16.10.2007 | 23:48
Núna eru akkúrat 4 ár...
...síðan við Lalli fórum á sjúkrahúsið að koma Júlíu Katrínu í heiminn.
Þetta gerðum við líka þegar Ívar fæddist, ég fór alveg verkjalaus á spítalann sem var frekar skrítið. Að setja börnin í pössun af því maður ætlar að eiga barn næsta sólarhringinn. Komum svo við á ESSO og keyptum appelsín og nammi eins og við værum að fara að horfa á video...
...en, við vorum komnar 16 daga framyfir og gangsetning það eina í stöðunni, við lögðum okkur þar yfir nóttina, klukkan 8.00 fékk ég fyrstu hríðir og hún fæddist 9.19, 15 merkur og 53 cm. heilbrigð, hraust og gullfalleg og ekki skemmdi fyrir þreyttri mömmunni að sjá á undan öllum að hún var stúlka...ást við fyrstu sýn. Mér finnst frábært að hafa aldrei vitað kynið á krökkunum í bumbunni og líka að hafa aldrei þurft verkjalyf, æðislegt að vera með fulla fimm frá fyrstu kynnum.
Hér koma fimm myndir teknar af henni kringum afmælin hennar.
8 tíma gömul með Pabba og Ívari Bjarka á sjúkrahúsinu.
Eins árs + 2 vikna í myndatöku.
Tveggja ára hjálparhella.
Þriggja ára í Leynigarði.
Afmælisstelpan
4 ára lestrarhestur sem kemur sér vel fyrir hvar sem er með bók.
Til hamingju með 4 ára afmælið elsku Júlía Katrín, dagurinn verður þinn!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
171 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ hvað þetta var sætt blogg

Mér finnst alltaf jafn skrítið hvað Ívar er orðin stór. Í huga mér er hann alltaf jafn "lítill" og hann er á efstu myndinni. Og ótrúlegt hvað Júlía Katrín er orðin e-ð fullorðin. Á neðstu myndinni er eins og hún hafi bara aldrei verið smábarn
Innilega til hamingju með daginn, elsku Júlía Katrín

Josiha, 17.10.2007 kl. 01:19
Til hamingju með daginn minnir mig á að ég á systur sem á afmæli í dag líka.=)
Zóphonías, 17.10.2007 kl. 03:38
Til hamingju með daginn frá ömmu Helgau

Helga R. Einarsdóttir, 17.10.2007 kl. 11:01
Til hamingju með daginn!
Vá, ég trúi því varla að Júlía Katrín sé orðin 4 ára gömul. Mér finnst svo stutt síðan hún fæddist! En svona líður tíminn hratt!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:04
Til hamingju með daginn í gær!
þetta er svakalega fljótt að líða, mér finnst vera svo stutt síðan ég sá hana bara pínu pons einusinni í smáralindinni með ykkur familíunni.
Knús til ykkar.
Millan
Aðalheiður M Steindórsdóttir, 17.10.2007 kl. 20:40
til hamingju með dóttluna og til hamingju með þinns afmælisdag krúttið mitt - klístruð kveðja
Ninns
gilitrutt (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 12:02
Til hamingju með daginn frænka. Emil hlakkar til að hitta þig við fyrsta tækifæri er ég viss um..
Erla Björg, Vilberg og Emil (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 16:21
Til hamingju með daginn í gær, góður dagur
Inga (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 17:35
Ninna !!! smsaðu mér lykilorðið þitt
Zóphonías, 18.10.2007 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.