Lömbin þagna.

Ég verð alltaf gríðarlega sorgmædd Grátaþegar ég sé lambaflutningabílana,keyra í gegnum bæinn á þessum árstíma.

Stútfullur bíll af litlum sætum lömbum,sem troða sínum ósviðnu kjömmum á milli rimla tengivagnsins í sinni hinstu ferð,draga þau íslenska haustloftið ofan í litlu lungun sín,og nálgast endastöðina óðfluga.Hvað hugsa litlu greyin þegar þau fara yfir Ölfusárbrú?-kannski-"vá ...þetta er ekki eins erfitt og hjá geitunum þremur,þær þurftu að eiga við risann,nú komumst við í grasið græna handann brúarinnar án þess að hafa neitt fyrir því Brosandi...gimmí fæf"

Þessar litlu gærur sem okkar ungviði fékk að kyssa og strjúka í vor,áður en þau voru send til fjalla í fitun eins og Hans og Gréta forðum.

Ohhh...ég held ég hafi kjötsúpu á morgun:Þ

Og á meðan ég man...hver er ykkar uppáhalds lambaréttur?

 

Sá í gærkvöld þátt um 40 ára sögu sjónvarpsins...

...þar voru sýndir bútar úr gömlum barnaleikritum...

...af hverju sýnir sjónvarpið ekki Karíus og Baktus,Hálsaskóginn og Kardimommubæinn á 5 ára fresti?þarna voru líka fleiri verk sem gaman væri að sjá,JKL var dolfallin yfir þessu þó að í smábútum væri(ég líka).

Hafið það gott lömbin mín ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rosalega góður sprettur á dritinu hjá þér. Gæti verið úr sígildri skáldsögu hvaða snillings sem er. Mitt uppáhalds lamba er líklega læri, en kjötsúpan er líka góð - ef hún er alvöru.En mér finnst ekki heldur gott að tala um súpu og lítil mjúk lömb í sama orðinu. Kv. mamma.

ammatutte (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 23:38

2 Smámynd: Josiha

Sammála ömmututte - flott skrifað hjá þér :-)

Ætli mér finnist ekki lambalæri bara best. Það er samt stutt síðan ég fór að fíla lambakjötið. Mér hafði alltaf þótt svo mikið rollubragð af lambakjötinu fram til þessa. Líklega voru það líka rollulæri sem mamma eldaði en ekki lamba, hehe ;-)

Það munaði samt litlu að ég mundi aldrei aftur borða lömb eftir þessa lesningu. Minnir mig bara á ein jólin þegar ég var á gelgjunni. Ég vorkenndi jólasvíninu svo mikið að ég ákvað að gerast grænmetissæta. Það stóð til morguns, hehe ;-) Annars er ég á því að allar gelgjur taki einhvern tíman það tímabil að hætta að borða kjöt því að aumingja dýrin eiga svo bágt. Man allavega eftir því að Fjóla tók svona tímabil.

Núna erum við Gummi að fara að borða túnfisksalat og horfa á tv-ið. Gummi skrapp reyndar að elta lögguna á meðan eggin kólna. Hann sagði að hann yrði bara í 10 mín. Það er líka eins gott að hann standi við það :-P

P.S. Hvað ertu að fara að gera eftir hádegi á mánudaginn? Ég var að pæla hvort þú gætir litið eftir Guðdóttur þinni á meðan ég færi að versla inn fyrir heimilið. Bara sko ef þú ert ekki að gera neitt sérstakt.

Josiha, 16.9.2006 kl. 23:58

3 identicon

berrössuð Guggu lugga frænka. Jú mér sýnist að ég sé ein af fáum til að standa við stóru orðin og fór á arminnilegt réttaball á föstudagskvöldið og þegar að á leið voru það fleiri en lömbin sem þögnuðu. Þetta er nú bara helv.. vel skrifað hjá þér.. þú ert þrusu penni. Sjáumst frænka. Kveðja Erla Björg

Erla og Vilberg (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 21:58

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Takk greyin mín ...

Jóhanna:Ég hef fengið svona "ullarlæri"eldhúsið angaði eins og rollan hefði farið í ofninn með gæru og alles:þ,það fór í ruslið,seinna var mér sagt að þetta hefði verið hrútur,s.s. ekki lambhrútur heldur eldra...skilluru?

Haha... ekki hélt ég að þú fengir fyrir brjóstið af lesningunni,þú sem stóðst í því að sálga þeim á sínum tíma,takk fyrir að telja mér trú um að ég sé enn á gelgjunni,þó að ég borði dýr...ég er djúpt snortin :*

Móttaka á DNG getur staðið yfir á milli 1-5 á morgun,ég skal hafa úrvalsskemmtiatriði.Þetta hljómaði eins og endurvinnslan.is,er Gummi búin að ná löggunni?

Erla Björg:komdu sjálf alsber kæra frænka og velkomin ;)

þú hefur s.s. skemmt þér fyrir allann peninginn,á kostnað lambræflanna;)Sástu einhvern góðan til að sparka í?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.9.2006 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

31 dagur til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband