4.9.2006 | 22:48
Sætar borðtuskur
Í dag fékk ég óstjórnlega löngun,að fara út í grenjandi rigningunaÞannig að ég klæddi mig eftir veðri og rauk bak við hús með 2 stórar skálar í hendinni,í hamagangi reytti ég 4 kg.af rifsberjum af runnunum...aaaallt of mikið...sagði mamma.Eftir kvöldmat(ýsu í raspi) fór ég svo í Nóatún með Lalla og JKL þar sem við keyptum sykur,tómar krukkur,sótthreinsivökva sigti,bláber og hleypi.Svo fór ég að hleypa 1 ltr. af bláberja-rifs hlaupi,1 ltr. rifs-chili hlaupi og 1/2 ltr.af rifshlaupi,krukkurnar búnar!Sko...það er meira en helmingurinn eftir af berjum!þannig að rifsber fást gefins á E 38 gegn því að vera sótt á morgun.Þetta hlýtur að bragðast vel því heimilisfólkið sá um að þrífa eldhúsið með því að sleikja allt frá veggjum til sleifa.Meira að segja hundurinn stal borðtuskunum úr þvottakörfunni og var að japla á þeimþvílík græðgi!Nú er þetta allt að kólna og verður smakkað með ostum og kexi annaðkvöld...verið því þolinmóð í biðröðinni
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Myndaalbúm
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhh ég vildi að ég borðaði sultu, þá mundi ég sko koma til þín með krukku og sníkja! En vá dugnaður í þér kona! Var ekki gaman að "drullumalla" þetta?
Josiha, 4.9.2006 kl. 23:58
Var að stelast í hrökkbrauð með osti og rifs-chilihlaupi,mmmmm...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 5.9.2006 kl. 00:05
oj mamma takk.. lætur mig alltaf líta út fyrir að vera geðveikt heimska! bara að þú myndir skrifa gullkornin sem eru á þinn eigin kostnað!!
helga frábæra (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 00:59
víst eru fiskar með blátt blóð, amk fólk í fiskamerkinu(lesist ég!). já viltu hætta að gera grín að barninu Guðbjörg, þetta er að verða lögreglumál....ég borða ekki heldur sultu frekar en Jóhanna en ég þygg ber og kompaníið þitt, vildi að ég gæti sagt, kem á eftir....knús og kram
Halla (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 11:07
Þú ert ekkert heimsk elskan mín,bara skemmtilega fróðleiksfús.Þeir sem ekki spyrja,eru heimskir og verða það.
Já kíktu bara rúnt og náðu í berin Halla mín ;)
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 5.9.2006 kl. 14:28
Hvað ertu að rugla í barninu, Guðbjörg Helga, fiskar hafa blátt blóð!! Líka kóngafólk. Og Framarar. Fiskar finna líka til sársauka, rétt eins og mannfólkið. Annars væru þeir löngu búnir að drepa sig á einhverri rafmagnsgirðingunni. Það er ekki fyrr en fiskarnir koma upp fyrir yfirborð sjávar sem blóðið verður rautt. Ef þú sæir karfa á 100 metra dýpi væri hann ekkert rauður. En þrýstingsmunurinn við að koma upp á yfirborðið gerir það að verkum að blóðkornin roðna af feimni við það sem uppi er. "Bull og vitleysa" segir þú. "Er guð til?" spyr ég. Eru grænmetisætur góðar við dýr? "Já" segir þú. "Af hverju borða þær þá matinn frá dýrunum" spyr ég.
Einar Örn Sigurdórsson (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 23:54
*klapp klapp* Einar tjáði sig undir sínu eigin nafni ;-P
Josiha, 6.9.2006 kl. 00:23
Velkominn útúr skápnum bróðir kær,þú ert frekar flókinn.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 6.9.2006 kl. 17:05
Hey.... Hver er að þykjast vera ég??????
e-bró (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.