3.5.2007 | 00:09
Svona gerum við er við þvoum okkar þvott...
Ég trúi á Guð og að Hann hafi skapað heiminn, en ég trúi ekki á þann sem skapaði þvottavélina, hún er ekki vinkona strórra heimila sem eru að drukkna í allskonar efnisgerðum...tromlan þarf að vera 3x stærri!
Ég hefði samt ekki boðið í það sem amma mín gerði, að þvo þvottinn úti við hver með þvottabretti, þá væri ég þar allann sólarhringinn í tjaldi og börnin mín myndu þjást af næringarskorti og einmannaleik.
Þvotturinn á þessu heimili tekur aldrei enda , stundum langar mig að henda öllum fötunum útí heitapott og láta hann svamla þar í sólarhring ásamt Ariel ultra ...leyfa naríum og táfýlusokkum að synda baksund og bringu í sátt og samlyndi í góða veðrinu. Strengja svo línu milli 4hjólanna og hengja allann þvottinn þar á milli . Keyra svo um bæinn ... Lalli og ég hlið við hlið hjólandi um bæinn,verst að það þyrfti að vera km. á milli hjólanna og við að spjalla saman í g.s.m. vegna þvottarmagns. Ekki væri hægt að þurrka í Stokkseyrarfjörunni, þá þyrfti annað hjólið að vera 12 sjómílur frá landi þannig að snúran héldist strekkt...sokkarnir myndu bara fyllast af sandi og flóm.
Stundum fær Helga hreinan þvott í herbergið, ef það er í miklu magni læt ég hana brjóta saman annars geng ég frá því í skápinn, hann er oftast kominn aftur í körfuna x 4 þarnæsta dag. Hér er til of mikið af fötum. Júlía Katrín á 34 nærur og 24 pör af sokkum, helling af buxum og peysum...mér ferst að versla svona mikið í útlöndum.
Góði Guð gefðu mér ráð .
Þetta er nú bara svona bullpæling hjá mér í miðri þvottaönn.
Við Helga Guðrún fórum á Dekkjalagerinn að láta umfelga Flugu í dag, þá gerðist svona "had to be there" atvik:
Helga er að keyra uppá lyftuna en fer það hægt að hún spólar fyrir neðan og upp lyftuna á framhjóladrifnu Flugunni,þegar hún er loksins komin upp tekur hún snarpa hægri beygju og er nærri dottinn út af lyftunni, ég og dekkjakallinn stóðum sveitt og horfðum á þessa snilldartakta...yndislegust
Sunnlenska var að koma inn um lúguna og Max sótti blaðið fyrir mig rosa duglegur fékk harðfiskbita í verðlaun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.5.2007 | 00:25
Ja..ef mig dreymir ekki tré þá ét ég hund...
Það hefur mikið gengið á í Hveramýri 2 (Leynigarði) um helgina og ekkert lát á því. Við erum búin að saga helling af risatrjám og henda á haugana, grafa upp rætur, grafa niður lagnir og færa tré, sem sagt allt á fullu. Inn á milli hamfaranna hef ég hoppað á nýja trampolíninu og það er ekki laust við það að einhverjir vöðvar hafi vaknað úr löngum dvala .
Í dag var 20° hiti á Flúðum (í forsælu!) sól og logn kl 3. æðislegt veður.
Gullkorn - Við Júlía Katrín fórum í Húsasmiðjuna í morgun,allt í einu hrópar Júlía: "mamma ! þarna er kallinn hans pabba" og framhjá okkur gekk Sverrir og heilsaði brosandi (hann hefur verið að vinna stundum hjá Lalla)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2007 | 23:42
"Hún lekur"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 16:14
Spá dagsins.
Vinnufélagi þinn er leynilega skotinn í þér. Og það er ekki í fyrsta skipti sem þú átt aðdáenda. Farðu silkihönskum um þessa vitneskju, þroskuð ást er viðkvæm.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2007 | 11:54
Leikræn tjáning
Þetta litla undur sýndi í gær leikræn tilþrif ,tilkomin frá stóra bró. Sýningin hófst á því að reka magann örlítið harkalega í borðbrúnina, halda um magann í keng og segja aftur og aftur: ahhh...! pungurinn...!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Myndaalbúm
97 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30193
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar