12.4.2007 | 23:13
Flagbjarnarholt
Sumarið 1983 var ég send í sveit þá var ég á fimmtánda ári,þá var þessi svipur víst alsráðandi í R9 hjá minni:
Ég var fullkomnlega ósátt við þessa ákvörðun foreldra minna.
Það var tekið á móti mér með skítköldu súpukjöti og ofsoðnum kartöflum.
Ég fingurbrotnaði á fokkjúputtanum,sló honum í snúrustaur.
Ég brákaði fótinn í fjósinu festist milli rimla í flórnum,var borinn í hús í kóngastól hágrenjandi.
Ég fékk að keyra bíl á túninu,Subaru station.
Ég fékk að rýja rollur,sumar fengu blóðnasir á bakið.
Ég var sett ofaní súrheysturn með heykvísl og maurasýru.
Ég var ráðskona í viku og eyðilagði meðal annars ofninn með maregnsbakstri.
Þarna var farandverkamaður sem reykti hass.
Ég fór ríðandi á Hellu á hestamannamót.
Ég fékk sendingar frá mömmu með mjólkurbílnum,allt mögulegt m.a. útrunnið nammi úr Fossnesti mmmmm.... (heilu dunkana).
Ég fékk bréf frá mömmu með lífsreglunum.
Ég sat hest í söðli.
Ég kynntist mörgum skemmtilegum krökkum.
Við fórum í "foodfight" þegar ég var ráðskonan.
Við fengum alla neðri hæðina fyrir okkur og hvert okkar mátti bara fara í sturtu 2svar í viku.
Við Hófí klipptum sína hvora hliðina á Hödda.
Ég fór einu sinni á ball á Hvoli þetta sumar.
Ég fór einu sinni í fjósið,en aðfarirnar við spenaþvott urðu til þess að ég var vinsamlega beðin um að halda mig frá fjósinu.
Þarna voru gæsir reyttar í neðanjarðarbyrgi.
Ég sundreið yfir Þjórsá.
Ég fór á ótemju sem henti mér af baki öllum viðstöddum til ánægju.
Ég fékk 8000.kr. í lok sumars sem var rosa mikið!
Þetta var frááábært sumar!
Takk mamma og pabbi að hafa verið svona vond.
Þessi ljóshærða í rauða kjólnum er flott!
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
339 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það tíðkist ekki lengur að senda börn í sveit. Enda er þjóðfélagið á niðurleið og landbúnaðurinn með því!
Josiha, 13.4.2007 kl. 00:03
Ekkert að þakka, ég öfundaði þig allt sumarið og hefði alveg viljað sjá þig þarna fleiri sumur. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 13.4.2007 kl. 18:23
Guðmundur greyjið fór auðvitað aldrei í sveit... auminginn...
GK, 15.4.2007 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.