Ég er komin með vinnukonu...

...hún er náhvít og búttuð með eitt stór auga, það fer ekki mikið fyrir henni, og hún er gjörsamlega hljóðlaus! Þannig vil ég hafa vinnukonurnar á heimilinu, næg eru lætin í þeim sem eiga hér lögheimili að þessi bætist ekki við!

Fann hana á netinu og bað Lalla að sækja hana í gær. Lalli hringdi svo í mig og sagði að hún væri komin í skottið hjá MAX alsæl og ljómandi, síðan þá hefur hún verið í stanslausri vinnu, ég gef henni ekkert breik.

Hún tekur 7 kg. af þurrum þvotti!!!

Gamla vinnukonan gafst upp, hún höndlaði ekki misnotkunina frá 36 táfýlusokkum af tuðrufélaginu Árborg. Blessuð sé minning hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Oh mig langar í svona vinnukonu! Mér finnst ég hafa sko nóg af þvo og við erum bara þrjú! Skil ekki hvernig þú ferð að!

Og hvaða vinnukonu mundi ekki segja upp störfum eftir þessa táfýlusokka!

Josiha, 7.9.2007 kl. 02:25

2 identicon

Til hamingju með nýju vinnukonuna! ;)

Ninna (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 09:52

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Þetta er algjör sæla, hún gerir sér lítið fyrir og þvær 1/2 þvottakörfu í einu! ég sé frammá að hafa bara 2 þvottadaga í viku...jibbý. Áður voru það 2 vélar á dag!

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 7.9.2007 kl. 16:01

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Til hamingju með þetta nýja "hjálpartæki" sem mér skilst að sé jafnvel öflugra en nokkur vinnukona. Passaðu þig bara svo hún heimti ekki ráðskonustöðuna. kv

Helga R. Einarsdóttir, 7.9.2007 kl. 22:02

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég gleymdi, ánægjuleg þessi stefna hjá þér að hafa hana hvíta, það hefur verið tilheiging á hinn veginn undanfarið.

Svo er líka þetta með sokkana, varla eru þessir 36 7kg. Nú getur þú tekið buxurnar í leiðinni.

Helga R. Einarsdóttir, 8.9.2007 kl. 12:42

6 Smámynd: Zóphonías

Ég á tvær hvítar vinnukonur .... önnur virðist framleidd í Austur Þýskalandi ( komúnisti ) og tekur 4 kg af þvotti og hana gaf Afi minn mér hún er samt ekki nógu mikið notuð greyið en mjög fljót og örugg. Hin vinnukonan mín er alveg glæný og er líka hvít og heitir Apple Macbook fór að fordæmi Helgu Ragnheiðar , sölukonan sagði meira segja við mig ,,Velkominn í Apple fjölskylduna" Ætli þetta geri ekki tilkall til þess að ég endurvekji gömlu bloggsíðuna mína hmmm.

Zóphonías, 11.9.2007 kl. 01:25

7 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Velkomin á skjáinn Sófi  og til hamingju með ónýta epli .

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 11.9.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

339 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband