Sprettinn herti...not!

Ahh...verð bara að segja frá ferð minni í Hagkaup í dag. Fórum að versla grjónapúða til að hafa inni hjá JKL við kvöldlesturinn. Svifum um búðina og góndum í allar áttir eftir þessum risum. Allt í einu rak ég augun í þá hangandi fyrir ofan skóna. Plöntuðum okkur þar og biðum eftir afgreiðslu,þar sem okkar púði var hvergi sjáanlegur nema í háloftunum...loks kom einhver lúði með brettatrillu í eftirdragi:

Ég:getur þú reddað okkur einum svona púða*bendi á 'ann*?

Lúði:Ha...já,ég held að þeir séu á lager...héddna*klór í haus*...kassastelpan reddar því örugglega.

Við ákváðum að kassastelpan myndi ekki redda því og gripum næstu lúðu í Hagkaupspeysu.

Ég:getur þú reddað okkur einum svona púða*bendi á 'ann*?

Lúðan:Öööö...já ég þarf bara að hringja og athuga þaðShocking*hringir og FER!

...10 mínútum síðar kemur hún:þeir eru bara búnir þessir.

Ég:getum við þá fengið þennanPinch!

Lúðan:Öööö...já örugglega,kallar á strák og biður hann að ná í stiga.

Strákurinn:Ahhh...af hverju þarf ég að gera þaðSleeping "ríkur" í burtu á hraða snigils.

...10 mín.síðar kemur hann með stiga undir hendinni,klórar sér heillengi í hausnum vegna allra stóru púðanna fyrir neðan okkar púða.Fer svo að færa púðana til með litlum látum,klifrar upp og losar púðann.Þessi ferð í hagkaup að kaupa 1 hlut tók 45 mín.um það bilFootinMouth.

Þjónustulundin er alveg að drepa þetta lið!

 

Eftir allt þetta umtal um lúður og lúða kemur ein bullvísa:

 

Í sjónum lúðan rennir sér

og hittir furðufiska

þar til í neti lendir hér

og leggst á okkar diska.

 

Í maga lendir gleði veldur

og dvelur þar um tíma

áfram sinni ferð heldur

í myrkri fer að stíma.

 

Gæist út um gatið ljóta

þar sem sólin ekki skín

dettur niður fer að þjóta

áleiðis aftur heim til sín.

 

Niður ána flýtur fljótt

með skítabragð í munni

týnist svo í hafið hljótt

allt byrjar nýtt frá grunni.

 

Góðar stundir Wink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað ég er fegin að hafa ekki farið með, hefði rokið í yfirmanninn og sæti örugglega fangaklefa fyrir tilraun til manndráps ef ég hefði þurft að bíða svona lengi.. eða bara plöggað stiga úr fatadeildinni og sótt mér þetta sjálf!

fallegt ljóð mamma, gerðu næst um mig:D

Helga hin fagra, dóttir Guðbjargar (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: Josiha

Hahaha þetta er rosalega þjónustuglatt starfsfólk!

Josiha, 15.3.2007 kl. 01:19

3 Smámynd: GK

Ég hélt það væri: Músi sprækur spertinn herti...

GK, 15.3.2007 kl. 01:30

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Það er ótrúlegt hvað þú ert allt í einu orðin fjölhæf. Það vantaði bara nóturnar við ljóðið svo maður gæti sungið það með gítarundirleik. Jú það var músi sem herti sperrtinn.

Kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 15.3.2007 kl. 17:01

5 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Svo stökk hann yfir stjaka og kerti...

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 15.3.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dritað á plankann

Höfundur

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

 

 

Lestur þessi er alveg á þína ábyrgð,ekki er hægt að höfða mál við höfund síðunnar,verðir þú fyrir einhverskonar áfalli við lesturinn.Hverskyns bölv og ragn er með öllu óheimil,þó má gera undantekningu með óskiljanlegm dulyrðum. Góða skemmtun.

A.T.H. Nýtt póstfang:

guggasig@internet.is

MSN:

guggalugg@hotmail.com

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • des 08 080 copy copy
  • des 08 079 copy
  • des 08 078 copy
  • des 08 077 copy
  • des 08 072 copy
  • des 08 069 copy

Nýjustu myndböndin

Frænkurnar rokka

Júlía 2 hluti.

júlí 07 217

júlí 07 220

júlí 07 219

336 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband