25.8.2006 | 13:48
Asskakið...fljúgandi diskur.
Ég er komin með botox í efri vörina.Við JKL vorum að kasta plastdisk á milli í morgun og æfa okkur að grípa þegar diskurinn flaug af þvílíku afli í smettið á mér.Mamman fékk tvö göt á vörina,með tilheyrandi blóði og bólgum,JKL fór alveg í kerfi knúsaði bara mömmu sína í kaf og sagði "asskakið"um 30 sinnum.Nú er ég eins og sílikonprinsessa eftir misheppnaða aðgerð!
Við HGÞ áttum í viðræðum í gær,eitt sem þar kom fram:
Helga: mamma fær maður ný númer,ef það er klippt af bílnum?
Ég: nei,nei.
Helga: hvað þá gert?
Ég: þau eru bara geymd á löggustöðinni,og svo sækir þú þau.
Helga: En þau eru ónýt.
Ég: nei þau eru skrúfuð af Helga mín.
Helga: Óóóóó...haha ókey.
barnslegt gullkorn frá minni annars gáfuðu 17 ára dóttur :)
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Myndaalbúm
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahaha fram að þessu hélt ég númerin væru KLIPPT af :P
Josiha, 25.8.2006 kl. 15:05
Það er von að hún haldi þetta, hár er ekki hægt að nota aftur ef það er klippt einu sinni af hausnum
ammatutte (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 16:54
bara láta vita, áskorunin hreif að lokum ljúfan! Ég er sem sagt komin með blogg!http://hallaputti.bloggar.is. knús úr norðrinu ljósið mitt!
Halla (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 22:43
Hahahaha... Júlía og Helga eru fyndnar! Er búið að klippa af Flugu?
GK, 25.8.2006 kl. 23:49
Til hamingju Halla"putti"mín,set þig á rúntinn minn strax!
Nei Gummi,Fluga er óklippt
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 27.8.2006 kl. 22:47
Til hamingju Halla"putti"mín,set þig á rúntinn minn strax!
Nei Gummi,Fluga er óklippt
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 27.8.2006 kl. 22:47
takkk jóhanna og amma fyrir að styðja mig í þessu! ég meina hvað á maður að vita, aldrei hef ég séð neinn lagana vörð klippa né skrúfa númer af bíl og hef ég heldur aldrei grenslast neitt fyrir í þessum klippibransa svo til hvers er hægt að ætlast af 17 ára stúlkukind sem er þó áberandi stæst í barna-barna hópnum hennar amma sín eins og hann guðmundur minntist svo skemmtilega á í myndatökunni í garðinum hjá ömmu og afa...
helga frábæra (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.