12.11.2007 | 22:49
Helgin:
Laugard.morgun: afinn kom með rúnstykki og Týndur hundur...
Googlaði rúnstykki
... fórum í skírnarveisluna hans Emils á Högnastígnum eftir hádegið. Hann var skírður Emil sem kom mér skemmtilega á óvart. Sætastur var sofandi þegar við komum, svo þegar hann vaknaði var nátt.lega slegist um hann. Ég fékk ekkert að hnoða í þetta skiptið . Fórum þaðan sæl og södd...takk fyrir okkur Emil sæti og foreldrar!
Þurftum að afboða okkur í afmæli hjá Frikka mág og gefa Helgu og Ívari miðana sem við vorum fyrir löngu búin að kaupa á Pabbann.
Fundinn hundur...
Myndakvöld K.k.Selfoss hófst kl 21 á laugardagskvöldinu, nýliðinn Lárus 1. bassi mætti ásamt ektakvinnu og fengum við að hanga undir höndum foreldra minna. Þegar ég var yngri fórum m&p oft á svona myndakvöld, þá hélt ég að allir kórfélagarnir kæmu með albúmin sín og hjálpuðust við að raða ferða-og fjölskyldumyndum, og dást af barnabörnum og oflýstum tjaldútilegum. Þarna komst ég að öðru... sem ekki verður ritað 18+ . Þetta er skemmtilegur félagsskapur með góðu fólki og flesta hef ég þekkt frá blautu barnsbeini. P.s ég er klappstýra hjá 2. tenor og 1. bassa!
23.30 á laugardagskvöldinu stungum við kórinn af og héldum heim til Þóru Jóns. í fertugsammli. Þar var gríðarlegt fjör ...sungið, dansað,drukkið og hlegið til kl. 4.30. Við Lalli gáfum henni hárkollu ásamt Örnu, Vigni, Önnu og Villa. Nú er komin pressa á okkur Önnu að fá okkur hárkollur svo við séum eins og Arna og Þóra í nýstofnuðum klúbb "sítt að aftan".
Gærdagurinn fór í "ekkert"! ...Jú drusluðumst til að henda rollufót í ofninn...
Horfði á EDDUNA í gær Egill mæ es!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:06 | Facebook
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Innlent
- Vinnueiningar með eins konar kennitölu
- Fundu villtan mann á Fagradalsfjalli
- Plástrameðferðir sem duga skammt
- Ættum ekki að þurfa að eiga þetta samtal
- Mærir starfskrafta og samfélagssýn Þórðar Snæs
- Tveir með allar tölur réttar
- Orðið lúxusvandamál að velja lögin
- Strætó og fimm bílar út af veginum
- Fagdeildum háskólans er fækkað
- Hringvegurinn settur á óvissustig
Myndaalbúm
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 30125
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var hér.
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:44
Elska þessa mynd af Shirley Temple!
Josiha, 13.11.2007 kl. 02:05
En hvað með Jónínu?
Helga R. Einarsdóttir, 13.11.2007 kl. 21:50
Takk innilega fyrir okkur. Emmi er mjög kátur með gjöfina og verður hún notuð við fyrsta tækifæri.. hann er orðin svo risa smár þessi drengur. P. S Vilberg segir mér að segja þér að þú hafir verið í fallegum kjól í skírninni..( ekki man ég nú til þess) en PP.SS strákarnir í vinnunni hans Vilbergs hafa séð myndirnar úr skírninni og spyrja hvort að þessi unga ljóshærða sé á lausu..þeir segja að þú lítir út fyrir að vera varla skriðin yfir tvítugt..
Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:02
Mamma: Ég googlaði rúnstykki og fékk forsíðumynd D.V af Jónínu.
Erla: hahaha en fyndið ég var í buxum og skyrtu, en segðu honum að hann hafi verið í flottu pilsi. Humm þessi unga ljóshærða já...*roðn* Bið að heilsa Milla og Villa
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 13.11.2007 kl. 23:27
spurning.. Milli og Villi hlítur að verða Illarnir.. er það ekki.. ég ákveð það hér með að ég ætla að nota þetta á þá feðga..takk fyrir hugmyndina..
Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:51
Gugga mér finnst nú að þú eigir að fara að bjóða mér í kaffi á Engjaveginn...........
Zóphonías, 15.11.2007 kl. 01:42
Orri farðu að kíkja í kaffi...plííís!!!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 15.11.2007 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.