6.10.2007 | 23:37
Gestir og gæsir...
Dagurinn er búinn að vera ánægjulegur, byrjaði á að fá Brynju í morgunkaffi, svo komu Bára og Hilmar í vöfflukaffi, svo kom Ragna og svo Simmi, Vigdís, Þorsteinn Már og Þoka. Enduðum svo í Þrastarlundi með þeim síðastnefndu í kvöldverði.(ekki lesa öll þessi SVO!)
Lalli vildi endilega fara í Leynigarð seinnipartinn og vera yfir nótt, ég sagði honum að ég nennti ekki að hanga þar ein af því hann yrði sofnaður kl. 22.00. Það stóð heima hann lyggur sofandi hér við hliðina á mér...sofnaði klukkan 22.00 nákvæmlega! Hann fór reyndar í gæsapartý kl. 5 í morgun og er því ekki manns gaman að loknum löngum degi.
Helga Guðrún er í bústað í Úthlíð ásamt Túttunum sínum og fleiri táfílum...held að þau séu 12-14 stk. þess má vænta að náttúruhljóðin aukist allavega um nokkur desibil í sveitinni, veit að það átti að vígja nýja túttu með tilfæringum og tilheyrandi prófum, þrautum og ógeðsdrykkjum.
Nú fer að líða að Prag ferðinni förum með JKL til ömmu Báru á miðvikudagskvöld og gistum á hóteli í Kef.
Fljúgum út kl 8 á fimmt. morgun og komum heim um kl. 4 á mánudagsmorgni.
Nú ætla ég að halda áfram að láta mér leiðast...ekkert í sjónvarpinu...btw...náði síðustu mínútunum af Laugardagslögunum...djö....var Ragnhildur Steinunn í flottum galla!.
...Ég ætla að hringja í Helgu...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 7.10.2007 kl. 00:07 | Facebook
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greinilega næs dagur Úúúúúú þið eruð bara aaaalveg að fara til Prag. Mikið á eftir að vera gaman hjá ykkur. Bara þið tvö = rómó rómó
Ég vorkenni fólki sem er í næsta bústað við Tútturnar. Þær fá örugglega engan svefnfrið! Hehehe nei bara djók. Vona að þær skemmti sér vel
Og já, Ragnhildur Steinunn var töff. Ég er ekki viss um að ég mundi klæðast svona samfesting, en hún púllaði hann algjörlega - enda mega hot skvísa!
Josiha, 7.10.2007 kl. 00:40
Mér finnst hún bara ekkert "hot". Og gallinn var kannski flottur en ekki á henni - fannast mér. Og þetta Djö --- var alveg á mörkunum Guðbjörg. Fyrirgefst af því þú varst svo einmana. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 7.10.2007 kl. 08:19
ABBABBABB Jóhanna ekki bara þau tvö við erum að fara líka
Vonandi fá samt allir smá vott af rómó rómó
Getum allavega ekki beðið eftir að komast af stað ( í kauphlaup )
kv. Vigdís
Vigdís Hulda (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 10:40
Ætli Vigdís hafi verið "kaupakona" í fyrra lífi?
Helga R. Einarsdóttir, 7.10.2007 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.