Paradísin mín...

Sveitin ,sveitin ,sveitin...púfff,ég er farin að þrá það að fara í bústað með kakó og kleinur,hjúfra mig með teppi og bók og hlusta á þögnina.Ég á svo æðislegar minningar úr sveitinni,þær eru ennþá eitthvað svo ljóslifandi.

Ég man eftir hafragrautnum hennar ömmu,þegar ég fór með restina í hænsnakofann sem var inn af skúrnum.Einu sinni lokaðist ég inní kofanum og var þar drykklanga stund allavega það langa að ég var farin að hugsa um það að hænurnar myndu örugglega éta mig.Mér tókst að lokum að frelsa mig með því að toga í rafmagnssnúru sem lá undir hurðinni og við það opnaðist hún.

Ég man eftir bláa moskanum hans afa.

Ég man eftir lítilli kók og ilmandi eplum á jólunum,jólaböllunum í félagsheimilinu og hvað það var góð lykt af jólanammipokanum frá sveinka.

Ég man þegar ég vaknaði í Haddaherbergi við stígvélahljóðið þegar afi var að hefja vinnudag kl.7. tveim tímum síðar vakti amma mig með vatnssopa úr vökvunarkönnunni.

Ég man þegar Hringur dó og var jarðaður bak við pökkunarhús,við barnabörnin fengum að skrifa á legsteininn hans stafina H R I N G U R.

Ég man þegar ég lenti í kríugargi þegar ég var rétt hjá Högnastöðum,Kata kom og bjargaði mér og við urðum bestu vinkonur.

Ég man þegar við Kata tvímenntum í réttirnar á Apollo og komum í fréttunum.

Ég man eftir öllum hornsílaveiðiferðunum með sigti og fötu,sílin voru annaðhvort alin á haframjöli eða soðin í hverunum.

Ég man þegar ég faldi mig undir vaskborðinu,þegar Gaui vinnumaður var að pissa.

Ég man þegar Einar afi var jarðaður,ég þá 16 ára...hvað ég var rosalega sorgmædd,og fann mikið til með ömmu :(

Ég man hvað það var gaman að keyra Zetorinn.

Ég man eftir vondu lyktinni þegar afi úðaði púrrulaukinn með kúahlandi,og góðu lyktinni af dillinu.

Ég man eftir vermireitunum og að grisja gulræturnar,skera kál og tína tómata,pakka sellerýi og öllu hinu.

Ég man eftir endalausu grænmetisáti.

Ég man þegar ég þurfti að fara yfir ána,þá héldu afi eða Siggi á Hverabakka á mér yfir.

Ég man eftir því þegar afi fór alltaf með okkur í Mikkelsen í Hveragerði á Þollák og gaf okkur pening eða gjöf,eitt skiptið var ég veik,með hlaupabólu eða mislinga,þá kom hann með plötuna um "Litlu ljót"ég tók það frekar mikið nærri mér.

Ég man eftir gestaganginum í Garði,afi með gítarinn og ég með nefið í hurðargáttinni.

Ég man eftir öllu vinnufólkinu,sem var meiripart íslenskt,ferðunum í heita pottinn sem var eins og risastórt baðkar,var áður notað fyrir ostagerð.

Ég man þegar ég fór í bíó og labbaði heim með vasaljós í myrkrinu,mætti þá vinnumanni af næsta bæ,sem var helmingi stærri en ég...mér brá rosalega!

Ég man hvað sveitin mín var falleg,allt svo vel hirt og snyrtilegt...ekki lengur :(

Jæja...nú er ég búin að svífa yfir svæðið í 1/2 tíma að tína upp minningarnar,en þær eru sko miklu fleiri.Það er rosalega gaman að rifja þetta upp,ég átti svo frábæra æsku í sveitinni og amma og afi voru alltaf svo góð við mig(amma er það nú enn sko)

Þó engin nenni að lesa þetta er þetta nú samt það skemmtilegasta sem ég hef sett í dritgerð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég nennti sko að lesa, finnst dásamlegt að rifja upp hamingjudagana, þegar götóttir sokkar og hvort maður fengi nammi þegar mamma fór til Víkur, voru aðaláhyggjuefnin! Knús mín kæra þetta var fallegt blogg og mjög líkt þér! Hlakka til að hitta þig um helgina, dittó mér þykir líka rosalega vænt um þig;-)

Halla (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 08:02

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Takk elsku Halla mín ;)ég hlakka til að fá þig og sjá þig um helgina,ætla sko að kaupa eitthvað við þitt hæfi til að eiga í ískápnum og nammiskápnum(ekki ostaköku) :-*

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.9.2006 kl. 08:24

3 identicon

gaman að lesa þetta krútt

Krulla (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 08:47

4 identicon

Ég man eftir þessu öllu líka og þá getum við sagt að við séum fortíðar fíklar. Ég man líka eftir því að ég og Gummi Kalli stungum Einsa frænda af oftar en einu sinni. Ég man líka hvað grasið var hátt sem var bak við skjólbeltið beint fyrir utan eldhúsgluggan hjá ömmu, manst þú eftir því .. eða varstu orðin of stór til að týnast í því. Ég man líka eftir því að Siggi á Hverabakka bar okkur yfir ánna í stærstu Nokia stígvélum sem að ég veit um. Kanski voru þau bara númer 42 en vááá þau voru stór. Ég man líka eftir því hvað sætið bak við "bílstjórasætið " í zetornum var hart og járnið stakkst upp í afturendan á manni á leiðinni út í mýri. Ég man líka eftir útlenda peningnum sem að fannst þegar að það var verið að byggja "nýja" gróðurhúsið og hann var settur í steypuna vinstrameginn þegar að maður kom inn. Manstu eftir því hvað gulræturnar úr tobbugarði voru góðar þegar að maður skolaði þær úr dögginni af grasinu og lét svo gufuna úr hverunum "sjóða" þær smá.Manstu eftir því þegar að Kjói var lítill og amma vildi ekki að við værum að kjassa hann því að hann var svo þreyttur á okkur. Manstu líka eftir því hvað kongulærnar voru rooooosalega stórar sem að voru í bogahúsinu.. að mínu viti þá voru þær á stærð við fíla. Manstu eftir svarthvíta sjónvarpinu sem var í horninu á stofunni og afi hrofði á boltan í í sínum stól og þar mátti enginn koma á meðan að hann hofði á. Annars man ég eftir þessu öllu eins og þú ..kveðja Erla frænka. p.s manstu eftir því hvað það var alltaf gott veður.. fyrir utan þegar að áinn flæddi upp að húsinu í Garði þá var alltaf búið að vera "smá" rigning.

Erla og Vilberg (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 18:44

5 identicon

Ég man líka þegar þú settist niður uppí ás og grenjaðir hástöfum, þorðir hvorki upp eða niður. Þetta var svo hátt uppi, og það varð að bjarga þér heim.

ammatutte (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 19:51

6 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Já Erla ég man...ég held samt að þú sert að fara mannavillt á okkur Gumma, þetta með afa og boltann,þá fékk ég sko alltaf að koma inn til hans,nanínaníbúbú.Þið voruð náttl.8 árum yngri og mörg á sama aldri,ekkert skrítið að hann hafi leitað skjóls frá ykkur(ormarnir ykkar).Það var nú frekar ég sem var pirruð á kjánanum honum kjóa,því hann lét mig ekki í friði ;)held að ég hafi verið um 12 ára þegar hann kom.Mmmmmm...hverasoðnar Tobbugulrætur*SLEF*.

Mamma:þetta með ásinn,ég var örugglega 4 ára uppí miðju fjalli sem samsvarar Mount Everest í dag,viðskila við stóru strákana...ég hefði getað stórslasast þarna í klettunum!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.9.2006 kl. 22:57

7 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

PS...Erla: þú varst algjör megatútta í Innlit/útlit,nú get ég sagt öllum að ég hafi einu sinni komið til þín í "innlit"hihi...Mjög flott sem þið hafið verið að hamast í, til hamingju með það!(Ég beið alltaf eftir hláturskell frá þér ,hann kom,fullkomið!)

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.9.2006 kl. 23:01

8 Smámynd: Josiha

Ég nennti sko að lesa þetta! :-)

Skemmtileg lesning og ég sá þetta allt fyrir mér (sá þetta örugglega vitlaust fyrir mér en ég sá þetta samt fyrir mér ;-) ). Finnst ég þekki þig betur eftir þessa lesningu :-)

LOVE :-*

Josiha, 28.9.2006 kl. 23:10

9 identicon

æj mér fannst gaman að lesa þetta! þú ert ekkert mikið að segja sögur eins og já, þegar ég var ung þá blablabla.. svo að ég vissi ekki neitt af þessu nema amma var búin að segja mér með þegar þú festist uppí ás.. elska þig:*

helga hin fagra (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 23:14

10 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Jóhanna:Doldið fyndið að hleypa heiminum svona inn til sín,leifa öllum að lesa hugsanir manns,bókstaflega.Ekki beint það sem ég myndi tala um við eldhúsborðið,nema kannski eitt atriði eða upprifjun með æskusveitaferðafélaga.

Helga:það er einmitt svona dæmi sem ég vil fá frá foreldrum mínum.Haaalló...Rauðholt!er amman ekki að drita!

Þegar ég var ung...bla,bla er alltaf sama tuggan frá öllum foreldrum,"þegar ég var ung þá var nú bara engin tölva"o.s.fv.

love á ykkur líka :*

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.9.2006 kl. 23:23

11 Smámynd: GK

Þetta var skemmtilegt að lesa. Einhverntíman ætla ég að skrifa hvað ég man... :) Hilsen til Erlu...

GK, 28.9.2006 kl. 23:23

12 identicon

Það er engin hætta á að þú Guðbjörg fáir ekki allt að vita um gömlu dagana mína í sveitinni. En mér hættir bara svo til að lenda í löngu máli og nákvæmum útskýringum að þetta er ómögulegt að setja á drit. Ég á þrjár þéttskrifaðar A4 bækur , þar sem allt er upptalið - komin að flutningi á Selfoss minnir mig. Ég á eftir að færa þetta allt í tölvuna og hann yngri bróðir þinn er þakklátur fyrir að ég ætla að gera það sjálf. Hann sá fyrir sér að annars hefði hann þurft að gera það eftir minn dag.

ammatutte (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 10:41

13 identicon

hallo va er tetta kruttlegt. Tegar eg las tetta langadi mer yt mikid upp i sofa med teppi og hlusta a havada rok eda grenjadi rigningu og lesa wikkurja geggjada bok og eta sukkuladi nmmmmm tad hljomar of vel. En nei stadinn sit egherna og var ad eta hakkadar baunir og egg. Filan ur ollum attum. Vid hlidina a mer er hundaskitur tvi hundinum er ekki hleypt ut ad skita hann skitur bar eikkers stadar inni og svvo plus tafiluna af mer ut af ansans hitanum hahaha en eg vna ad tu arir ad komast uppi sveit til ad stunda teta sjaumst

katla (IP-tala skráð) 30.9.2006 kl. 01:08

14 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Katla mín farðu nú að lofta út ;)

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 30.9.2006 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

31 dagur til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband