26.8.2007 | 23:20
Wedding...
Fórum í gær í brúðkaup Frikka mágs og Brendu, þau voru gefin saman í Maríukirkju í Breiðholti sem er kirkja kaþólskra. Brenda var fermd á föstudaginn af því það fundust ekki pappírar um að hún væri fermd, við hringdum í hana eftir kirkju og óskuðum fermingarbarninu til hamingju með daginn.
Athöfnin var mjög falleg og þægileg, mikið sungið við gítarspil og ýmsir siðir framkvæmdir sem maður hefur ekki áður séð. Presturinn amerískur og talaði óskiljanlega íslensku sem allir hlustuðu á með mikilli einbeitingu.
Eftir athöfn buðu þau til veislu í nýju íbúðinni sinni í Kópavogi, þau fluttu inn fyrir viku. Svo var boðið uppá þriggja rétta kræsingar-sjávarrétti-grillað lamb,naut,svín-og tertu,þetta var nammigott í alla staði og skemmtileg veisla.
Á morgun fara svo hin nýgiftu í 5 daga ferð til Sverge (ein) Til hamingju með giftinguna Frikki og Brenda og góða ferð.
Set hér nokkrar myndir sem ég tók...
Glæsileg brúðhjón
Þórkatla Ýr
Fjölskyldan.
Syngjandi brúður.
Ágústa Lallasys og Þórkatla Ýr.
Hallgerður María.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey, mér finnst Hallgerður María soldið lík Júlíu Katrínu (á neðstu myndinni).
Josiha, 27.8.2007 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.