Jólasveinar einn og tólf.

 

Giljagaur var annar,

með gráa hausinn sinn.

Hann skreið ofan úr gili

og skaust í fjósið inn.

 

Hann faldi sig í básunum

og froðunni stal,

meðan fjósakonan átti

við fjósamanninn tal.

Þessi kall skildi eftir sig verksummerki í nótt,einhverjum til mikillar ánægju.

Við Júlía Katrín enduðum Faðir vorið á því í gærkvöldi að biðja Guð að passa að Giljagaur yrði ekki kalt

"Guðbjörg,ertu sofnuð?"heyrði ég kallað...ég sagði ekki orð.Þetta er minningin mín þegar ég sá jólasveininn í 1. sinn.Með annað augað opið sá ég kallinn lauma góðgæti í skóinn minn,hálffúl að hafa ekki svarað og komast að því hvernig hann liti raunverulega út.Hvernig stóð á því að lyktin af skógóðgætinu var alltaf svona sérstök?...jólasveinalykt.En eftir alltsaman stóð þessi jólasveinn sig mjög vel hvar svo sem hann náði sér í þessa sérstöku lyktWoundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir voru svo undarlegir sem heimsóttu mig, þeir virtust vera á samningi hjá pabba mínum, því þeir gáfu mér allir jólakveðjukort með mynd af sér og veistu hver teiknaði? Pabbi minn! Skrýtið??? Svo virtust þeir alltaf stela því sem ég fékk úr skápunum hjá mömmu! Ég ætla sko að heimsækja þig um jólin og lofaði Kollu að við myndum hittast!!! kannski drekka hvítvín saman;-)Knús og kyss!!

Halla (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 11:56

2 Smámynd: Josiha

Hvað varstu gömul þegar þú sást jóla í 1. sinn? Ég man ekki alveg hvað ég var gömul en ég man að ég sá kertasníkji fyrst. Og leit hann út alveg eins og Mæja systir!

Josiha, 15.12.2006 kl. 12:00

3 Smámynd: GK

Það var þægilegra að geyma skóinn í glugganum hjá mömmu og pabba því hann snýr út að götunni og þá myndu sveinarnir örugglega ekki missa af húsinu.

GK, 16.12.2006 kl. 23:51

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Á ekkert að biðja fyrir öðrum jólasveinum?

Helga R. Einarsdóttir, 19.12.2006 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

31 dagur til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband