17.11.2006 | 14:20
Pirr !"#$%:(
Ég var að lesa blogg hjá góðri vinkonu minni sem þurfti að fara austur fyrir fjall og engu munaði að hún fengi bíl í andlitið sem kom á móti henni á hennar akrein.Hún þurfti að stoppa útí kanti,hringja í kærastann og brotnaði saman í símanum!
Úff ég fékk nú bara smá tár að lesa þetta,það er alveg hræðilegt hvað fólk getur verið kærulaust og óspart á sénsana sem geta breytt lífi fjölda fólks í einni svipan.Lalli fer þessa leið 2svar á dag og hefur gert sl. 15 ár, og er orðinn frekar sjóaður í svona sögum eins og hún var að segja...þetta gerist mjööög oft.Helmingurinn af bræðrum mínum ekur þessa leið líka daglega,þannig að mér er þetta mikið hjartans mál!Svona sögur þurfa að rata uppá borð hjá skilningslausum samgönguráðherra,sem heldur að allir séu glaðir og lífum þyrmt með göngum um öll fjöll.Þetta er auðvitað bara pjúra landsbyggðarpóliTÍK.Það þarf að ná atkvæðum frá þessum 10 á Ólafsfirði eða hvar í sveitinni sem þessi göng eru mokuð!Sveiattan!Ég er rosalega reið að tvöföldun sé ekki hafin...það er eiginlega ótrúlegt miðað við alla umferðina-sumarbústaðafólkið-sjúkrabílana-og alla þá sem vinna fyrir austan og í rvk. og keyra á milli.Hvað getum við gert til að mótmæla þessu á sem áhrifaríkastan hátt?? *púst* Hungurverkfall í tjaldi í garðinum hjá samgöngumálaráðherra?
Ojj... hvað ég er reið!
http://www.sudurlandsvegur.is/
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oh ég verð líka svo reið þegar ég heyri svona sögur!!! Það skiptir nefnilega oft engu máli þó að maður sjálfur keyri varlega - það eru alltaf einhverjir fávitar sem eru til í að leggja líf mans að veði með fávitaakstri!
Josiha, 17.11.2006 kl. 16:07
Ég á að heita skólasystir þessa dæmalausa ráðhrera. Hann kemur samt aldrei að hitta okkur, ég er viss um að hann þorir ekki að keyra austur fyrir fjall. Það endar með að við útskúfum honum úr hópnum.
Hann vantar algerlega bein í nefið. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 17.11.2006 kl. 23:13
Jóhanna-já það er of mikið af fávitum í umferðinni!
Mútta-hann fellur ekki í þann góða hóp!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.11.2006 kl. 23:30
það er bara alveg magnað að það sé ekki löngu byrjað á þessum framkvæmdum! Ég meina HALLÓ! þurfa ráðamenn að lenda í svona sjálfir til að eitthvað verði gert? Ég skal sko alveg taka þátt í mótmælaaðgerðum og garga hæst af öllum á svæðinu!
EN hinsvega hefði ég viljað sparka duglega í rassgatið á manninum sem setti mig í þessa hættu, hann vonandi skammast sín lengi og reynir þetta ekki á næstunni.
Ég þakka bara fyrir að ég var ekki með stelpuna í bílnum, þá hefði ég fengið endanlegt taugaáfall!
Millý (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.