30.8.2006 | 23:23
Krullaðir strumpar.
Þegar ég var að koma úr búðinni í dag og keyrði austur Engjaveginn,sá ég að á móti mér stefndi skrúðganga.Þetta var tónlistaskólinn á leið í nýtt húsnæði.Þar sem marseringin var stödd við húsið mitt,ákvað ég að fara Seljaveg-Mánaveg- Sigtún...ég stoppaði aðeins á Engjavegshorninu og horfði á móttökurnar,lít til hliðar og sé konu með 2 stráka labba á undan mér(á móti göngunni).
Þennan bakhluta kannaðist ég heldur betur við,mikið krullað hár í allar áttir og húfa sem stóð uppúr flóðinu.Ég skaut hausnum útum gluggann og æpti með svona Mr. Bean rödd:Hæ strumpur! :) Hún leit við og horfði á mig með undrunarsvip...þetta var allt önnur kona!!!"úpps...fyrirgefðu...ég hélt þú værir Guðfinna"aulaði ég útúr mér,vá hvað ég varð samlituð bílnum ,RÚSTrauð!
Ooohhh ég hefði átt að stútera botninn á henni betur ,eða bara göngulagið!kommon það hefur enginn sama göngulag og krullan mín.
Ég bara vona að þessi lögreglumannsfrú sem varð fyrir þessu andlega ofbeldi,fyrirgefi mér.
Og Krulla mín sjáðu bara hvað ég sakna þín :(
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Innlent
- Eldur kviknaði í bifreið í Mosfellsbæ
- Einn með bónusvinninginn
- Tilbúin að bregðast við skelli slæm sviðsmynd á
- Framkvæmdir fyrir alls tvo milljarða
- Við munum ekki hvílast fyrr en þetta klárast
- Þurfum að fá úr þessu skorið
- Við erum ennþá í fullum gangi
- Hraunflæði ógnar innviðum við Svartsengi
- Aðhald nægilegt þrátt fyrir 70 milljarða halla
- Verulegur framgangur og fjölmiðlabann í deilunni
Fólk
- Fyrsta stiklan úr Vigdísi
- Gert á kostnað brostinna hjarta
- Harry alltaf einn á ferð
- Diddy óskar eftir að losna í þriðja sinn
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
Myndaalbúm
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi hvað þetta var nú líkt þér frú Guðbjörg, ég kafnaði næstum af hlátri við tilhugsunina um svipinn á þér haha!Hlakka svo til að sjá þig næstu mánaðamót(sept-okt) þá verð ég á Selfossi. knús á þig og þína ljósið mitt! ps hvernig skráir maður sig hjá ykkur sem eruð með þetta form?
Halla (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 00:02
Hahahaha ég sé þetta svooo fyrir mér! :-)
Josiha, 31.8.2006 kl. 00:14
Hæ sæta gott hjá þér alltaf gaman þegar maður gerir sig að fífli.. sjáumst fljótt Þín á Vatnsenda
Vigdís (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 10:18
Halla...þú þarft að eiga blogg hér til að vera innskráð,hlakka til að sjá þig norðanmær.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 31.8.2006 kl. 14:33
æææ dúllen snúllens...ég sakna þín líka sko..krulla kemur sem allra fyrst í heimsókn.
krullupinni (IP-tala skráð) 1.9.2006 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.