Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
16.10.2007 | 23:48
Núna eru akkúrat 4 ár...
...síðan við Lalli fórum á sjúkrahúsið að koma Júlíu Katrínu í heiminn.
Þetta gerðum við líka þegar Ívar fæddist, ég fór alveg verkjalaus á spítalann sem var frekar skrítið. Að setja börnin í pössun af því maður ætlar að eiga barn næsta sólarhringinn. Komum svo við á ESSO og keyptum appelsín og nammi eins og við værum að fara að horfa á video...
...en, við vorum komnar 16 daga framyfir og gangsetning það eina í stöðunni, við lögðum okkur þar yfir nóttina, klukkan 8.00 fékk ég fyrstu hríðir og hún fæddist 9.19, 15 merkur og 53 cm. heilbrigð, hraust og gullfalleg og ekki skemmdi fyrir þreyttri mömmunni að sjá á undan öllum að hún var stúlka...ást við fyrstu sýn. Mér finnst frábært að hafa aldrei vitað kynið á krökkunum í bumbunni og líka að hafa aldrei þurft verkjalyf, æðislegt að vera með fulla fimm frá fyrstu kynnum.
Hér koma fimm myndir teknar af henni kringum afmælin hennar.
8 tíma gömul með Pabba og Ívari Bjarka á sjúkrahúsinu.
Eins árs + 2 vikna í myndatöku.
Tveggja ára hjálparhella.
Þriggja ára í Leynigarði.
Afmælisstelpan
4 ára lestrarhestur sem kemur sér vel fyrir hvar sem er með bók.
Til hamingju með 4 ára afmælið elsku Júlía Katrín, dagurinn verður þinn!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.10.2007 | 17:50
Farin til Prag...
...verið stillt á meðan .
7.10.2007 | 22:17
Fórum...
...í Leynigarð í dag og tókum aðeins til úti, svona fyrir vetur tiltekt. Þar á meðal pökkuðum við saman trampólíninu. Lékum okkur líka á því og í fótbolta í góða veðrinu.
Ívar Bjarki á kantinum.
Júlía Katrín að hoppa.
Lalli og Max í fótbolta.
Max bíður eftir boltanum.
Sáum þennan furðufugl inni í Hveramýri sem breiddi úr vængjunum til að fela sig fyrir okkur.
Þekkir einhver tegundina?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.10.2007 | 23:37
Gestir og gæsir...
Dagurinn er búinn að vera ánægjulegur, byrjaði á að fá Brynju í morgunkaffi, svo komu Bára og Hilmar í vöfflukaffi, svo kom Ragna og svo Simmi, Vigdís, Þorsteinn Már og Þoka. Enduðum svo í Þrastarlundi með þeim síðastnefndu í kvöldverði.(ekki lesa öll þessi SVO!)
Lalli vildi endilega fara í Leynigarð seinnipartinn og vera yfir nótt, ég sagði honum að ég nennti ekki að hanga þar ein af því hann yrði sofnaður kl. 22.00. Það stóð heima hann lyggur sofandi hér við hliðina á mér...sofnaði klukkan 22.00 nákvæmlega! Hann fór reyndar í gæsapartý kl. 5 í morgun og er því ekki manns gaman að loknum löngum degi.
Helga Guðrún er í bústað í Úthlíð ásamt Túttunum sínum og fleiri táfílum...held að þau séu 12-14 stk. þess má vænta að náttúruhljóðin aukist allavega um nokkur desibil í sveitinni, veit að það átti að vígja nýja túttu með tilfæringum og tilheyrandi prófum, þrautum og ógeðsdrykkjum
.
Nú fer að líða að Prag ferðinni förum með JKL til ömmu Báru á miðvikudagskvöld og gistum á hóteli í Kef.
Fljúgum út kl 8 á fimmt. morgun og komum heim um kl. 4 á mánudagsmorgni.
Nú ætla ég að halda áfram að láta mér leiðast...ekkert í sjónvarpinu...btw...náði síðustu mínútunum af Laugardagslögunum...djö....var Ragnhildur Steinunn í flottum galla!.
...Ég ætla að hringja í Helgu...
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.10.2007 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2007 | 15:29
Takk fyrir góðar kveðjur í gær elsku dritvinir:)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.10.2007 | 22:15
Innlit
29.9.2007 | 15:16
Tillögur óskast...
Texti í sandblásna filmu í tvo eldhúsglugga.
xxxx xxx xxxx... xxxxx xxx xxxxx.?
ljóðlínur
forn íslenska
laglínur
sjeikspír
hávamál...
vottever
komaso...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
29.9.2007 | 00:19
Kemur ekki á óvart:
You are Sneakers! |
![]() You dress for the occasion - comfort comes first Your perfect guy? Someone who can keep up with you. You'll find him - but you might have to slow down to see him! |
28.9.2007 | 00:33
Eldhús lýtaaðgerð...
Búin að tæma, sparsla og pússa.
Málaði eldhúsgluggana í kvöld, fyrri umferð.
Seinni umferð e.h. á morgun.
Veggir málaðir annað kvöld, nýjar gardínur dúkar og pjatt...
+ vsk. skýrsla.
Hnerri laugardagskvöld.
Ég er mjög dökkhærð.
Kjötbollur og kál í kvöldmat.
Þarf að fara til Önnu Kr.
og Ásu Púlla.
Lalli talaði við Rarik í dag, þeir eiga í vandræðum með mannskap...
eiga von á mönnum að norðan í næstu viku og þá fer allt á fullt....
(About Secret garden)
Ég er komin í foreldrafélag Glaðheima.
Tími Jóhönnu Sigurðar er kominn.
Þoli ekki Jón Gnarrrrr í Næturvaktinni!
Ein góð af stóru stelpunni minni í lokin ...fallegust
Góða Helgi Dúllurnar MínarFaðmið Faðma...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.9.2007 | 22:24
Fyrst kór svo þvagprufa...hahaha
Fékk áðan nafnlausa hótun í sms-i um að blogga, sá hinn sami gefi sig fram núna!.
Lalli er á karlakórsæfingu, sinni fyrstu...já það er satt! Hann mætti í fyrra falli í raddprufu og þar sem hann var ekki sendur heim kl.átta hefur hann fengið grænt ljós á það að standa samsíða mínum raddfagra föður og þenja sig.
Um kl. 21.30 þegar ég var enn inni hjá JKL hringdi síminn. Ívar svaraði og það var beðið um Lalla, Ívar sagði að hann væri á æfingu en kæmi kl. 23.00 (kemur reyndar 22.30)...ennnn, maðurinn segir að hann sé Sýslumaðurinn og þetta sé símtal vegna gæsa á snúrunni bak við hús, en þar hanga 40 gæsir frá Lalla og Sverri sem þeir veiddu í gær. Kallinn fer að spyrja Ívar hvort pabbi hans sé með leyfi! Ívar segir honum bara að hringja seinna og spyrja hann. Löggan en með allar skrár um þá sem eru með skotvopna og veiðileyfi á þessu svæði. Ég bara trúi ekki að þetta hafi verið sýsli!Þetta hlýtur að hafa verið einhver vinur hans Lalla að grínast. Ég get eiginlega ekki beðið að sjá "misst calls" á símanum hans á eftir. Ef þetta var sýsli þá verð ég að vera viðstödd þegar hann talar við Lalla!!!OMG hvað það verður fróðlegt!
Annars er bara lítið að frétta, Lalli er að útbúa loksins herbergi fyrir mig inn af þvottahúsi fyrir föndrið mitt. Þá get ég dreift þar úr mér með málningu, þæfingu og þannig án þess að þurfa að bóna allt eftir mig.
Október verður frábær þá á ég afmæli, fer svo til Prag, svo á Júlía Katrín afmæli og endar svo með ljósmyndaranámskeiði, ví hvað ég hlakka til.
Lalli með aflann:
******Uppfært*******
Þetta var fíflið hann Frikki
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
248 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar