4.11.2008 | 23:29
Til Helgu frá mömmu :)
Jæja elskan hér færðu feitt myndablogg um allt og ekki neitt...þar sem það eru bara 7 1/2+7 1/2 dagur þar til ég kem til þín í heimsókn;)
Max byrjar: Þessi er tekin kvöldið áður en Katla kom í myndatöku(var að prufa ljóskúnstir) sá það svo bara áðan að þetta er flott mynd af kjellinum.
Þá eru næstu myndir allar teknar í dag og kvöld, þessi er af jkl sem nennir ekki að módelast...hún er orðin húkt á super mario í game boy ... eins og þú sérð þá fékk hún göt í eyrun í dag, hún var rosalega dugleg...brá bara aðeins við fyrra skotið;) fékk svo að velja sé þessa fínu gullstjörnur:
Hér er önnur ...eyrun enn rauð:
Þá er það Helgu herbergi, alltaf svo hreint og fínt að það er fáránlegt! Frikki hefur nú reyndar gist þarna 4 sinnum á gæsakvöldum...
Þá er Ívars nýja herbergi næst...það virkar mikið stærra og bjartara en það var:
Þennan jólapóstpoka byrjaði ég á fyrir 2 árum ...nú er stefnan tekin að klára!
Gamla tölvudraslið er allt komið í geymslu eða á haugana...mikið betra svona;)
Já sæll...heldur þú ekki að guggan hafi farið og keypt sér saumavél í dag, þetta er eðalkerra segir Beggó...guggan þarf að vera vel græjuð í bútapestinni sem verður á hótel Hlíð um helgina...
Þarna er svo Lalli litli sem hefur minnkað um helming að sýna þér hvað fiðlan hennar jkl er píííínulítil, ég get nú samt spilað gulur rauður...og signir sól á hana:) Hann fær ekki að hafa bogann!!!
Ívar í kvöld kominn heim eftir að ganga í hús með fermingarbörnum(hjálparstarf kirkjunnar)ég var svo stolt af öllum þessum börnum sem gengu ...í hávaða roki og hellirigningu. Hann gekk með Gunnari Páli. Ein konan átti ekkert klink og spurði þá hvort þeir vildu bara ekki köttinn..haha.
JKL sofnuð í kvöld, vildi hafa mjúkan kodda til að meiða ekki götin nýju :)
Vesti sem Guggan prjónaði á 3 kvöldum í þarsíðustu viku! ójá ;)
Mynd sem jkl teiknaði þú getur prentað hana út...dreki prinsessa og kastali:
Þetta er matseðillinn hennar jkl þú getur talið niður til 20 nóv, svo sé ég þig þegar jkl er að borða hakk, spagh, salat og hvítlauksbr. hehe :)
Og að lokum myndin sem hangir á ísskápnum grænt útvarp, ísl fáninn, stjörnur og kallar :)
Hafðu það sem allra best Helga mín, ég hlakka til að koma og dúllast með þér.
p.s. vá ég þori varla að vista ...þetta væri víst til að þurrkast út eftir alla þessa vinnu ;)*krossum putta*
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Myndaalbúm
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ hvað max er sætur..
Ég tók strax eftir götunum hennar Júlíu
Vá hvað herberigið hans Ívars er flott, ég sé að hann hefur fengið græjurnar mínar lánaðar, passaðu að hann sprengi ekki hátalarana!
Pabbi bara búinn að horast helling! hvað er að gerast :O
Jei, önnur saumavél til að læra á haha ;D
Æðislegt vesti, núna geturu sko ekki svikist undan því að prjóna á mig peysu næsta sumar fyrst þú ert svona snögg að þessu!
Ég get ekki beðið eftir að þú komir.. Sakna ykkar allra svo hræðilega, og takk fyri þetta.. nú koma tár..
Elska ykkur :*
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:41
Vá, ég táraðist m.a.s... get varla ímyndað mér hvernig Helgu leið við að skoða þetta blogg... Sjæse, ég er svo væmin, haha...
Ekkert smá flott nýju götin hennar Júlíu, og jeminn eini hvað hann Ívar Bjarki er orðinn stóóór! Þetta gengur ekki!
Ég pant fá peysu líka!
Kossar á Selfossið...
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 01:02
*snökt*
Þetta var mega krúttlegt blogg.
Hló upphátt að þessu með köttinn!
Kiss&knús
Josiha, 5.11.2008 kl. 11:08
Gleymdi að segja að ég fékk heimþrá þegar ég las þetta blogg - samt er ég heima hjá mér!
Josiha, 5.11.2008 kl. 14:09
Eins gott að eiga góða saumavél þegar þarf að fara að suma öll föt á fjölskylduna. Ég verð þá líklega bara að nota mína ein?
Þetta var skemmtilegt. kv
Helga R. Einarsdóttir, 5.11.2008 kl. 17:03
ég skal nota þína líka ;D
ég vildi að ég gæti farið aftur í tímann *óskarsér*
:*
Helga Frumburður (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.