Snjór og kleinur

Það byrjaði að snjóa í gærkvöldi,um leið og ég sá það kallaði ég á MAX og við fórum út að pissa.Á meðan hann hitaði birkitréð,stóð ég,horfði upp og lét hundslappadrífuna bráðna framaní mér.

"Pissa meira"skipaði ég MAX þegar hann gerði sig líklegan að stinga mig af,og hann kreisti nokkra dropa á ljósastaurinn.

Svo gengum við Júlía Katrín á leikskólann eftir hádegið eins og vanalega,það var grenjandi rigning og slabb eftir því.

Hún gaf sér EXTRA langann tíma á göngunni,hoppaði í pollunum og slabbinu.Þegar við komum svo á leikskólann vorum við rennandi blautar,en hún var auðvitað í tilheyrandi hlífðarfatnaði frá toppi niður í tær.Leiksvæðið var gjörsamlega á floti í pollum,og börn með bros á vör.

Á heimleiðinni varð ég fyrir árás tveggja bíla undir stjórn bílstjóra,sem gerðu sér lítið fyrir og gáfu mér kaldar gusur á hægri hliðina,ég var bara ekki nógu snögg að snúa mér á vinstri hlið þegar seinni bíllinn kom.Ég var bara ekkert svakalega ofsalega reið,af því ég var svo blaut fyrir.Ákvað bara þarna á staðnum að taka þessari gjöf með brosi og gleðjast yfir svona óvæntum uppákomum...ekki bý ég í stríðshrjáðu landi eða við fátækt.

Þetta drit var um ekki neittÞögull sem gröfin

 Nýr liður:

Hetja dagsins:Setta nágranni minn var að koma með fullann poka af nýbökuðum kleinum,af því við máluðum smá hjá henni í sumarUllandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Flott "look". Eru kleinurnar ekki góðar? Ég er komin í frí!

kv.ammatutte.

Helga R. Einarsdóttir, 26.10.2006 kl. 19:47

2 Smámynd: Josiha

Heppin þú að fá kleinur *slef*

Josiha, 26.10.2006 kl. 23:59

3 identicon

Þetta er snilldartexti, feykilega skemmtileg lesning. Við erum allt of fá :)

Katrín Brynja Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 00:08

4 Smámynd: GK

Já, þetta er nú skemmtilegt...

Jóhanna, hættu að slefa...

GK, 27.10.2006 kl. 00:18

5 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Takk mamma,kleinurnar voru rosagóðar.

Já...Jóhanna,hættu að slefa:p

Alltaf gaman að fá hrós Katrín Brynja...takk.

Gummi litli,takk fyrir bannerinn,hann er rosa flottur.Farðu nú að þurrka upp slefið;)

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 27.10.2006 kl. 00:46

6 identicon

Hæ bara að minna á að það eru 8 dagar í shopping og julefrukost kv. Vigdís

Vigdís Hulda Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 15:40

7 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Úpps...Vigdís ég var búin að steingleyma því..hehe glætan:)

Við þurfum að spjalla fljótlega og finna okkur sterkbyggðann flutningabíl í kóngsins köben;P

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 27.10.2006 kl. 15:57

8 identicon

Namminamm.. mig langar í kleinur líka... en þær eru á bannlistanum...

Ninna (IP-tala skráð) 28.10.2006 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

31 dagur til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband