11.10.2006 | 23:35
Óbætur eða úrbætur...?
Best að láta undan þrýstingnum og skella einu inn fyrir helgina.Ég er bara alveg tóm og hef ekkert merkilegt á sveimi í heilabúinu núna.
Um helgina verður sefnan tekin í Sælingsdal ásamt 20-30 kjéllingum,það á að reyna að gera mig að bútafíkli.Þetta er s.s. ferð með bót.is,frá föstudegi-sunnudags.Við...(Vigdís,ég og Beggó)leggjum af stað föstudaginn 13 kl.fimmtánhundruð,með fullann bíl af snakki,nammi,gosi og smá hvítvíni (kannski)og eigum að vera mættar kl.nítjánhundruð í mat,um kvöldið verður svo byrjað að dópa...nei bóta! svo verður bótað og líklega blótað af minni hálfu allann laugardaginn,sko ...ég kann varla að stytta buxur.
Um kvöldið verður bótin lögð til hliðar og þá breggða allir undir sig brotna fætinum með mat,drykk og gríni,allavega við þrjár!Ég efast ekki um það að ég verð gerð að athlægi,vegna hrakfalla dagsins en ég lofa að bugast ei.Svo fer það alveg eftir ástandi okkar á sunnudegi hvað verður gert,það verður samt örugglega reynt að fara langleiðina heim.Á mánudeginum þygg ég örugglega áfallahjálp hjá vandamönnum
Helga Guðrún verður í bústað alla helgina með vinum sínum.Vertu stillt elskan þó ég sé utan þjónustusvæðis...
Þannig að Stóri Hafur verður "einn"heima með kiðlingana 2 og Maxann...það verður fjör hjá þeim.Það er alveg magnað að eldavélin er alltaf jafn hrein og ég skil við hana eftir svona helgar
en ég skil það alveg.
Ívar Bjarki spilar þrjá leiki í handbolta á föstudag og svo einhverja á sunnudag líka,þannig að þau verða meir og minna í RVK,ég er svo stolt af elsku stráknum mínum,hann er búin að æfa í mánuð og er að keppa í a-liði;)er að standa sig rosa vel sem hornamaður...loksins fann hann það sem hann hefur mjög mikinn áhuga á,finnst voða gaman að æfa handbolta...æææ ég vildi bara að ég gæti horft á krúttið mitt,en ég verð með þig í huga elskan.
Ein mynd í lokin...hér eru tvær af syrpumyndum af Júlíu Katrínu og Max,þarna er hún búin að vera að vesenast í honum dágóða stund,að setja á hann klút og gera hann sætann,hann stóð svona kyrr allann tímann,svo undirgefinn "stóru-systur" sinni.
Bless í bili krúttin mín ...Guggan sem verður í bótabetrunareinangrun um helgina;)
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman gaman! Skemmtið ykkur vel... öll
GK, 12.10.2006 kl. 00:24
Takk fyrir að blogga! :-)
Aðeins meiri krúttlegar myndir! :-)
Josiha, 12.10.2006 kl. 10:48
þú átt alla mína bótasamúð...ég myndi reyndar toppa þig í klaufagangi, ættir kannski að hafa mig með;-)Vona samt að þú berir höfuðið hátt og sprengir bara blöðrur ef þær eru með múður kellurnar! Hafðu með þér nokkrar til öryggis;-)
Dásamlegar myndir af JKL og Max, hann er aldeilis þolinmóður! Skemmtu þér vel í bútunum og til hamingju með handboltakappann!knús úr norðri til ykkar allra
Halla (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 12:42
Vonandi verður helgin góð hjá ykkur mæðgum, farið varlega í myrkrinu. Kv. mamma
Helga R. Einarsdóttir, 12.10.2006 kl. 22:52
Og líka Ívari í boltanum!
Helga R. Einarsdóttir, 12.10.2006 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.