24.9.2007 | 22:24
Fyrst kór svo þvagprufa...hahaha
Fékk áðan nafnlausa hótun í sms-i um að blogga, sá hinn sami gefi sig fram núna!.
Lalli er á karlakórsæfingu, sinni fyrstu...já það er satt! Hann mætti í fyrra falli í raddprufu og þar sem hann var ekki sendur heim kl.átta hefur hann fengið grænt ljós á það að standa samsíða mínum raddfagra föður og þenja sig.
Um kl. 21.30 þegar ég var enn inni hjá JKL hringdi síminn. Ívar svaraði og það var beðið um Lalla, Ívar sagði að hann væri á æfingu en kæmi kl. 23.00 (kemur reyndar 22.30)...ennnn, maðurinn segir að hann sé Sýslumaðurinn og þetta sé símtal vegna gæsa á snúrunni bak við hús, en þar hanga 40 gæsir frá Lalla og Sverri sem þeir veiddu í gær. Kallinn fer að spyrja Ívar hvort pabbi hans sé með leyfi! Ívar segir honum bara að hringja seinna og spyrja hann. Löggan en með allar skrár um þá sem eru með skotvopna og veiðileyfi á þessu svæði. Ég bara trúi ekki að þetta hafi verið sýsli!Þetta hlýtur að hafa verið einhver vinur hans Lalla að grínast. Ég get eiginlega ekki beðið að sjá "misst calls" á símanum hans á eftir. Ef þetta var sýsli þá verð ég að vera viðstödd þegar hann talar við Lalla!!!OMG hvað það verður fróðlegt!
Annars er bara lítið að frétta, Lalli er að útbúa loksins herbergi fyrir mig inn af þvottahúsi fyrir föndrið mitt. Þá get ég dreift þar úr mér með málningu, þæfingu og þannig án þess að þurfa að bóna allt eftir mig.
Október verður frábær þá á ég afmæli, fer svo til Prag, svo á Júlía Katrín afmæli og endar svo með ljósmyndaranámskeiði, ví hvað ég hlakka til.
Lalli með aflann:
******Uppfært*******
Þetta var fíflið hann Frikki
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:44 | Facebook
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú getur Lalli bara ullað á hann bróður sinn og sagt " la la la la la la , ég er líka í kór, ekki þú". kv. Annars - er það þar sem átti að vera gufubað ? Eða úti í skúr?
Helga R. Einarsdóttir, 24.9.2007 kl. 22:53
Hann er einmitt að ulla á hann í gegnum símann núna! mér fannst þetta ekki fallega gert af Friðrik!
Þau komu í gær og fengu hjá okkur gæs og hreindýr í frystinn!+geisladisk með brúðkaupsmyndum.
Lalli "fílaði"sig vel á æfingunni.
Já, gufubaðið...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 24.9.2007 kl. 22:58
Tekinnn Lalli
Get ekki beðið eftir að fá a.t.h. um gæsirnar mínar allar tvær.
kv. úr Sæluhlíð
Vigdís Hulda (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 23:19
Ætli þessar lendi nú ekki í ofninum þínum og Alísu ljúfan...
... ertu til í að senda Lalla heim með nokkur hænufóstur?*blikk,blikk*
17 dagar
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 24.9.2007 kl. 23:47
Hahahahaha
En hvenær ferðu til Prag? Og með hverjum? Úúúúúú!
Josiha, 25.9.2007 kl. 14:11
Já hvenær ferðu til Prag frænka
Zóphonías, 25.9.2007 kl. 15:55
Við förum til Prag 11 okt. með kjúklingabændum og Úthlíðarbændum, verður þú sófi að fljúga þá? Ef svo er þarf ég að fara á flugdólgsnámskeið .
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 25.9.2007 kl. 16:27
ef þú kemur heim 14. eða 18. þá fer ég allavega með þig heim kæra frænka:) held samt að ég sé í flugstöðinni 11. að koma heim:)
Zóphonías, 25.9.2007 kl. 18:20
Hey Zóphus, við Gummi förum til London 2. nóv. Ertu að fljúga þá?
Josiha, 25.9.2007 kl. 18:22
Er Zófi enn á meðal vor?
Helga R. Einarsdóttir, 25.9.2007 kl. 20:22
Kem heim þann 14, það verður gott að hafa einkaþjón til að passa kristalinn og fylla á hvítvínsglösin .
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 25.9.2007 kl. 22:11
Kvitt.
Ninna (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:30
Hahahaha... Fikki fyndinn. Hefði reyndar alveg trúað sýslumanninum til að hringja.
En ég hef aldrei heyrt Lalla syngja.
(Þetta rímar)
Hann refsingu ætlar að þyngja
og hættir bar'ekki að hringja.
En gæsirnar súru,
þær storkna á snúru.
Því Lall'er á æfing'að syngja.
GK, 28.9.2007 kl. 00:04
Hahaha ég var einmitt í þessum pælinum líka, að trúa því að þetta væri hann,
Hann er ekki við eina spítuna seldur hann sýsli!
Góður! ég ætla að semja við þetta lag á gítarinn.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.9.2007 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.