Flagbjarnarholt

Sumarið 1983 var ég send í sveit þá var ég á fimmtánda ári,þá var þessi svipur víst alsráðandi í R9 hjá minni: Angry

Ég var fullkomnlega ósátt við þessa ákvörðun foreldra minna.Angry

Það var tekið á móti mér með skítköldu súpukjöti og ofsoðnum kartöflum.Sick

Ég fingurbrotnaði á fokkjúputtanum,sló honum í snúrustaur.Crying

Ég brákaði fótinn í fjósinu festist milli rimla í flórnum,var borinn í hús í kóngastól hágrenjandi.Crying

Ég fékk að keyra bíl á túninu,Subaru station.Cool

Ég fékk að rýja rollur,sumar fengu blóðnasir á bakið.Blush

Ég var sett ofaní súrheysturn með heykvísl og maurasýru.Sick

Ég var ráðskona í viku og eyðilagði meðal annars ofninn með maregnsbakstri.Blush

Þarna var farandverkamaður sem reykti hass.Devil

Ég fór ríðandi á Hellu á hestamannamót.W00t

Ég fékk sendingar frá mömmu með mjólkurbílnum,allt mögulegt m.a. útrunnið nammi úr Fossnesti mmmmm....Smile (heilu dunkana).Shocking

Ég fékk bréf frá mömmu með lífsreglunum.Whistling

Ég sat hest í söðli.Cool

Ég kynntist mörgum skemmtilegum krökkum.Smile

Við fórum í "foodfight" þegar ég var ráðskonan.Devil

Við fengum alla neðri hæðina fyrir okkur og hvert okkar mátti bara fara í sturtu 2svar í vikuSick.

Við Hófí klipptum sína hvora hliðina á Hödda.Halo

Ég fór einu sinni á ball á Hvoli þetta sumar.Cool

Ég fór einu sinni í fjósið,en aðfarirnar við spenaþvott urðu til þess að ég var vinsamlega beðin um að halda mig frá fjósinu.Whistling

Þarna voru gæsir reyttar í neðanjarðarbyrgi.FootinMouth

Ég sundreið yfir Þjórsá.Cool

Ég fór á ótemju sem henti mér af baki öllum viðstöddum til ánægju.Blush

Ég fékk 8000.kr. í lok sumars sem var rosa mikið!Sideways

Þetta var frááábært sumar!Heart

Takk mamma og pabbi að hafa verið svona vond.InLove

Þessi ljóshærða í rauða kjólnum er flott!

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Ég held að það tíðkist ekki lengur að senda börn í sveit. Enda er þjóðfélagið á niðurleið og landbúnaðurinn með því!

Josiha, 13.4.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ekkert að þakka, ég öfundaði þig allt sumarið og hefði alveg viljað sjá þig þarna fleiri sumur. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 13.4.2007 kl. 18:23

3 Smámynd: GK

Guðmundur greyjið fór auðvitað aldrei í sveit... auminginn...

GK, 15.4.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

339 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband