17.10.2006 | 15:38
3 ára í dag
Elsku hjartans litla sæta ljúfa góða krúslan mín er 3 ára í dag.Til hamingju með daginn elsku ljúfan mín.
Ég elska þetta orð "ljúfan" Halla notar það mikið og mér þykir svo vænt um Höllu;).
Nú er afmælisstelpan á leikskólanum,fær að gefa öllum ís og fær kórónu,svo sæki ég hana snemma.
Veisla verður svo haldin henni til heiðurs um helgina...p.s.Jóhanna:þú ræður...þú veist ;)
Þessi aldur er eins og allur aldur einstakur og frábær,gullkorn,spurningar og svör eru oft alveg óborganleg,núna þegar orðaforðinn og skilningur á hlutum er svo til kominn að mestu.
Þá þarf að spyrja og svara spurningum af miklum móð og ímyndunaraflið er á fullu.
Við Júlía Katrín eigum alltaf notalega stund tvær einar við morgunverðarborðið og þetta kom m.a. til tals í morgun:
Mamman: heldur þú að þú fáir afmælispakka?
Júlía Katrín:....uuuu...já jólasveinninn kemur með einn á morgun mamma mín ;)
Tveggja daga gömul
11 mánaða
Nýorðin 2 ára
Þessi er tekin fyrir viku
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Myndaalbúm
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ hún er svoooo sæt! Innilega til hamingju með sætu stelpuna þína :-)
P.S. Mér finnst hún eins og öllum myndunum, en auðvitað mis gömul/þorskuð :-) Segir manni það að börn breytast ekki mikið...það er ekki eins og þau fái bara nýtt "andlit" þegar þau verða t.d. 1 árs ;-)
Ef það var einhver vafi, þá var það ég sem hringdi í hana kl. 11 í morgun. Krúttið hún Júlía "Þú mátt koma í afmælið mitt". Ég spurði hana svo hvort afmælið væri um helgina "Nei ég á afmæli í dag". Svo sagði hún mér frá því að hún færi með ís á leikskólann sinn í dag. Algjört krútt! :-D
Josiha, 17.10.2006 kl. 16:22
Takk Jóhanna mín.
Jú,hún sagði mér að þú hefðir hringt;)
Hún átti góðan dag með vinum sínum á Glaðheimum.Hún ætlar að eiga afmæli á morgun líka.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.10.2006 kl. 16:47
Elsku fallega tilvonandi tengdadóttir mín
Algjör krúsikelling þegar ég talaði við hana í morgun bauð hún mér einmitt líka í afmælið en hafði samt orð á því að ég mætti EKKI koma í leikskólann.
Til hamingju afmæliskveðja Þorsteinn Már og Vigdís
Vigdís (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 17:13
ja hérna ,vissi ekki að mér væri þetta tamara en öðrum! Ég var alin upp við þetta og finnst skipta svo miklu máli að fólk viti þegar mér þykir vænt um það...og mér þykir sko líka vænt um þig ljúfan mín;-) Enn og aftur til hamingju með fallegu prinsessuna þína, sem er ekki bara falleg heldur líka skemmtileg og kotroskin. Auðvitað er það stór hluti af sætleikanum, hvað hún er upplitsdjörf og sjálfri sér nóg og það þýðir að hún er vel upp alin og veit hún er elskuð!!knús og kram úr norðrinu
Halla (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.