28.11.2006 | 23:42
Til hamingju með daginn Jóhanna:)
Aðalatriði dagsins er að hún Jóhanna mín er 24 í dag,við mamma fórum til hennar seinnipartinn og fengum skúffuköku,mjólk,fullt af frá Dýrleifu Nönnu og urr og gelt frá Dimmu,hún er svakalegur varðhundur.
Ég á mann í útlöndum sem veiddi 2 villisvín í dag,hann hitti það fyrra illa með þeim afleiðingum að það tók á sprett til hans í árásarhug...ca.100 kg stykki.Það var komið mjööög nálægt þegar Lalla tókst að hleypa af og fækka stofninum.Dýrið var á svo mikilli ferð að það rúllaði á girðingu bak við Lalla og stórskemmdi hana.Nú er minn maður kallaður RAMBÓ í hópnum.Pólski leiðbeinandinn hljóp í burtu þegar hann sá baconið nálgast...mikið gagn í honum.Svona uppákomu hefur íslenskur hópur aldrei upplifað.Síðasti veiðidagurinn er á morgun svo fara þeir til Gdansk og verða þar til laugardags.
Gullkorn-Þegar ég var búin að lesa fyrir JKL í kvöld var ég eitthvað að taka saman fötin inni hjá henni og hún að skoða bók.
JKL:Mamma mín viltu hætta að trufla mig, gakktu frá þvottinum frammi
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
332 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dásamlegt barn hún dóttir þín! Enda ekki langt að sækja það... gott að helv... svínið náði ekki Lalla;-) Og nú ætla ég líka að yfirgefa landið! Knús ljúfan mín! Eiginlega bara fullt af þeim;-)
Halla (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 07:36
Takk fyrir afmæliskveðjuna Gugga mín.
Hahaha...hún Júlía Katrín er nú meira krúttið. Það er naumast að hún er allt í einu orðin stór og sjálfstæð. Maður stækkar auðvitað helling þegar maður eignast sér herbergi
P.S. Það er enn til kaka
Josiha, 29.11.2006 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.