31.7.2007 | 16:48
"Mamma ég finn skrítna lykt!" sagði litli ljúfi gaurinn sem kallar ekki allt ömmu sína, stuttu áður en hann féll í vota döggina, steindauður...
Hann nálgaðist heimilið ofurrólega til að láta sem minnst á sér bera. Hann var klæddur camoflash úlpu og hélt á banvænu vopni í hendi.
Skyndilega urðu íbúarnir varir við hann og tóku að ókyrrast, við það hljóp hann í felur. Íbúarnir róuðust smám saman á nokkrum mínútum og tíndust inn í hús einn og einn.
Þegar allir voru komnir inn, spratt sá vopnaði úr felum og gerði atlögu á fjölskylduna úðaði fyrst lömunarspreyji í nánd við heimilið, og horfði á þá hrynja niður meðvitundarlausa, fjölskyldumeðlimir sem voru að koma úr vinnunni flýðu í ofvæni, harmi slegnir yfir þessum voðaatburði.
Hann glotti útí annað, fyllti risasprautu af hvítum illalyktandi vökva og sprautaði inn í hýbýlið svo miklu magni af banvænu eitri að flæddi út um veggi...allt varð kyrrt og hljótt.
Þennan harmleik horfði fjölskyldan E 38 á út um stofugluggann fyrir 10.000 krónur, í gærkvöldi.
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Myndaalbúm
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvort var sorglegra - að sjá fjölskyldunni útrýmt eða að missa 10.000 kallinn? kv.
Helga R. Einarsdóttir, 31.7.2007 kl. 18:22
Það var vel þess virði að útrýma þessari stórfjölskyldu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 31.7.2007 kl. 19:40
Hahaha...
Josiha, 31.7.2007 kl. 22:28
Arnaldur Indriða hvað.. þetta er eins og úr bestu spennusagnabók.. haltu áfram á þessari braut..
Erla Björg,Vilberg og Króatinn (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 17:19
Það er bara hasar!
Ninna (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.