Þrettándinn þrotinn.

Í kvöld komu Sæluhlíðarbúar í mat til okkar,lambalæri og purusteik Tounge.

 

jan 07 005

 

 Í eftirmat var slegist um afgangs-puruna sem fylgdi 6 kílóum af kjöti

 

jan 07 015

Svo ultu allir út í snjóinn og nokkrar tertur voru sprengdarGrin.

Á þrettándabrennunni var mikið af fólki og öðrum kynjaverum,Júlía Katrín og Þorsteinn Már kvöddu jólasveinana og hún knúsaði meira að segja einn bless.En þegar Hurðaskellir tók hana í fangið og sagði"nú kemur þú með mér heim"brast mín í grát,hún veit nefnilega alveg hvað bíður þeirra heima.Ég sagði svo við hana að hann væri bara skotinn í henni,hún væri allt of góð fyrir þessa fjölskylduHalo.

Mér þótti sveinarnir frekar mjóir þetta árið,vonandi bíður þeirra fitun í fjöllunum.Aumingja Stekkjastaur átti líka virkilega erfitt um gang.

Næst á dagskrá er að kassa jólin,fúlt þegar jólasnjórinn er loksins kominnFrown.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Rosalega lúkkar þetta vel hjá þér. Nammi namm!  Þú kannt sko að halda matarboð Gugga!
Gott að Hurðaskellir rændi ekki Júlíu. Skil vel að hún hafi verið hrædd litla skinnið. Knúsaðu hana frá mér. Knúsaðu svo sjálfa þig frá mér

Josiha, 7.1.2007 kl. 01:06

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Takk fyrir það Jóhanna mín,þetta bragðaðist líka þannig að ég stend enn á blístri.

Það er hætt við því að sveinarnir hefðu bara komið tólf niður af fjalli næstu jól hefði hann rænt henni!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 7.1.2007 kl. 01:16

3 Smámynd: GK

Var Þvörusleikir mjór?

GK, 7.1.2007 kl. 01:20

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hér var gúllassúpa og nóg af henni, þarf ekki að elda fyrr en einhverntíman eftir helgi. Ég held að þvörusleikir hafi alltaf verið mjór, alla vega sá sem ég þekki. Er það eitthvað að breytast?

Helga R. Einarsdóttir, 7.1.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

335 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband