Krullaðir strumpar.

Þegar ég var að koma úr búðinni í dag og keyrði austur Engjaveginn,sá ég að á móti mér stefndi skrúðganga.Þetta var tónlistaskólinn á leið í nýtt húsnæði.Þar sem marseringin var stödd við húsið mitt,ákvað ég að fara Seljaveg-Mánaveg- Sigtún...ég stoppaði aðeins á Engjavegshorninu og horfði á móttökurnar,lít til hliðar og sé konu með 2 stráka labba á undan mér(á móti göngunni).

Þennan bakhluta kannaðist ég heldur betur við,mikið krullað hár í allar áttir og húfa sem stóð uppúr flóðinu.Ég skaut hausnum útum gluggann og æpti með svona Mr. Bean rödd:Hæ strumpur! :) Hún leit við og horfði á mig með undrunarsvip...þetta var allt önnur kona!!!"úpps...fyrirgefðu...ég hélt þú værir Guðfinna"aulaði ég útúr mér,vá hvað ég varð samlituð bílnum ,RÚSTrauð!

Ooohhh ég hefði átt að stútera botninn á henni betur ,eða bara göngulagið!kommon það hefur enginn sama göngulag og krullan mín.

Ég bara vona að þessi lögreglumannsfrú sem varð fyrir þessu andlega ofbeldi,fyrirgefi mér.

Og Krulla mín sjáðu bara hvað ég sakna þín :(


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi hvað þetta var nú líkt þér frú Guðbjörg, ég kafnaði næstum af hlátri við tilhugsunina um svipinn á þér haha!Hlakka svo til að sjá þig næstu mánaðamót(sept-okt) þá verð ég á Selfossi. knús á þig og þína ljósið mitt! ps hvernig skráir maður sig hjá ykkur sem eruð með þetta form?

Halla (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 00:02

2 Smámynd: Josiha

Hahahaha ég sé þetta svooo fyrir mér! :-)

Josiha, 31.8.2006 kl. 00:14

3 identicon

Hæ sæta gott hjá þér alltaf gaman þegar maður gerir sig að fífli.. sjáumst fljótt Þín á Vatnsenda

Vigdís (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 10:18

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Halla...þú þarft að eiga blogg hér til að vera innskráð,hlakka til að sjá þig norðanmær.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 31.8.2006 kl. 14:33

5 identicon

æææ dúllen snúllens...ég sakna þín líka sko..krulla kemur sem allra fyrst í heimsókn.

krullupinni (IP-tala skráð) 1.9.2006 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

31 dagur til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband