4.5.2007 | 00:15
Springa ,sprunginn ,sprunkt ...
Fór í kvöld með gömlum bekkjarsystrum á Hafið bláa meðal annars til að eta sjávarfang, fékk mér 3rennu sem samanstóð af humri,skötusel og rauðsprettu mmmmmm... og eplaköku í eftirrétt. Við erum fimm sem vorum í hittingsnefnd 2003 og ákváðum að halda hópinn og hittast reglulega. Erum allar með stór og smá börn samtals 17 stykki frá tveggja til tuttugu og eins þannig að við náum vel saman...Ég fékk nú samt smá áhyggjuhnút í magann þegar umræða um æðarhnúta, háræðaslit og svuntuaðgerðir braust út. En ég þaggaði bara niður í þeim með því að sýna þeim tattoo-ið mitt.Þetta eru allt dásamlegar stelpur og alltaf gaman að hitta þær. Ætlum að hittast í haust og hrista nýju nefndina saman, því næsta bekkjamót er næsta vor á fertugasta árinu okkar
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhh hvað ég er svöng núna! Mig á eftir að dreyma mat!
Josiha, 4.5.2007 kl. 01:17
mamma, þú ert ekkert gömul, stjörnurnar fara allar í svuntuaðgerðir, ég er með háræðaslit, fékk eitt stykki í svona 4 bekk sem er ekki enn farið og Erna var með æðahnúta sem voru teknir um daginn.. hún er í 10 bekk og ég í 2.. kvíddu engu elskan
helga frábæra (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.