29.10.2006 | 22:40
Sunnudagur til Sælu-hlíðar
Við fórum að skoða nýja IKEA í dag.Flott búð skal ég segja og gott skipulag.Þar sem glösin á heimilinu voru orðin 30 og bara 2-3 af sömu gerð,keyptum við 44 glös í þremur gerðum og tíu grunna og tíu djúpa diska.Fengum okkur svo sænskar kjötbollur með sultutaui og komum svo við í Sæluhlíð í heimleiðinni.Eftir kaffi og meððí þar,fórum við heim að brjóta og bramla gamla leirtauið og glösin og þvo og koma því nýja fyrir,það var gaman.
Nú erum við búin að fá leyfi hjá Helgu að skipta um herbergi við Júlíu Katrínu,það er miklu hentugra að skipta,þá vekur Helga okkur síður með hurðarskell og hósta þegar hún kemur heim á nóttunni,og Júlía er nær okkur-ekki næstum því frammí stofu.Naflastrengurinn nær bara ekki þangað.En þar sem Júlíu herbergi er bara frímerki þarf stóra stelpan að rusla út heilmiklu í sínu og setja í geymslu.Það verður léttir
Nú eru sex dagar þar til ég fer til Köben með Vigdísi....vá hvað ég hlakka tilþetta verður æði-pæði ferð hjá okkur,held meira að segja að ég sé búin að heilaþvo hana nóg,til að fá sér tattoo.
Hetja dagsins:Helga mín sem keyrði eins og herforingi í vinnuna í Eden í hálkunni
Þarna er fallegi frumburðurinn á eins árs afmælinu að taka nokkur skref...krúttið!
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún er algjört krútt stelpurófan en á svo sem ekki langt að sækja það! Er hún ekki komin á nagladekk?
Ertu að fara til Köben, lukkan yfir þér,- það er sko heimsins ljúfasta borg! Njóttu þess í botn og grunn... við eigum eftir að fara saman í stelpnaferð e-n tímann;-) gætum heimsótt Kollu! knús ljúfan mín frá mér
Halla (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 15:06
Jú Halla mín,ún var negld í morgun;)
Ég kem frá köben daginn áður en þú ferð til N.Y. ...það verður sko frábært hjá okkur báðum.
Ekki væri nú leiðilegt að fara til Kollu einhvertímann : *
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 30.10.2006 kl. 19:18
Er eitthvað pláss fyrir Helgu í herberginu hennar Júlíu? Væri ekki nær að senda aumingja stúlkuna að heiman, eða á síldarvertíð í Mjóafirði?
Jæja, Helga er samt sæt einsárs, ekki held ég að Dýrleif verði ósvipuð henni. Það er eitthvað amk...
GK, 30.10.2006 kl. 23:15
Er þetta Millý þarna í bakgrunni?
GK, 30.10.2006 kl. 23:17
Æææjj hvað Helga Guðrún er góð! Ég hefði sko ekki tekið það í mál á hennar aldri að fara í MINNA herbergi. Júlía Katrín er rosa heppin að eiga svona góða stóra systur
Josiha, 31.10.2006 kl. 13:53
Og já rosa sæt mynd af Helgu Guðrúnu. Hún er reyndar ennþá rosa sæt
Josiha, 31.10.2006 kl. 13:55
Já Gummi,með mikilli draslfórnun ætti Helga að passa inn í JKL herbergi ég vilekki sendana strax að heiman,já þetta er Millý sem passaði hana 2 sumur;)
Takk Jóhanna,þetta er ægifögur snót;)
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 31.10.2006 kl. 14:35
Já, ég er stolt af Helgunni minni að skipta við Júlíu, ég var líka svona góð við Dagmar á sínum tíma, draslfórnaði alveg heilmikið og svona...
Og sæt mynd af snúllunni! :D
Ninna (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 18:38
Helga litla er ennþá snúlla...
GK, 31.10.2006 kl. 22:07
Helga er ekkert lítil, en hún er góð við systur sína. Það er nokkuð sem við mæðgurnar misstum af - að eiga systur. Ég hefði viljað eiga eina eins og Helgu, en þá hefði hún orðið að heita eitthvað annað.
Helga R. Einarsdóttir, 31.10.2006 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.