16.4.2007 | 12:10
ÉG
Vogin
Árstími Vogarinnar er haustið, þegar litir eru sterkir í náttúrunni og sumarið og uppskeruvinnan er að baki. Veður eru enn ágæt og því góður tími til að sinna félagslífi. Fyrsti mánuður haustsins er rómantískur og það fólk sem fæðist í Vogarmerkinu þykir ljúft, listrænt og félagslynt.
Jafnvægi og réttlæti
Til að skilja Vogina þarf að horfa á 'tákn' merkisins, vogina sem hefur það hlutverk að vega og meta (uppskeruna). Enda er það oft svo að fólk sem fæðist í þessu merki hefur sterka réttlætiskennd. Það er alltaf að leita að jafnvægi og því sem stillir vogina af. En þetta er hægara sagt en gert, og því geta Vogir sveiflast til. Ef of mikið er sett á aðra skálina þá hallar vogin. Fyrir vikið er Vogarfólkið stundum eftirgefanlegt, stundum hart, stundum ljúft, stundum ákveðið. Þetta er leit að jafnvægi, að 'balance'. Sumar Vogir eru vel stilltar, aðrar sveiflast frá einum pól til annars og eru 'brokkgengar' eins og einn ágætur maður sagði.
Samvinna og sjálfstæði
Það sem einkennir framkomu Vogarinnar, eða það sem hún reynir að birta útávið, er ljúfleiki. Öðrum megin á skálinni er ég og hinu megin við. Þetta er spurning um jafnvægi á milli mín og þín. Jafnvægi á milli sjálfstæðis og samvinnu er eitt af því sem Vogin leitar eftir. Til að samvinna gangi vel reynir hún að koma vel fram við aðra og notar þá ljúfleika, bros og sannfæringarmátt orðanna. En þær Vogir eru einnig til sem færast of mikið í átt til ég-sins og þá er valtað yfir umhverfið. Einnig er talað um hina 'ljúfu frekju', eða þá Vog sem stendur sterk bæði í ég-inu og samvinnunni. En vissulega vilja og reyna flestar Vogir að vera fágaðar, kurteisar og yfirvegaðar.
Félagsmálamaður og pælari
Stjórnandi Vogarinnar er Venus og 'frumþátturinn' er loft. Venus er pláneta fegurðar og samvinnu, og loftið er táknrænt fyrir rökhugsun. Vogir eru því oft félagsmálamenn, listamenn, pælarar og pólitíkusar sem berjast fyrir réttlætismálum eða boða ákveðna heimssýn og kenningar. Stundum sameinast þetta allt í einum og sama manninum.
Það sem örvar Vogina
Til að endurnýja og viðhalda lífsorku sinni, þarf Vogin að dvelja í félagslega og hugmyndalega lifandi umhverfi. Það þýðir að hún þarf að hitta fólk sem örvar hugsun hennar. Hún þrífst illa í einangrun og andlegu tómarúmi. Hún tapar orku við slíkar aðstæður. Vogin þarf á fólki, félagslífi og samvinnu að halda. Það á reyndar við um flest fólk, en þetta skiptir öllu máli fyrir Vogina og varðar það að næra lífskraftinn.
Þegar talað er um 'Vogina' og 'Vog', er átt við þá sem fæddust þegar Sólin var í Vogarmerkinu. Þeir einstaklingar sem fæddust á þeim árstíma hafa 'hjartað' í þessu merki, eða grunneðlið og lífsorkuna.
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Minnir mig á - ég sá einhversstaðar rosalega fína vigt (vog), ég ætla að kaupa mér svoleiðis næst þegar ég sé hana í búð.
Helga R. Einarsdóttir, 16.4.2007 kl. 16:51
Sá svona gamaldags flotta í TIGER
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 16.4.2007 kl. 17:21
Nei hún á að vera örlítil og nútímaleg, gott ef ekki framtíðarleg.
Helga R. Einarsdóttir, 16.4.2007 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.