Svona gerum við er við þvoum okkar þvott...

  Ég trúi á Guð og að Hann hafi skapað heiminn, en ég trúi ekki á þann sem skapaði þvottavélina, hún er ekki vinkona strórra heimila sem eru að drukkna í allskonar efnisgerðum...tromlan þarf að vera 3x stærri! 

 Ég hefði samt ekki boðið í það sem amma mín gerði, að þvo þvottinn úti við hver með þvottabretti, þá væri ég þar allann sólarhringinn í tjaldi og börnin mín myndu þjást af næringarskorti og einmannaleik.

 

 

Þvotturinn á þessu heimili tekur aldrei enda , stundum langar mig að henda öllum fötunum útí heitapott og láta hann svamla þar í sólarhring ásamt Ariel ultra ...leyfa naríum og táfýlusokkum að synda baksund og bringu í sátt og samlyndi í góða veðrinu. Strengja svo línu milli 4hjólanna og hengja allann þvottinn þar á milli .  Keyra svo um bæinn ... Lalli og ég hlið við hlið hjólandi um bæinn,verst að það þyrfti að vera km. á milli hjólanna og við að spjalla saman í g.s.m. vegna þvottarmagns. Ekki væri hægt að þurrka í Stokkseyrarfjörunni, þá þyrfti annað hjólið að vera 12 sjómílur frá landi þannig að snúran héldist strekkt...sokkarnir myndu bara fyllast af sandi og flóm. 

Stundum fær Helga hreinan þvott í herbergið, ef það er í miklu magni læt ég hana brjóta saman annars geng ég frá því í skápinn, hann er oftast kominn aftur í körfuna x 4 þarnæsta dag. Hér er til of mikið af fötum. Júlía Katrín á 34 nærur og 24 pör af sokkum, helling af buxum og peysum...mér ferst að versla svona mikið í útlöndum.

Góði Guð gefðu mér ráð Blush.

Þetta er nú bara svona bullpæling hjá mér í miðri þvottaönnTounge.

Við Helga Guðrún fórum á Dekkjalagerinn að láta umfelga Flugu í dag, þá gerðist svona "had to be there" atvik:

 Helga er að keyra uppá lyftuna en fer það hægt að hún spólar fyrir neðan og upp lyftuna á framhjóladrifnu Flugunni,þegar hún er loksins komin upp tekur hún snarpa hægri beygju og er nærri dottinn út af lyftunni, ég og dekkjakallinn stóðum sveitt og horfðum á þessa snilldartakta...yndislegustInLove 

Sunnlenska var að koma inn um lúguna og Max sótti blaðið fyrir mig rosa duglegurKissing fékk harðfiskbita í verðlaun.


Ja..ef mig dreymir ekki tré þá ét ég hund...

Það hefur mikið gengið á í Hveramýri 2  (Leynigarði) um helgina og ekkert lát á því.  Við erum búin að saga helling af risatrjám og henda á haugana, grafa upp rætur, grafa niður lagnir og færa tré, sem sagt allt á fullu.  Inn á milli hamfaranna hef ég hoppað á nýja trampolíninu og það er ekki laust við það að einhverjir vöðvar hafi vaknað úr löngum dvala Pinch.

Í dag var 20° hiti á Flúðum (í forsælu!) sól og logn kl 3. æðislegt veður.

Gullkorn - Við Júlía Katrín fórum í Húsasmiðjuna í morgun,allt í einu hrópar Júlía: "mamma ! þarna er kallinn hans pabba" og framhjá okkur gekk Sverrir og heilsaði brosandi (hann hefur verið að vinna stundum hjá Lalla


Spá dagsins.

VOG 23. september - 22. október
Vinnufélagi þinn er leynilega skotinn í þér. Og það er ekki í fyrsta skipti sem þú átt aðdáenda. Farðu silkihönskum um þessa vitneskju, þroskuð ást er viðkvæm.
Guð hvað ég er spennt! Farin að leita mér að vinnu Wizard

Leikræn tjáning

null

 

Þetta litla undur sýndi í gær leikræn tilþrif ,tilkomin frá stóra bró. Sýningin hófst á því að reka magann örlítið harkalega í borðbrúnina, halda um magann í keng og segja aftur og aftur: ahhh...! pungurinn...!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

97 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 30193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband