3.9.2006 | 22:48
Gæsir og glæpamenn
Jæja kallinn kominn heim,svaka þreyttur eftir 8 tíma akstur að norðan.Veiðin gekk ekki vel,aðeins 10 gæsir.Þeir voru með hátíðarkvöldverð eftir kvöldflugið í gær(miðnætti)Lalli bjó til sveppasósu úr ónýtum sveppum,hún endaði í ruslinu.Þá fór hann í fýlu og skellti sér í pottinn á meðan Sverrir grillaði lærið.Þegar hann kom uppúr lá Sverrir í reykmökk steinsofandi og það sem var læri var nú lítill svartur sætur köggull.Það var semsagt enginn,enginn matur í gærkvöldi,geri ráð fyrir að Lalli hafi sníkt handfylli af hundamat hjá MAX,Royal canin,ekki ónýtt það.
Helgin gekk annars vel hjá restinni af fjölskyldunni,fórum á Gretti í gær og Kenny í kvöldmat.Jóhanna mágkona hélt svo lífi í mér til kl.01.00 á msn-i-takk fyrir það ljúfust;)
Einhvern tíma í nótt þegar ég var sofnuð komu óprúttnir glæpamenn inní garðinn minn og stálu bensínlokinu af fjórhjólinu,sem stóð undir svefnh.glugganum.Líklega hafa þeir sprænt í tankinn, allavega ætlum við ekki að taka áhættuna á að komast langt á pissi og stefnum því á það að tappa af því bensíninu eða hverju því sem tankurinn inniheldur.Það er alltaf gaman á Engjaveginum, 24-7 ,þá vil ég sérstaklega þakka þeim sem ganga ofurhægt framhjá glugganum mínum á milli 00.30-04.30 og syngja svooo "fallega"og enda svo lagið á því að brjóta flösku.
Ekki má gleyma að þakka drengnum sem reyndi að setja vélsleðann minn í gang síðast þegar ég var ein heima,fyrst kl. 00.15 og svo á heimleið kl. 05.00.Ég böstaði hann í bæði skiptin með því að rjúka á gluggann og banka,og senda honum mitt illilega frk.Grimmhildur look :P Þá nótt fékk ég hjartsláttartruflanir af stressi,og varð lítið svefnsamt.
Það er bara alltaf eitthvað sem kemur uppá þegar Lalli litli er ekki heima.Nóttina sem seinni skjálftinn kom,var það ekki 2000? þá var hann ekki heima t.d.Ég ætti kannski að fá mér svona ameríska lögregluvernd,þegar ég er "ein"heima?
Í dag fórum við svo í sund,ísrúnt og í Rauðholtið,þar var Sandvíkurfjölskyldan litla og fékk ég að knúsast aðeins í guðdóttur minni,hún er alltaf jafn dýrleg,svo bjó ég til tortillur með heimal.guacamole:P,grjónum,salsa,baunum,kjúkling,sýrðum og ruccola salati,ég er einnþá södd:P.Lalli svæfði svo (sig og JKL)og ég fór út og málaði eina hurð...
THE WEEKEND ;)
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðu ljúfan mín, ég er með hugmynd, þú kemur bara til mín þegar Lalli er að flengjast þetta norður í land! Þessir óþokkar koma bara og stela bensínlokum, setja hjól í gang og syngja flöskusöng, af því þeir vita að Lalli er ekki heima og þú hefur músarhjarta... Hvað, af hverju ert þú að mála, er ekki hr. handsome single í því? Þú mátt segja honum að það þurfi að mála hjá mér;-)knús og kram
Hal (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 23:29
á auðvitað að standa Halla undir þessu, ég er með e-n djö... álf hangandi yfir mér sem lætur eins og fíbbbl.
Halla (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 23:31
Góð hugmynd,ég norður með mitt músahjarta!
Ég er bara svo dugleg að hjálpa málaranum,;)Send'ann til þín þegar hann er búinn hér;)
Er þetta karlkynsálfur úr Kjarnaskógi?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 4.9.2006 kl. 00:11
neibb, keypti hann í Færeyjum handa tvíburasálinni en hann er líklega búinn að henda honum út;-)knús
Halla (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 07:30
Þú ættir bara að hafa MAX bundinn út í garði. Þá þorir enginn að gera neitt ;-) Og það varst nú eiginlega þú sem hélst í mér lífi. Vá hvað mér leiddist, ein heim, ekkert í sjónvarpinu og ekkert nammi til!!! Ég held að mér hafi ekki leiðst svona mikið síðan ég var í 10. bekk, föst niðri í sveit og allir að gera e-ð (nema ég).
Josiha, 4.9.2006 kl. 11:56
Jóhanna: MAX er afleitur varðhundur,tekur öllum fagnandi,nema Eiríki Harðar.,urrar alltaf á hann.Já það var gott að við lifðum laugardagskvöldið af saman;)
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 4.9.2006 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.