1.11.2006 | 22:56
Watch out Copen...the glamourgirls are comming
Bara til að taka burt Sunnudags titil síðustu færslu,fel ég ykkur þetta verkefni sem þið getið glímt við til þriðjudags...vaaaandlega.
Ef þú ert að lesa þetta VERÐUR þú að kommenta,annars...já
Á meðan þið glímið við þetta ætla ég frá að hverfa til kóngsins Kaupmannahafnar ásamt góðri,óðri,fyndinni,skemmtilegri og fallegri vinkonu minni(vonandi lestu þetta ekki Vigdís)
Óskið mér lukku,þess óska ég ykkur.
Þetta er svona hlakkasvomikiðtildrit
Hilsen,Guðbjörg smörrebrödsdame på Islandsbrygge,med en öl.
Og hér kemur heimavinnan
1. Hvað kallarðu mig?
2. Hefurðu heyrt mig syngja, ef svo er hvernig hljómaði ég?
3. Hvað á ég eftir að vera að gera á týpísku laugardagskvöldi eftir tvö ár?
4. Þegar þú hugsar um mig, hvaða tvö lög dettur þér fyrst í hug?
5. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér einhverstaðar, myndirðu halda að ég væri á lausu eða föstu?
6. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug?
7. Hvernig sérðu mig fyrir þér í hljómsveit?
8. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig?
9. Hver er uppáhalds söngkonan/söngvarinn minn?
10. Hvaða lag minnir þig mikið á mig?
11. Hvaða ár gifti ég mig,hvað var ég gömul þá ?
12. Hversu vel telurðu þig þekkja mig?
13. Hvernig stráka fíla ég?
14. Hvað geri ég oftast þegar ég á frítíma?
15. Hvað er mest einkennandi við mig?
16. Hvaða búðir elska ég að fara í?
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er helga guðrún
1. Hvað kallarðu mig? mamma
2. Hefurðu heyrt mig syngja, ef svo er hvernig hljómaði ég? haha.. bara vögguvísur og þegar þú byrjar að semja eithvað fyrir júlíu.. það er bara fínt, hlæ oftast svo mikið að ég get ekki metið sönginn sem slíkann, skal gera það næst!
3. Hvað á ég eftir að vera að gera á týpísku laugardagskvöldi eftir tvö ár? horfa á fóstbræður með popp og bjór!
4. Þegar þú hugsar um mig, hvaða tvö lög dettur þér fyrst í hug? nagið okkar! funheitur með sálinni og dvel ég í draumahöll
5. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér einhverstaðar, myndirðu halda að ég væri á lausu eða föstu? föstu.. þú ert með svona gullhring sem bendir til þess...
6. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug? skólinn, bifreiðagjöld, júlía katrín, heimanám og ást!
7. Hvernig sérðu mig fyrir þér í hljómsveit? HAHAHAHHAHA klikkaði gítarleikarinn hahah
8. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig? núh staðlaða týpan... ljóska!
9. Hver er uppáhalds söngkonan/söngvarinn minn? Rod Stewart, James Blunt, Lauren Hill, Erica Badu
10. Hvaða lag minnir þig mikið á mig? Funheitur
11. Hvaða ár gifti ég mig,hvað var ég gömul þá ? 1996 þá varstu 28?(A)
12. Hversu vel telurðu þig þekkja mig? uh á skalanum 1-10 svona 9.5
13. Hvernig stráka fíla ég? stóra og sterka
14. Hvað geri ég oftast þegar ég á frítíma? býrð til svuntur, þrífur húsið og þæfir ull
15. Hvað er mest einkennandi við mig? uppbretta nefið og stóru augun
16. Hvaða búðir elska ég að fara í? HM, Bónus, Zara og Next
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 1.11.2006 kl. 23:04
1. Hvað kallarðu mig? Gugga
2. Hefurðu heyrt mig syngja, ef svo er hvernig hljómaði ég? Jámm - bara eins og Bítlarnir
3. Hvað á ég eftir að vera að gera á týpísku laugardagskvöldi eftir tvö ár? dans við hann lalla þinn vona ég- kannski borða smá popp líka
4. Þegar þú hugsar um mig, hvaða tvö lög dettur þér fyrst í hug? eitthvað Bítlalag og svo Love and Marriage úr Vífinu
5. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér einhverstaðar, myndirðu halda að ég væri á lausu eða föstu? Á pikkföstu - svona flott kona audda
6. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug? bullumrugl, bros, hlátur, göngutúr með Júlla og Lalla, gott kaffi
7. Hvernig sérðu mig fyrir þér í hljómsveit? sem aðalsöngkona í hjúkkubúning- svona metal-hjúkk
8. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig? Þú ert góð manneskja og húmoristi - værir það hvort sem þú værir kall eða kona
9. Hver er uppáhalds söngkonan/söngvarinn minn? Úps - Erykah Badu eða?
10. Hvaða lag minnir þig mikið á mig? hvaða bítlalag sem er minnir mig á þig- og svo ekta íslensk fönn með stuðmönnum (okkur finnst svo gaman þegar fólk er veikt)
11. Hvaða ár gifti ég mig,hvað var ég gömul þá ? já - það var sumarið 1996 í júlí minnir mig - þá varstu yngri
12. Hversu vel telurðu þig þekkja mig? skoh... eins vel og ég get og vona að ég fái alltaf að þekkja þig....það er mín ósk
13. Hvernig stráka fíla ég? stóra - sem þola raflost
14. Hvað geri ég oftast þegar ég á frítíma? ert góð- í bústaðnum- með börnunum og að búa til eitthvað fallegt
15. Hvað er mest einkennandi við mig? Þinn óborganlegi húmor og gleði sem smitar vel útfrá sér - svo ertu líka norn
16. Hvaða búðir elska ég að fara í? hmmm þær sem eru í London
KV. Gilitrutt
Gilitrutt (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 00:22
1. Hvað kallarðu mig? Guggu vinkonu
2. Hefurðu heyrt mig syngja, ef svo er hvernig hljómaði ég? Vel, það var á árshátíð!
3. Hvað á ég eftir að vera að gera á týpísku laugardagskvöldi eftir tvö ár? Kyssa Lalla og dansa tangó
4. Þegar þú hugsar um mig, hvaða tvö lög dettur þér fyrst í hug? Lagið sem við sungum þegar við sprengdum blörurnar,- I want to break free og líklega opnunarlagið úr Vífinu með Frank Sinatra af því þá urðum við vinkonur;-)
5. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér einhverstaðar, myndirðu halda að ég væri á lausu eða föstu? sko þú ert með hring og svo ertu svo sæt og yndisleg(það reyndardugar ekkert alltaf!)
6. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug? kaffikanna, rúsínur, bíllyklar, föndur og barnaleikföng
7. Hvernig sérðu mig fyrir þér í hljómsveit? sem væminn gítarleikara!
8. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig? þú ert hlý, yndisleg, húmoristi og frábær vinkona,- algjörlega í sérflokkinn dásamlegt fólk;-)
9. Hver er uppáhalds söngkonan/söngvarinn minn? amk ekki ég en kannski Guðfinna!
10. Hvaða lag minnir þig mikið á mig? opnunarlagið úr Vífinu
11. Hvaða ár gifti ég mig,hvað var ég gömul þá ?Þekkti þig ekki þá en las hér fyrir ofan að það hefði verið 96!
12. Hversu vel telurðu þig þekkja mig? Nokkuð vel og á eftir að kynnast þér betur sem betur fer!
13. Hvernig stráka fíla ég? Lalla!
14. Hvað geri ég oftast þegar ég á frítíma? ferð í útilegu, föndrar, bloggar, knúsar þá sem þú elskar og ert góð við allt og alla...
15. Hvað er mest einkennandi við mig? Húmor, hlýja, stór augu, ljóst hár og dásamleg nærvera
16. Hvaða búðir elska ég að fara í? Stelpubúðir eins og HM og Zara og svo barnafatabúðir
knús og skemmtu þér obbbboðslega vel í útlandinu og komdu heil heim! Luv u!
Halla (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 09:20
1. Hvað kallarðu mig? Guggu mágkonu
2. Hefurðu heyrt mig syngja, ef svo er hvernig hljómaði ég? Nei held ekki. En þú hljómar örugglega vel (hefur það í genunum ). Annars hefur þú sagt mér að þú sért laglaus, en ég kýs að trúa því ekki.
3. Hvað á ég eftir að vera að gera á týpísku laugardagskvöldi eftir tvö ár? Horfa á imbann eftir að hafa eldað einhvern aspasrétt
4. Þegar þú hugsar um mig, hvaða tvö lög dettur þér fyrst í hug? "Við erum tvær úr tungunum" og "Snjókorn falla...á allt á alla"
5. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér einhverstaðar, myndirðu halda að ég væri á lausu eða föstu? Á föstu! Harðgift!
6. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug? Aspas, pottaleppur, ísskápssegull, fjartsýring og púði!
7. Hvernig sérðu mig fyrir þér í hljómsveit? Sem bakrödd, hjá einhverju hot bandi eins og Rolling Stones!
8. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig? Góð stelpa með húmorinn í lagi! Mundi setja þig í hnakka flokkinn
9. Hver er uppáhalds söngkonan/söngvarinn minn? Rod Stewart og Hemmi Gunn!!
10. Hvaða lag minnir þig mikið á mig? Við erum tvær úr tungunum....og svo allt með Glámi og Skrámi...
11. Hvaða ár gifti ég mig,hvað var ég gömul þá ? Ég segi að þið endurnýjið heitin ykkar á næsta ári - 2007!
12. Hversu vel telurðu þig þekkja mig? Ágætlega bara...
13. Hvernig stráka fíla ég? LOÐNA! SVEITTA! STÓRA!
14. Hvað geri ég oftast þegar ég á frítíma? Kúkar og sippar!
15. Hvað er mest einkennandi við mig? Hárið! Og fæðingarbletturinn fyrir ofan munninn (beauty bletturinn!)
16. Hvaða búðir elska ég að fara í? IKEA! IKEA! IKEA! Og svo Ræstivörur!
SKEMMTU ÞÉR OSSA OSSA VEL Í DK! SAKNA ÞÍN STRAX ROSA MIKIÐ!
Josiha, 2.11.2006 kl. 22:31
1. Hvað kallarðu mig?
Guggu, G-Sys, Stubbinn.
2. Hefurðu heyrt mig syngja, ef svo er hvernig hljómaði ég?
Það hefur verið eitthvað óminnisstætt.
3. Hvað á ég eftir að vera að gera á týpísku laugardagskvöldi eftir tvö ár?
Passa fyrir mig.
4. Þegar þú hugsar um mig, hvaða tvö lög dettur þér fyrst í hug?
Ryksugan á fullu... & Prumpulagið...
5. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér einhverstaðar, myndirðu halda að ég væri á lausu eða föstu?
Örugglega pikkföstu. Þær fallegustu eru alltaf fráteknar.
6. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug?
Hvaða heimskuspurningar eru þetta? Trommusett, koddaver, kerra, steikarspaði og flíspeysa...
7. Hvernig sérðu mig fyrir þér í hljómsveit?
Er ekki að sjá það gerast. Meiri grúppía svona...
8. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig?
Þú ert litla stórasystir mín. Hef ekki meira up það að segja.
9. Hver er uppáhalds söngkonan/söngvarinn minn?
Fyrir utan mig þá er það líklega Bono eða Laddi.
10. Hvaða lag minnir þig mikið á mig?
Mér finnst gott að tyggja tygg-igg-úmmí...
11. Hvaða ár gifti ég mig,hvað var ég gömul þá?
Fyrstu helgina í júlí 1995??? Bara gisk. Þá ættirðu að vera 27 ára.
12. Hversu vel telurðu þig þekkja mig?
Gæti þekkt þig betur.
13. Hvernig stráka fíla ég?
Bangsastráka...
14. Hvað geri ég oftast þegar ég á frítíma?
Drekkur rauðvín og ferð handahlaup á milli þess sem þú föndrar í jeppaferðum.
15. Hvað er mest einkennandi við mig?
Hvað þú ert sláandi lík mér.
16. Hvaða búðir elska ég að fara í?
Tja, Bílabúð Benna og Ikea? Ég veit ekki...
GK, 2.11.2006 kl. 22:40
nei nei Gugga mín ég má ekkert vera að því að lesa þetta er að fara´til Köben. kv. Vigdís
Vigdís Hulda Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 16:22
Velkomin heim ljúfust! knús og meira knús
Halla (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 11:14
Er ekki kominn tími til að rifja upp hvernig á að skrifa á íslensku?
Kv. ammatutte.
ammatutte (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.