Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2007 | 22:57
Tvíd,tvíd...tvídtvíd.
Kvöldið.
Ég ætla að glæpast aðeins til að drita úr Helgu tölvu,hleðslutækið mitt er enn á E.R. veit ekki hvort lífgunartilraunir bera árangur...vá hvað það er erfitt að pikka með nýju klónum...beauty is pain.
Þorrablótið var mjög skemmtilegt,langt síðan ég hef verið svona lárétt á sunnudegi og langt í það að Raggi Bjarna fái tækifæri á að syngja með mér aftur,þótt jakkinn hafi verið flottur.
Næst ætla ég þó að sleppa matnum,fara frekar út að borða og svo á ballið,linkindin(sviðasultan)og hákarlinn náðu engan veginn að metta minn kröfuharða malla.
Það var með semingi að ég lét útúr mér nokkru sinnum við gamla félaga"vááá...ég hef ekki séð þig í tuttugu ár"
Kompás...já þessi þáttur er mér ofarlega í huga,þeim ber að þakka fyrir að koma upp um allt þetta ógeð sem skellur á landanum eins og ælutuska.Skítafýlumálin hvert af öðru tengd ríkinu og ég held að þetta sé bara byrjunin,það er allt flæðandi í ógeði og sukki.
Það er gott að einhver gerir eitthvað í málunum,hugsið ykkur ef ekki?
X-KOMPÁS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.1.2007 | 20:07
Þau eru velkomin ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.1.2007 | 17:48
Þetta form...
...lítur út fyrir að vera aðgengilegt,ætla að prufa.
Kommentakerfið á því gamla minnir mig alltaf á mauraþúfu.
Þetta útlit vann verðlaun í einhverri lúkk-keppni ....er hér að ofan sem hamstur.is
Há dú jú lækitt?"maurarnir mínir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2007 | 23:56
Heitur pottur
Í kvöld bjó ég til ítalska grænmetissúpu,sem kom íbúum E38 skemmtilega á óvart,"grænmetissúpa" ...sándar ekki mjög spennandi en ilmurinn var það lokkandi að allhörðustu matvendingarnir skelltu fésunum á kaf í hvítt leirtauið...
...Hér er oppskripten sem ég skora alla á að prófa,ég er lítið gefin fyrir dl.og tsk. stóla frekar á smakk,slurk og handfylli.
1 laukur smátt skorinn,
3-4 gulrætur í bitum,
1-2 sellerístilkar í bitum,
3-4 eða 5 kartöflur skrældar og skornar í lille bits
1/2 höfuð af blómkáli skorið í bita
2-6 hvítlauksrif marin undir hníf eins og pöddur
ólifíluolíaslurkur til steikingar,
1 og 1/2 -2 lítr.vatten from þe krein(kóld off kors)
grænmetisteningar 3-5 (smakkist til)...sko á eftir!
400 gr niðursoðnir tómatar í bitum (dósin er 411gr.)frystið afganginn
3-4 msk tómatpasta,ææ...svona lítil niðursuðudós í bleikagrísbúðinni.
svartur pipar ca.6 snúningar úr kvörn og 3 snú. af salti,farið varlega með þetta þið handstóru!
3 lúkur af pastaskrúfum eða fiðrildum eeeða penne,líklega ein lúka hjá ykkur handstóru
Olía í STÓÓran pott, laukur og hvítlaukur léttsteiktur,allt grænmetið sett í pottinn og leyft að ylja sér í 3-5 mín.
Bætið í fersku bergvatni og teningum,tómötum og tomatpaste-inu.Alveg róleg í smakkinu!.
Sjóðið við vægan hita í 30 mín.bætið pastanu útí og sjóðið áfram í 10 mín.
Saltið og piprið...smakkið
kannski aðeins meiri pipar...smakkið
örlítið meira af krafti kannski?...smakkið.
Þeir sem vilja saxaða steinselju eða parmesanost útá,verið óhrædd...það má
Gott að hafa hvítlauksbrauð og rammískalt vatn með þessu.
Auðvitað má líka nota það sem til er í ísskápnum,t.d.papriku og brokkoli,ég er ekki að meina skyr eða trópí.
Verði ykkur að góðu.
Bloggar | Breytt 10.1.2007 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.1.2007 | 00:34
Þrettándinn þrotinn.
Í kvöld komu Sæluhlíðarbúar í mat til okkar,lambalæri og purusteik .
Í eftirmat var slegist um afgangs-puruna sem fylgdi 6 kílóum af kjöti
Svo ultu allir út í snjóinn og nokkrar tertur voru sprengdar.
Á þrettándabrennunni var mikið af fólki og öðrum kynjaverum,Júlía Katrín og Þorsteinn Már kvöddu jólasveinana og hún knúsaði meira að segja einn bless.En þegar Hurðaskellir tók hana í fangið og sagði"nú kemur þú með mér heim"brast mín í grát,hún veit nefnilega alveg hvað bíður þeirra heima.Ég sagði svo við hana að hann væri bara skotinn í henni,hún væri allt of góð fyrir þessa fjölskyldu.
Mér þótti sveinarnir frekar mjóir þetta árið,vonandi bíður þeirra fitun í fjöllunum.Aumingja Stekkjastaur átti líka virkilega erfitt um gang.
Næst á dagskrá er að kassa jólin,fúlt þegar jólasnjórinn er loksins kominn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.1.2007 | 23:49
En gaman :)
Sektaður fyrir að aka á 675 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.1.2007 | 16:29
Nú árið er liðið í aldanna skaut...
...og aldrei það kemur til baka.
Gleðilegt ár allir og takk fyrir það gamla.Nú get ég sagt"ég verð fertug á næsta ári...vívíví...
2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.12.2006 | 22:53
Jólakveðja
Fjölskyldan Engjavegi 38 sendir lesendum þessarar síðu bestu óskir um gleðilega jólahátíð,þó 99% þeirra fái jólakort.Hafið það sem allra best.
PAPPARASSAMYND FRÁ 17 JÚNÍ
Þetta ætla ég að gera-mæli meðð´í
Njóta og hrjóta með tær og bækur á lofti,
humma og tyggja matinn 100 sinnum,
knúsast og kyssa faðma og hrista,
leggjast á meltuna,hugsa og slugsa,
hitta vini,brosa,hlæja og hringja,
hlusta á kirkjuklukkur og fá gæsahúð,
vökva jólatréð og finna friðinn í kirkjugarðinum,
syngja og horfa á jólaljós,
þakka Guði fyrir hvað ég á góða að,
og hvað ég á gott líf.
P.S. Jóhanna varðandi síðustu færslu-man ekkert hvað ég var gömul þegar ég sá sveinka,örugglega 8-9 ára...og eitt enn vissir þú að Gummi fékk í skóinn ti 22 ára aldurs?Hann gleymdi að taka skóinn úr glugganum hjá M&P þegar hann flutti frá R-9,endaði með því að Kertasníkir stal honum(skónum) jólin '98
Hvað er þetta með hana Grýlu?...ófétið ...er hún dauð eða étur hún börn?
Þetta er virkilega að rugla Júlíu mína Katrínu,einn daginn lesum við sögu um að hún sé dauð og hinn daginn birtist hún á þakinu á Subway og vinkar henni :S.
Eru þetta tæknileg mistök eða lögreglumál?
Jólaknúsknús í kremju á allar elskurnar mínar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.12.2006 | 12:15
Jólasveinar einn og tólf.
Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið ofan úr gili
og skaust í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.
Þessi kall skildi eftir sig verksummerki í nótt,einhverjum til mikillar ánægju.
Við Júlía Katrín enduðum Faðir vorið á því í gærkvöldi að biðja Guð að passa að Giljagaur yrði ekki kalt
"Guðbjörg,ertu sofnuð?"heyrði ég kallað...ég sagði ekki orð.Þetta er minningin mín þegar ég sá jólasveininn í 1. sinn.Með annað augað opið sá ég kallinn lauma góðgæti í skóinn minn,hálffúl að hafa ekki svarað og komast að því hvernig hann liti raunverulega út.Hvernig stóð á því að lyktin af skógóðgætinu var alltaf svona sérstök?...jólasveinalykt.En eftir alltsaman stóð þessi jólasveinn sig mjög vel hvar svo sem hann náði sér í þessa sérstöku lykt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2006 | 22:42
sko bara...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Dritað á plankann
Færsluflokkar
Tenglar
Börnin á E38
DELLURNAR
í lífinu
DRITRÚNTURINN
skemmtiefnið mitt
Myndaalbúm
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar