22.12.2007 | 00:54
Áðan var...
...skemmtiþátturinn "með Loga í beinni". Meðal gesta voru Kolbrún Halldórsdóttir sem dásamaði aðfangadags kvöldmatinn sinn svo mikið að Logi hvítnaði upp. Steikin samanstóð af grænmetissulli innvafið í hvítkál með sveppasósu . Kolbrún varð hin argasta þegar Logi fór að grínast henni, hann spurði m.a. hvort grænmetisætur fengju ekki oftar vindverki en þeir sem ætu kjöt. Hún brást hin versta við og fór í fílu , enda ekki við öðru að búast af fílupúka.
Svo kom annar gestur, Pétur Jóhann... hann spurði hvort ekki væri hægt að minnka snjóflögurnar sem féllu á gestina í þættinum, þáttarstjórnendur brugðust við þessu með því að hella úr c.a. einum svörtum ruslapoka ofan úr lofti beint í fangið á kauða sem sat eins og engill, hvítur frá hvirfli til ilja og brosti sínu fegursta, hann varð snögglega blindur því gleraugun fylltust af snjó, þvoglumæltur spýtti hann útúr sér því sem kemur öllum í jólaskap. Þannig tók Pétur Jóhann við platínuplötu í beinni útsendingu...eins og snjókall.
Hér kemur svo pointið...hefði ekki verið skemmtilegra ef Kolbrún hefði fengið góssið? Jú, en hún er kona .
Mynd af Ölfusánni í dag:
Guð gefi ykkur gleðileg jól, kærleik og frið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:21 | Facebook
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 30125
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Töff mynd.
Ég sá einmitt brot úr þessum þætti og var mikið að spá afhverju frændi minn væri allur í snjó. Hélt að það væri kannski einhver sick húmor...
Josiha, 22.12.2007 kl. 01:57
Akkúrat! "Af því hún er kona". Pff segi ég nú bara, gæti skrifað heilan pistil um þetta en sleppi því í þetta sinn.
Gleðileg jól sömuleiðis og takk fyrir jólakortið!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 05:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.