Svona gerum við er við þvoum okkar þvott...

  Ég trúi á Guð og að Hann hafi skapað heiminn, en ég trúi ekki á þann sem skapaði þvottavélina, hún er ekki vinkona strórra heimila sem eru að drukkna í allskonar efnisgerðum...tromlan þarf að vera 3x stærri! 

 Ég hefði samt ekki boðið í það sem amma mín gerði, að þvo þvottinn úti við hver með þvottabretti, þá væri ég þar allann sólarhringinn í tjaldi og börnin mín myndu þjást af næringarskorti og einmannaleik.

 

 

Þvotturinn á þessu heimili tekur aldrei enda , stundum langar mig að henda öllum fötunum útí heitapott og láta hann svamla þar í sólarhring ásamt Ariel ultra ...leyfa naríum og táfýlusokkum að synda baksund og bringu í sátt og samlyndi í góða veðrinu. Strengja svo línu milli 4hjólanna og hengja allann þvottinn þar á milli .  Keyra svo um bæinn ... Lalli og ég hlið við hlið hjólandi um bæinn,verst að það þyrfti að vera km. á milli hjólanna og við að spjalla saman í g.s.m. vegna þvottarmagns. Ekki væri hægt að þurrka í Stokkseyrarfjörunni, þá þyrfti annað hjólið að vera 12 sjómílur frá landi þannig að snúran héldist strekkt...sokkarnir myndu bara fyllast af sandi og flóm. 

Stundum fær Helga hreinan þvott í herbergið, ef það er í miklu magni læt ég hana brjóta saman annars geng ég frá því í skápinn, hann er oftast kominn aftur í körfuna x 4 þarnæsta dag. Hér er til of mikið af fötum. Júlía Katrín á 34 nærur og 24 pör af sokkum, helling af buxum og peysum...mér ferst að versla svona mikið í útlöndum.

Góði Guð gefðu mér ráð Blush.

Þetta er nú bara svona bullpæling hjá mér í miðri þvottaönnTounge.

Við Helga Guðrún fórum á Dekkjalagerinn að láta umfelga Flugu í dag, þá gerðist svona "had to be there" atvik:

 Helga er að keyra uppá lyftuna en fer það hægt að hún spólar fyrir neðan og upp lyftuna á framhjóladrifnu Flugunni,þegar hún er loksins komin upp tekur hún snarpa hægri beygju og er nærri dottinn út af lyftunni, ég og dekkjakallinn stóðum sveitt og horfðum á þessa snilldartakta...yndislegustInLove 

Sunnlenska var að koma inn um lúguna og Max sótti blaðið fyrir mig rosa duglegurKissing fékk harðfiskbita í verðlaun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Sótti Max í alvörunni blaðið? Vá, en duglegur!

En í sambandi við þvottinn, þá eru til þvottavélar sem eru alveg extra stórar. Svo stórar að þú getur léttilega þvegið svefnpoka í þeim. Nánari upplýsingar færðu hjá mér á msn

Josiha, 3.5.2007 kl. 02:33

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Já hann sótti það og rétti mér,ég sagði bara : Max sækja blaðið,hef verið að æfa þetta nokkur miðv.dagskvöld .

Ég sé þessa mega þvottavél í hillingum,mín er bara svo ný að ég þyrfti að kála henni fyrst...grunar að þú sért að tala um eitthvað svona:

LG þvottavél 10kg.LG þvottavél 10kg.
10kg. af þvotti. Tekur kalt vatn og er með hitaldi. Einföld í notkun, sterk og afkastamikil. • Þvottamagn 10 kíló af þurrum þvotti • Ákaflega einföld í notkun • Íslenskar leiðbeiningar, ásamt þvottakerfistöflu á íslensku. •...kr. 198.900.-

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 3.5.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Láttu bara helminginn af öllu úr skápunum í svarta ruslapoka og feldu það. Og ég skal nú bara segja þér það að hún móðir þín var lika á hvernum að þvo. Stóð við Vaðmálahverinn og skolaði uppúr balanum sem soðið hafði verið í. kannski ég skrifi um það. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 3.5.2007 kl. 21:02

4 Smámynd: Aðalheiður M Steindórsdóttir

Hahaha, kannast sko alveg við þetta þvottavandamál, hrúgan virðist stækka eftir því sem maður þvær meira....hvernig sem að stendur á því

Aðalheiður M Steindórsdóttir, 3.5.2007 kl. 22:19

5 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Mamma hetja,kannski ég taki með mér þvott næst í mýrina og hendi í Vaðmálahver...gleymi honum þar!

Gaman að sjá þig hér elsku Millý

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 3.5.2007 kl. 23:25

6 identicon

hallo tegar eg kem heim skal eg tvo allan tvottinn fyrir tig. ad tvi herna eg tvae eg allan tvottinn minn i hondunum. tad fer bara eftr hvort  eg se heppinn hvort eg fae tvottabrett. en eg kem heim eftir 35 daga og ta hjalpa eg ter med alla tvottinn tinn.

bae bae e38 hlakka til ad borda weetos :D

Katla Verali Runarsdottir Cruz (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 23:47

7 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Elska þig Katla

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 3.5.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

335 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband