26.8.2007 | 22:52
Tarotlestur, ég er...
... The Empress
Beauty, happiness, pleasure, success, luxury, dissipation.
The Empress is associated with Venus, the feminine planet, so it represents, beauty, charm, pleasure, luxury, and delight. You may be good at home decorating, art or anything to do with making things beautiful.
The Empress is a creator, be it creation of life, of romance, of art or business. While the Magician is the primal spark, the idea made real, and the High Priestess is the one who gives the idea a form, the Empress is the womb where it gestates and grows till it is ready to be born. This is why her symbol is Venus, goddess of beautiful things as well as love. Even so, the Empress is more Demeter, goddess of abundance, then sensual Venus. She is the giver of Earthly gifts, yet at the same time, she can, in anger withhold, as Demeter did when her daughter, Persephone, was kidnapped. In fury and grief, she kept the Earth barren till her child was returned to her.
What Tarot Card are You?
Take the Test to Find Out.
22.8.2007 | 00:37
Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssand'og hvergi skjól að fá...
...það er yfirgefinn bíll út'í vegakant'o hvergi hræðu neinsstaðar að sjáááá....
Frábær dagur á enda, var alveg að fíla rigningarskömmina í tætlur þó ég hafi ákveðið í gær að fara í berjamó í dag. Hugsaði bara að í næsta þurrk verður rykið búið að skolast af berjunum og þau orðin sætari, stærri og safaríkari, þá fer ég!
Í gær byrjaði ég að lesa Leyndarmálið, jahérnameginn þó ég sé ekki komin langt með hana þá er þetta stórmerkileg bók sem ég trúi að eigi eftir að hafa áhrif á hugsanir mínar, ég er meira að segja byrjuð að spyrja mig þrisvar á dag"hvernig líður mér?".
Þið sem ekki hafa lesið hana getið fengið hana lánaða hjá mér þegar ég er búin...með því skilyrði að skila strax að lestri loknum. Það er í lagi að koma þessari tilkynningu á framfæri af því ég er búin að læsa síðunni, aðeins fáir útvaldir vinir.
Skólasetning hjá krökkunum á morgun Ívar Bjarki að fara í 7.bekk og Helga Guðrún að hefja sitt þriðja ár í framhaldsskóla, vá hvað þetta líður hratt. Júlía Katrín fer í 1. bekk þarnæsta haust.
Helga Guðrún byrjuð á Subway, verður þar með skólanum.
Júlía Katrín komin á Ugludeild. Er að fíla það í ræmur að vera með eldri krökkunum, saknar samt besta vinar síns sem fór á Hulduheima eftir sumarfrí hans Arnars Daða. Hún heldur samt áfram að byðja Guð að passa hann eins og svo marga(Pál Óskar og jólasveinana)eftir faðirvorið.
Lalli litli kom heim frá Grænlandi í kvöld, er búin að vera þar frá því á föstudag. Ferðin heppnaðist í alla staði vel og hann kom heim með fullan poka af vacumpökkuðum hreindýrastórsteikum, vona að kjötið sé betra en hann kom með í fyrra, mér fannst það bara ekki bragðgott!
Minnti mig svolítið á hrefnukjötsógeðið sem við systkinin vorum stundum plötuð til að smakka...mamma sagði alltaf nautasteik!!!ég held að ég hafi aldrei borðað meir en þennan eina smakkbita í hvert skipti
.
Elsku kallin minn kom líka hlaðinn gjöfum eins og vanalega þegar hann kemur að utan, ég vona að Greenpeace sé ekki á landinu, hann keypti æðislega sætan jakka úr selskinni og hálsmen með rostungstönn handa JKL, 2 hálsmen handa ÍBL annað með bjarnarkló og hitt með rostungstönn, hreindýraskinns pennaveski handa HGÞ og selskinnstösku og mjÚÚÚkan selabangsa handa mér
Hann var í bæ sem heitir ?Nassac? þar er bara ein búð sem selur svona túristadót og punktur!
Reyndar fékk hann að fara í fríhöfnina á Rvk.flugvelli og kaupa nammi og bjórkassa.
Velkominn heim ástin mín og til hamingju með afmælið í dag
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.8.2007 | 23:23
sTeikTiR fUgLaR
Fékk mér nýja steikarpönnu í dag sem er ekki frásögu færandi nema...
Með henni fylgdu nákvæmar leiðbeiningar um meðferð pönnunnar sem ég fór ítarlega yfir til að halda pönnunni í toppstandi í áratugi:
Pannan þolir 204° í ofni en mælt er með því að taka hana úr ofninum í þar til gerðum ofnhönskum....daaaa.
Til öryggis, haldið fuglum frá eldhúsinu, viðbrögð fugla eru sérstaklega óútreiknanleg fyrir hita í ýmsum eldhústækjum, þar á meðal hita frá öfga ofhitnaðri viðloðunnarfrírri pönnu....daaaa.
Ekki var tekið fram hvort um dauða eða lifandi fugla ræðir.
Langar í kalkún!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2007 | 00:30
Besta söngkona í heimi:
Erykah Badu og Stephen Marley góð saman, sé að ég verð að krúsa á YouTube some more!
Þessi fallega listakona á alltaf sitt pláss í diskamagasíninu í bílnum.
http://www.youtube.com/watch?v=MoXHQFCxKvs&mode=related&search=
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.8.2007 | 23:28
Dulmagnað ágústkvöld við bakka Ölfusár:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Erlent
- Ísraelar vara ESB við
- Trump pirraður: Þú ert að skaða Ástralíu
- Reyndi að slá met en var handtekinn í Rússlandi
- Páfinn fordæmir framferði Ísraela
- Þúsundir munu fá lyf sem dregur úr kynhvöt
- Við drógum börnin út í pörtum
- Breytt stefna hjá Dönum: Kaupa langdræg vopn
- Segir að eitrað hafi verið fyrir Navalní
- Hafa hæft yfir 150 skotmörk á tveimur dögum
- Rauð viðvörun á Tenerife
Fólk
- Á von á fjórða barninu á sjö árum
- Andrés prins og Sara Ferguson saman við útför Katrínar
- Skilin þremur árum eftir framhjáhaldshneykslið
- Þrefaldur Íslandsfrumflutningur
- 12 barna faðir opnar sig
- Saoirse Ronan orðin móðir
- Kalla eftir upplýsingum um verk eftir Ísleif
- Redford: Fimm af þeim vinsælustu
- Þekktur tónlistarframleiðandi fannst látinn
- Leikarinn Robert Redford látinn
Íþróttir
- Sigraði með besta stökki ársins
- Keflavík - Njarðvík kl. 16.45, bein lýsing
- Frábær endurkoma KA í Evrópudeildinni
- Ágúst hættur með Leikni
- Myndskeið: Allir svekktir í Kópavogi
- Bestur í 22. umferðinni
- Glæsilegur árangur Gunnlaugs í Bandaríkjunum
- Myndskeið: Skagamenn fóru af botninum
- Hættir í fótbolta þrítugur
- Myndskeið: Stjörnumenn skína skært
Myndaalbúm
98 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar