlíð og mæta svo ferskur með mér í kaffihlaðborðið á morgun.

Nú bíð ég eftir jarðskjálfta eða innbrotsþjóf, það gerist alltaf eitthvað skrítið þagar Lallinn er ekki heima.

Svona til að drepa timann ætla ég að taka þetta nördapróf sem er á Tuttebra síðunni:

1. What's in the back seat of your car? Barnabílstóll og brauðmylsna

2. When was the last time you threw up? Spjótkastskeppnin  júní 1985

3. What's your favorite curse word? Halli á Hóli

4. Name one person who made you smile today? Júlívalga (júlíaívarhelga)

5. What were you doing at 8am this morning? dreymdi að ég væri fluga á formúlubraut.

6. What were you doing 30mins ago? opnaði Corona öl

7. If you could marry any celebrity today, who would it be? Mr.BEAN!

8. Ever been to a strip club? Hell je, einu sinni 1993 ala Vegas...vegan áskorunar.

9. What is the last thing you said out loud? Já, mjög flott.

10. What is the best ice cream flavor? lítill hvítur með jarðabejum og heitri karamellu sósu

11. What was the last thing you had to drink? Uhhh Corona

12. What are you wearing right now? Svört mangopeysa,gallabuxur,sokkar, inniskór, nærföt...mér er kalt.

13. Last food you ate? Kókosbolla.

14. Have you bought any new clothing items this week?Nei.

15. When was the last time you ran? Undan geitungi í gær...Helga hetja drap hann.

16. What was the last sporting event you watched? Íþróttafréttir á rúv... í kvöld ...óvart!

17. Last movie you saw? Sænska mynd í gær.

19. Do you like sushi..? Uuuuu já já ...verður að vera wasabe og soja með!

20. Do you have a tan?. Jamm smá Dove brúnkukrem.


21. Do you drink soda from a straw? Neibb of kellingalegt.

22. What did the last text you received say? Ha ha ha og broskall....frá Örnu í kveld.

23. Are you someone's best friend? Já...veit það!


24. Where's your mom right now? Sofandi vonandi hjá pabba mínum.

25. What color watch are you wearing? Wear ekki watch


26. What do you think of when you think of Australia? Ástralíunegrar

27. Ever been on a roller coaster? Nei og mun ekki!

28. What is your birthstone? Opal

29. Do you eat in a fast food restaurant or do you just hit the drive thru? sittlítið af hvoru,einstakasinnum.

30. Do you have a dog? Stekkjadals Max labbakút...

31. What does the first memory of your sister involve? "Systir" mín heitir Jóhanna ég tók fyrst eftir henni þegar hún var að labba á hótelplaninu á leið í vinnuna í verslunina MAÍ held ég...féll fyrir henni og eignaðist hana.

32. What's the biggest annoyance in your life right now? Ekkert!

33. Who was your last phone call? Helga af Subway:"viltu sjóða fyrir mig pasta, ég er að koma"

34. Are you allergic to anything? hveitiryki

35. What are your favorite pair of shoes you wear all the time? Svört stígvél og ecco inniskór

36. One thing you learned about life recently? Alltaf að læra í lífsins skóla.

37. Are you jealous of anyone? nei fullkomnlega sátt


38. Do you own an ipod? Já nota hann aldrei

39. Do you have any friends with children? Vildi að þessi spurning væri "no children"

40. What do you work as? Uppeldingur

41. Do you hate anyone? nei...það er vont að hata, ég vorkenni sumum...

42. How old will you be on your next birthday? ári yngri en 40Wizard

43. How did you get one of your scars? ég er bara með eitt ör á vinsti þumalfingri, rak mig í eldavélina hjá ömmu Ninnu þegar ég var lille...yngri!


Emil Vilbergsson...

...velkominn í heiminn elsku litli frændi, til hamingju Erla og VilliHeart


Dónar nr. 1,2,3,4,5,6 og sjö!!

Fór í stórinnkaup í dag í Bónus, þegar ég var komin í röðina að bíða eftir afgreiðslu voru tveir kassar í gangi og ca. 6 að bíða í hvorri röð. Kona sem ég þekki var sú sjötta í hinni röðinni með fulla körfu. Einn pólverji var fyrir framan hana með litla körfu og fljótlega ruddist annar slíkur framfyrir hana til hans með nokkrar vörur undir hendinni. Við litum á hvora aðra og ranghvolfdum augunum.Shocking

 Raðirnar siluðust áfram og þá allt í einu ruddist sá þriðji fram fyrir hana með fulla kerru af vörum, honum fannst bara ekkert að því! Konan sagði við hann "no,no you have to go back" en hann þóttist ekkert skilja. Hún reyndi að tjá sig eitthvað frekar(kurteisislega)...en nei hann þóttist ekki skilja NO einu sinni. Hún gafst upp og sagðist bara ekki nenna að standa í einhverju rugli.

Þvílík endemis frekja í þessu liði. Ég var á leiðinni út þegar hún var að byrja að setja vörur á borðið hún var orðin allt of sein að sækja á leikskólann. Skí****kk !!!

ALDREI skal ég fá mann frá Lagnaþjónustunni inn fyrir mínar dyr.


Ég er komin með vinnukonu...

...hún er náhvít og búttuð með eitt stór auga, það fer ekki mikið fyrir henni, og hún er gjörsamlega hljóðlaus! Þannig vil ég hafa vinnukonurnar á heimilinu, næg eru lætin í þeim sem eiga hér lögheimili að þessi bætist ekki við!

Fann hana á netinu og bað Lalla að sækja hana í gær. Lalli hringdi svo í mig og sagði að hún væri komin í skottið hjá MAX alsæl og ljómandi, síðan þá hefur hún verið í stanslausri vinnu, ég gef henni ekkert breik.

Hún tekur 7 kg. af þurrum þvotti!!!

Gamla vinnukonan gafst upp, hún höndlaði ekki misnotkunina frá 36 táfýlusokkum af tuðrufélaginu Árborg. Blessuð sé minning hennar.


Ljúft að vera ljóska

Ljóskan hringir í kærastann og segir: "Viltu vera svo vænn að koma hjálpa mér að púsla rosalega erfitt púsluspil, ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja ?"

Kærastinn spyr : Af hverju á myndin að vera?
Ljóskan: Miðað við myndina utan á kassanum þá á þetta að vera hani.

Kærastinn ákveður að fara að hjálpa henni með pússlið.

Þegar hann kemur hleypir hún honum inn og leiðir hann að borðinu þar sem hún hefur dreift úr öllum bitunum í pússlinu.

Hann skoðar bitana í smástund, lítur á kassann, snýr sér þá að henni og segir : "Í fyrsta lagi, alveg sama hvað við gerum, eigum við ekki eftir að geta sett bitana þannig saman að þeir muni á nokkurn hátt líkjast hana."

Hann tekur í hönd hennar og segir: "Í öðru lagi, vertu róleg, fáum okkur góðan tebolla og svo skulum við..." segir hann andvarpandi.......

 

(niður)

 

 

(niður)

 

 

(niður)

 

 

(niður)

 

 

(niður)












"..setja allt kornflexið í kassann aftur." Errm


Setning dagsins...

...Thank God for Vodafone...


Set hér inn öll 4 myndböndin af Júlíu Katrínu,þegar hún dáist af Palla...hún á krókódíl sem heitir eftir honum og biður Guð að passa hann í kvöldbænunum.

 

 

Get bara tekið stutt klipp í einu þannig að dramað er í 4 hlutum.

1.Þarna byrjar ballið, takið eftir aðdáunarsvipnum í byrjun InLove.

 

 

2.Úfin og nývöknuð dregur hún inn andann þegar hann fær hina örlagaríku ör í hjartað Heart

 

 

 

3.Syngur með...

 

 

4.Þá er að tjá sig um þessi ósköpCrying

 

Held að 1/2 fjölbrautarskólinn sé búin að sjá þetta Tounge

 

 

 


Heimavinnandi heimilistækja hryðjuverkakona...

...Það er ég já.

Búin að rústa,

einni uppþvottavél,

tveimur blöndurum,

og einni þvottavélWhistling,

á tveim vikum.


Wedding...

Fórum í gær í brúðkaup Frikka mágs og Brendu, þau voru gefin saman í Maríukirkju í Breiðholti sem er kirkja kaþólskra. Brenda var fermd á föstudaginn af því það fundust ekki pappírar um að hún væri fermd, við hringdum í hana eftir kirkju og óskuðum fermingarbarninu til hamingju með daginnLoL.

Athöfnin var mjög falleg og þægileg, mikið sungið við gítarspil og ýmsir siðir framkvæmdir sem maður hefur ekki áður séð. Presturinn amerískur og talaði óskiljanlega íslensku sem allir hlustuðu á með mikilli einbeitinguJoyful.

Eftir athöfn buðu þau til veislu í nýju íbúðinni sinni í Kópavogi, þau fluttu inn fyrir viku. Svo var boðið uppá þriggja rétta kræsingar-sjávarrétti-grillað lamb,naut,svín-og tertu,þetta var nammigott í alla staði og skemmtileg veisla.

Á morgun fara svo hin nýgiftu í 5 daga ferð til Sverge (ein) Til hamingju með giftinguna Frikki og Brenda og góða ferð.

 

Set hér nokkrar myndir sem ég tók...

 

063

Glæsileg brúðhjón

 

011

Þórkatla Ýr

 

070

Fjölskyldan.

 

134

Syngjandi brúður.

 

126

Ágústa Lallasys og Þórkatla Ýr.

 

144

Hallgerður María.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

247 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband